All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Umhverfi Evrópu er komið að tímamótum stórfelldra umbreytinga. Við okkur blasir þröngur gluggi tækifæra á næsta áratug til að auka aðgerðir til að vernda náttúruna, draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og draga á róttækan hátt úr notkun okkar á náttúruauðlindum.
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA.
Enda þótt evrópsk stefnumál á sviði umhverfis- og loftslagsmála hafi stuðlað að því að bæta umhverfið á nýliðnum áratugum, þá eru framfarir í Evrópu ekki nægar og horfurnar næsta áratuginn varðandi umhverfismál eru ekki jákvæðar samkvæmt skýrslunni ‘European environment — state and outlook 2020 (SOER 2020)’.
SOER 2020 er yfirgripsmesta umhverfismat sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmt í Evrópu. Skýrslan veitir skyndimynd af því hver staða Evrópu er að því er varðar það að ná stefnumarkmiðum fyrir 2020 og 2030 sem og lengri tíma markmiðum fyrir 2050 og metnaðarfullum málefnum er miða að því að skipta yfir í sjálfbæra framtíð sem einkennist af lítilli koltvísýringslosun. Í skýrslunni er tekið fram að Evrópa er nú þegar búin að ná verulegum framförum á síðastliðnum tveimur áratugum að því er varðar mildun loftslagsbreytinga með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Merki um framfarir eru einnig augljós á öðrum sviðum, eins og að takast á við loftmengun og vatnsmengun, og innleiðing nýrra stefnumála til að takast á við plastúrgang og til að efla aðlögun að loftslagsbreytingum og hringrásar- og lífhagkerfið. Enn fremur er sjálfbæra fjármálafrumkvæði ESB hið fyrsta sinnar tegundar varðandi hlutverk fjármálageirans við að knýja áfram nauðsynleg umskipti yfir í sjálfbæra framtíð.
Enda þótt þessi árangur sémikilvægur, þá mun Evrópa ekki geta raungert þá framtíðarsýn sem hún hefur um sjálfbærni þ.e. að "lifa ágætlega innan takamarka plánetunnar" með því að halda áfram að stuðla að hagvexti og leitast við að stýra umhverfislegum og félagslegum áhrifum. Skýrslan hvetur Evrópulönd, leiðtoga og löggjafa til að grípa tækifærið og nota næsta áratuginn til að auka með róttækum hætti og hraða aðgerðum til að Evrópu nái sér aftur á strik varðandi það að ná umhverfisstefnumarkmiðum og markáföngum til meðallangs og lengri tíma í því skyni að koma í veg fyrir óafturkræfar breytingar of tjón.
Núverandi svið evrópskra aðgerða á sviði stefnumála skapa ómissandi grundvöll fyrir framfarir í framtíðinni en þær nægja ekki. Evrópa þarf að standa betur að verki, álfan þarf að takast á við tilteknar áskoranir með öðrum hætti, og þarf að íhuga upp á nýtt fjárfestingar sínar.
Að raungera markmið Evrópu mun krefjast betri útfærslu og bættrar samhæfingar milli núverandi stefnumála. Þetta mun einnig krefjast viðbótaraðgerða í stefnumálum til að raungera grundvallarbreytingu í lykilkerfum framleiðslu og neyslu sem styðja undir nútímalífsstíl okkar, eins matvæli, orka og hreyfanleiki, sem hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Skýrslan leggur einnig áherslu á mikilvægi þess hvernig ríkisstjórnir geta auðveldað umbreytingu yfir í sjálfbærni, og bendir á þörfina á að takast á við hlutina með öðrum hætti. Til dæmis þá ætti Evrópa að endurhugsa hvernig hún notar núverandi nýjungar og tæknilausnir, hvernig hægt er að endurbæta framleiðsluferla, hvernig er hægt að hlúa að rannsóknum og þróun á sviði sjálfbærni, og hvernig hægt verði að ýta undir breytingar á neyslumynstri og lífsháttum.
Að lokum, þá mun raungerning slíkra breytinga krefjast fjárfestinga í sjálfbærri framtíð, og að hætt verði að nota almannafé til að niðurgreiða starfsemi sem veldur skaða á umhverfinu. Evrópa mun hagnast gríðarlega á slíkri breytingu á forgangsröðun fjárfestinga vegna þeirra efnahagslegu og félagslegu tækifæra sem slík breyting getur skapað. Á sama tíma skiptir það sköpum að hlusta á þær áhyggjur sem fram koma og verður að tryggja víðtækan stuðning við slík umskipti — félagslega sanngjarna umbreytingu.
Skýrslan um "Ástand umhverfisins" kemur á alveg réttum tíma til að veita okkur þann hvata sem við þurfum á að halda til að hefja nýja fimm ára lotu innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og núna þegar verið er að undirbúa framlagningu á grænu samkomulagi í Evrópu. Á næstu fimm árum munum við koma með sannarlega umbreytandi áætlun, koma fram með nýja hreina tækni, aðstoða borgara við aðlögun að nýjum starfstækifærum og breyttum atvinnuvegum, og við umskipti yfir í hreinni og afkastameiri samgöngukerfi og sjálfbærari matvæli og búskaparhætti. Það verða margháttaðar hagur fyrir Evrópu og fyrir Evrópubúa ef okkur tekst ætlunarverkið, og hagkerfi okkar og plánetan okkar verða einnig sigurvegarar. Þetta er aðkallandi hnattræn áskorun, og einstakt tækifæri fyrir Evrópu
Frans Timmermans, aðal-varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
‘Umhverfi Evrópu er komið að tímamótum stórfelldra umbreytinga. Við okkur blasir þröngur gluggi tækifæra á næsta áratug til að auka aðgerðir til að vernda náttúruna, draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og draga á róttækan hátt úr notkun okkar á náttúruauðlindum. Matið okkar sýnir að stigvaxandi breytingar hafa leitt til framfara á sumum sviðum en samt ekki nálægt því að vera nóg til að mæta langtíma markmiðum okkar. Við höfum þegar þá þekkingu, tækni og verkfæri sem við þurfum til að gera lykilkerfi á sviði framleiðslu og neyslu eins og matvæli, samgöngumál og orkumál sjálfbær. Framtíðar velsæld okkar og hagsæld veltur á þessu, og á getu okkar til að virkja aðgerðir um allt samfélagið til að koma á breytingum og skapa betri framtíð,’ sagði Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA.
Í heild hefur þróun á sviði umhverfismála í Evrópu ekki batnað frá síðustu skýrslu EEA um ástand umhverfisins árið 2015. Í matinu er tekið fram að þó svo flest markmiðin fyrir 2020 munu ekki raungerast, sérstaklega þau sem snúa að líffræðilegum fjölbreytileika, þá er ennþá möguleiki á því að ná lengri tíma markmiðum og takmörkum fyrir 2030 og 2050.
Evrópa hefur náð mikilvægum ávinningi í tengslum við auðlindanýtni og hringrásarhagkerfi. En nýleg þróun undirstrikar að hægt hefur á framförum á sviðum eins og minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, losun í iðnaði, myndun úrgangs, bættri orkunýtni og varðandi hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þegar horft er til framtíðar þá mun núverandi framfarahraði ekki vera nægilegur til að uppfylla loftlags- og orkumarkmið fyrir 2030 og 2050.
Að vernda og varðveita líffræðilegan fjölbreytileika og náttúru Evrópu verður áfram umfangsmesti vettvangurinn þar sem framfarir vekja ekki bjartsýni. Af þeim 13 sérstöku stefnumarkmiðum sem búið var að ákveða fyrir árið 2020 á þessu sviði, eru einungis tvö sem líklegt er að náist: að tiltaka vernduð hafsvæði og vernduð landsvæði. Þegar horft er fram til ársins 2030, ef núverandi þróun heldur áfram, þá mun sú þróun hafa í för með sér enn frekari hnignun náttúrunnar og áframhaldandi mengun andrúmslofts, vatns og jarðvegs.
Áhrif loftslagsbreytinga, loft- og hávaðamengunar á umhverfið og heilsu manna eru ennþá áhyggjuefni. Útsetning fyrir fínu svifryki veldur um það bil 400.000 ótímabærum dauðsföllum í Evrópu á hverju ári og lönd í Mið- og Austur-Evrópu verða fyrir óhóflega miklum áhrifum. Einnig eru vaxandi áhyggjur af hættulegum kemískum efnum og þeirri hættu sem þau valda. Þegar litið er til framtíðar, þá væri hægt að bæta horfurnar á að draga megi úr umhverfishættuþáttum gagnvart heilsu með meiri samþættingu stefnumörkunar á sviði umhverfis- og heilbrigðismála.
Athugið: Árið fyrir markmið gefur ekki til kynna nákvæmt markár heldur tímaramma markmiða.
Heimild: SOER 2020 p.158
Að raungera framtíðarsýn Evrópu um litla koltvísýringslosun og sjálfbærni er ennþá mögulegt. Skýrslan útlistar sjö lykilsvið þar sem þörf er á hugumstórum aðgerðum til að Evrópa nái sér aftur á strik og nái markmiðum og metnaðarfullum áformum fyrir 2030 og 2050.
Umhverfi Evrópu – ástand og horfur er gefið út af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) á fimm ára fresti skv. tilskipun í reglugerð. SOER 2020 er 6. SOER skýrsla sem gefin er út af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) frá 1995. Hún hefur að geyma, trausta innsýn sem er byggð á vísindum um það hvernig okkur ber að bregðast við hinum miklu og margslungnu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, eins og loftslagsbreytingar, tjón á líffræðilegum fjölbreytileika og loft- og vatnsmengun. SOER 2020 var unnin í nánu samstarfi við evrópska upplýsinga- og eftirlitsnetið á sviði umhverfismála (Eionet) hjá evrópsku umhverfisstofnuninni (EEA). Skýrslan notar hina umfangsmiklu sérfræðiþekkingu leiðandi sérfræðinga og vísindamanna á sviði umhverfismála hjá Eionet meðal allra hinna 33 aðildarríkja og sex samstarfsríkja EEA.
SOER 2020 Heildarskýrsla — Sameinað mat
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/astand-umhverfisins-i-evropu-2020 or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 08:41 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum