næsta
fyrri
atriði

Umhverfi og heilsa

Loftslagsbreytingar eru að skapa aukin flóð, þurrka og draga úr vatnsgæðum, sem er vaxandi ógn við heilsu okkar, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sem birt var í dag. Brýn þörf er á skjótri innleiðingu og betri samræmingu á aðgerðum stjórnvalda, vatnsyfirvalda og heilbrigðisstarfsmanna til að koma í veg fyrir og draga úr heilsufarsáhrifum.

Umskiptin í átt að öruggari og sjálfbærari efnum miðar vel áfram á sumum sviðum en á öðrum eru þau rétt að hefjast. Þetta eru niðurstöður úr sam-Evrópsku mati á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) og Efnastofnunar Evrópu (ECHA) sem birt var í dag á orsökum og áhrifum efnamengunar. Þetta viðmiðunarmat er fyrsta sinnar tegundar og niðurstöður þess sýndu að þörf er á meiri enn vinnu til að draga úr áhrifum skaðlegra efna á heilsu manna og á umhverfið.

Fletta vörulista

Skjalaaðgerðir