All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Matur tengist velferð mannsskepnunnar með eðlislægum hætti. Fyrir utan mikilvægi góðrar fæðu fyrir góða heilsu og ánægjunnar sem kemur af því að borða, að þá leikur framleiðsla landbúnaðarvara mikilvægt hlutverk í að styðja við lífsbjörg einstaklingsins og efnahagsins í heild.
En matvælaframleiðsla þarfnast einnig mikils vatns – jafnmikilvægrar auðlindar. Landbúnaður stendur fyrir 24 % vatnsnotkunar í Evrópu og á meðan það hljómar ekki mikið í samanburði við 44 % notkunar sem kælivatn við orkuframleiðslu að þá eru áhrifin á vatnsbirgðir mun meiri. Á meðan næstum því öllu kælivatni er skilað í vatnshlot að þá er hlutfallið fyrir landbúnað oft einungis þriðjungur.
Að auki er dreifingin á notkun vatns í landbúnaði ójöfn. Á sumum svæðum Suður-Evrópu stendur landbúnaður fyrir meira en 80 % vatnsnotkunar. Vatnsnotkunin nær yfirleitt hámarki yfir sumartímann þegar vatn er síst fyrir hendi og hámarkar þannig hin skaðlegu áhrif.
Hin nýlega skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu, Vatnsauðlindir í Evrópu — vandinn sem stafar af vatnsskorti og þurrki lýsir hinum alvarlegu áhrifum óhóflegrar notkunar. Ofnýting auðlindanna eykur líkurnar á alvarlegum vatnsskorti á þurrkatímabilum. En það þýðir einnig skert vatnsgæði (af því að mengunarvaldar eru ekki eins útþynntir) og áhættu á að saltvatn blandist grunnvatni á strandsvæðum. Vistkerfi áa og vatna getur einnig orðið alvarlega fyrir barðinu á þessu, sem skaðar eða drepur plöntur og dýr þegar vatnshæð fellur eða þurrkast út að fullu.
Afleiðingarnar eru augljósar á mörgum svæðum Suður-Evrópu. Til dæmis:
Vatnsnotkun í landbúnaði er augljóslega að verða ósjálfbær í sumum hlutum Evrópu sem bendir til að regluverk og verð hafa brugðist við að stjórna eftirspurn í raun.
Bændur skipta yfir í vatnsákafar áveitur vegna þess að framleiðslan eykst við eftirspurn. Á Spáni til dæmis, gefur 14 % landbúnaðarlands sem ræktað er með áveitum meira en 60 % af heildarverðmæti landbúnaðarvara.
Augljóslega munu bændur einungis veita vatni á lönd sín ef aukin uppskera vegur upp á móti kostnaði við að koma upp áveitukerfi og kostnaði við mikla vatnsnotkun. Í þessum efnum stefnur landa og Evrópu skapað óheppilega hvata. Bændur bera sjaldan fullan auðlinda- og umhverfiskostnað af stórum, opinberum vatnsáveitum (sérstaklega ef lög sem fordæma eða takmarka vatnsúrnám er ekki haldið uppi með fullnægjandi hætti). Og þar til nýlegar umbætur voru gerðar verkaði niðurgreiðslukerfi ESB oft sem hvati fyrir vatnskrefjandi ræktun.
Stærðarhlutfall vatnsnotkunar sem kemur í kjölfarið getur verið óvænt. Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn rannsakaði áveitingu vatns á fjórar uppskerur á Spáni árið 2004 og fann út að næstum því 1 milljarður m3 vatns var notaður einungis til þess að framleiða umframmagn framyfir kvóta ESB. Það jafngildir heimilisnotkun yfir 16 milljóna manna.
Loftslagsbreytingar eru líklegar til þess að gera ástandið verra. Í fyrsta lagi munu heitari og þurrari sumur auka þrýstinginn á vatnsauðlindirnar. Í öðru lagi hefur ESB og aðildarríki þess skuldbundið sig til þess að lífeldsneyti verði 10% af samgöngueldsneyti fyrir árið 2020. Ef aukinni eftirspurn eftir lífeldsneyti er svarað með því að nota núverandi orkuuppskerur af fyrstu kynslóð að þá mun notkun á vatni í landbúnaði aukast.
Áveitulandbúnaður er mikilvægur fyrir svæðis- og landsbundin hagkerfi í hlutum Evrópu. Á sumum svæðum gæti stöðvun áveitu vatns leitt til þess að land yrði yfirgefið og gríðarlegir hagfræðilegir erfiðleikar gætu sprottið upp. Notkun vatns í landbúnaði verður þess vegna að vera gerð skilvirkari ekki einungis til að tryggja nægilegt vatn til áveitu heldur einnig fyrir heimamenn, heilbrigt umhverfi og aðra geira atvinnulífsins.
Verð á vatni er megintækið til að stjórna hvötum fyrir vatnsnotkun sem kemur jafnvægi á efnahagsleg, umhverfis-, og félagsleg markmið samfélagsins. Rannsóknir sýna að ef verð endurspeglar raunverulegan kostnað, gætt er að ólöglegu úrnámi með fullnægjandi hætti og greitt er fyrir vatn eftir magni að þá munu bændur draga úr áveitu eða gera ráðstafanir til að auka skilvikni vatnsins. ESB og landsniðurgreiðslur geta veitt aukna hvatningu til þess að koma upp vatnssparandi tækni.
Þegar hvatarnir eru til staðar geta bændur valið úr fjölbreyttri tækni, framkvæmd og uppskerum til að draga úr vatnsnotkun. Stjórnvöld á hinn bóginn leika mikilvægt hlutverk við að bjóða upp á upplýsingar, ráðgjöf og menntun til að tryggja að bændur séu meðvitaðir um þá kosti sem bjóðast og með því að styrkja frekari rannsóknir. Sérstaklega ætti að einbeita sér að því að tryggja að innleiðing á orkuræktun til að mæta markmiðum um lífeldsneyti þjóni þeim tilgangi að draga úr eftirspurn vatns í landbúnaði frekar en að auka hana.
Að lokum, eftir að kostir til að draga úr eftirspurn hafa verið tæmdir, geta býli einnig nýtt sér möguleikana á öðrum vatnskostum. Á Kýpur og Spáni hefur til dæmis meðhöndlað úrgangsvatn verið notað til að veita vatni á uppskeru með uppörvandi árangri.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/the-water-we-eat or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 09:53 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum