All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Margt fólk tengir kvikasilfur enn við hitamæla og flest fólk veit líka að það er eitrað. Vegna eituráhrifa þess er verið að taka kvikasilfur úr vörum í Evrópu en enn er talsvert magn af því sem berst um í lofti, vatni, jarðvegi og vistkerfum. Er kvikasilfur enn vandamál og hvað er verið að gera í því? Við tókum viðtal við Ian Marnane, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun Evrópu á sviði sjálfbærrar notkunar auðlinda og iðnaðar.
Sjávarlíf, loftslagið og hagkerfi okkar og félagsleg velferð reiða sig öll á heilbrigt haf. Þrátt fyrir einhverjar umbætur, sýnir mat okkar að við notum höf Evrópu á ósjálfbæran hátt. Loftslagsbreytingar og samkeppni um náttúruauðlindir bæta við auknum þrýstingi á sjávarumhverfi. Evrópsk stefnumál og ráðstafanir gætu skilað meiri breytingum til batnaðar þegar þau eru útfærð í gegnum „vistkerfismiðaða stjórnunar“ nálgun og eru studdar með hnattrænni sjávarstjórnunarskipan.
Með fólksfjölgun, þéttbýlismyndun og efnahagslegri þróun er eftirspurn eftir ferskvatni í þéttbýli að aukast um alla Evrópu. Samtímis hafa loftslagsbreytingar og mengun áhrif á aðgangi borgarbúa að vatni. Hvernig geta borgir Evrópu haldið áfram að sjá íbúum sínum fyrir hreinu ferskvatni?
Við þurfum mat og við þurfum hreint ferskvatn til að framleiða matinn okkar. Með vaxandi eftirspurn vegna starfsemi manna annars vegar og loftslagsbreytingum hins vegar á fólk, sérstaklega á suðlægum slóðum, í vaxandi erfiðleikum með að finna nóg ferskvatn til að uppfylla þarfir sínar. Hvernig getum við haldið áfram að rækta mat án þess að taka of mikið hreint vatn frá náttúrunni? Betri nýting vatns í landbúnaði myndi sannarlega hjálpa til.
Landbúnaður leggur þungar og vaxandi byrðar á vatnsauðlindir Evrópu, ógnar vistkerfum og vatnsskortur vofir yfir. Til þess að ná fram sjálfbærri vatnsnotkun þarf að gefa bændum hvatningu í formi rétts verðs, ráðgjafar og aðstoðar.
'Það er lokað fyrir vatnið okkar einu sinni eða tvisvar í mánuði, stundum oftar,' segir Barış Tekin í íbúð sinni í Beşiktaş, sem er eitt af gömlu hverfunum í Istanbúl, þar sem hann býr með konu sinni og dóttur. 'Við höfum tiltæka 50 lítra af vatni í flöskum heima hjá okkur, fyrir þvotta og þrif, svona til öryggis. Þegar við erum án vatns mjög lengi í einu förum við til föður míns eða til tengdaforeldra minna,' segir Barış sem er prófessor í hagfræði við háskólann í Marmara.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/water/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 12:45 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum