All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Bæði vistkerfin bjóða upp á ýmiskonar vörur, þjónustu og náttúruauðlindir, möguleika á verslun og flutningi og tækifæri til afþreyingar. Til þess að vernda þessi gæði þarf breiðan sjónarhól. Stefnumörkun fyrir vatns- og hafsvæði þarf að samþætta við stefnumörkun fyrir aðlögun að loftslagsbreytingum og líffræðilegan fjölbreytileika. Einnig þarf að samþætta hana við stefnumörkun hinna ýmsu tengdu atvinnugeira, svo sem landbúnaðar, ferðaþjónustu, orku og flutninga.
Ferskvatnsauðlindir Evrópu eru undir síauknu álagi og strand- og hafsvæði hennar hafa breyst verulega af áralangri athafnasemi mannkynsins. Þetta hefur valdið umhverfisbreytingum á strand- og haf-vistkerfum, svo sem vatnsmengun og ofauðgun, tap á líffræðilegum fjölbreytileika, rýrnun landslagsins og eyðingu strandsvæða.
Álag eins og landnotkun, vatnstaka og loftslagsbreytingar geta breytt náttúrulegu flæði vatnasviða. Þar að auki, er vatnsnotkun á sumum svæðum meiri en tiltækileiki vatns, sem leiðir til álags á grunnvatnsstöðu. Við verðum að bæta hvernig við notum og stjórnum sjávar og ferskvatnsauðlindum okkar ef við ætlum að halda áfram að njóta lífsnauðsynlegs ávinnings af vatnsvistkerfunum.
Verndun vatns- og hafsauðlinda — og að tryggja vistfræðileg gæði þeirra — er einn af hornsteinum umhverfismálastefnu ESB. Rammatilskipun um vatn, sem var innleidd 2000, og Haftilskipunin frá 2008 eru rammi utan um stjórnun heilla vatnsvistkerfa. Markmið þeirra er að ná góðri stöðu í umhverfismálum fyrir ferskvatns- og sjávarauðlindir með vistkerfisgrundaðri, eða heildarkerfis, nálgun.
Vötn Evrópu eru mun hreinni en þau voru fyrir 25 árum síðan, þökk sé fjárfestingu í skólphreinsunarkerfum til að draga úr mengun frá skólphreinsibúnaði í þéttbýli. Engu að síður, var markmiði Rammatilskipunar um vatn fyrir 2015 aðeins mætt í 53% af vatnasviðum Evrópu. Afgangurinn er enn í slæmu vistfræðilegu ástandi (Grunnstjórnun áa og fljóta skýrsla fyrir 2012).
Þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í skólphreinsun, minni ofveiði, og auknu umfangi verndaðra hafsvæði verður erfitt að ná markmiðum Rammatilskipunar um vatn fyrir 2020 um góða stöðu í umhverfismálum strand- og hafsvæða.
Verndun evrópskra vatns- og hafssvæða, auðlinda og vistkerfa frá mengun, of mikilli vatnstöku og byggingarlegum breytingum þarfnast samræmda aðgerða á vettvangi ESB.
Rammatilskipun um vatn setur ramma utan um vatnsvernd og -stjórnun í ESB. Árið 2010 gáfu aðildarríki ESB út 160 stjórnunaráætlanir fyrir vatnasvið fyrir tímabilið 2009-2015, sem miðuðu að því að vernda og bæta vatnsumhverfið. Önnur samstæða stjórnunaráætlana sem ná yfir tímabilið 2016-2021 er nú í gildi.
2012 gaf Framkvæmdastjórn ESB út Áætlun fyrir verndun evrópskra vatnsauðlinda (COM(2012)673). Hún einblínir á stefnumótandi aðgerðir sem munu lagfæra hvernig núverandi vatnslöggjöf er notuð í reynd og á samþættingu vatnsstefnumótunarmarkmiða við aðra stefnumótun. Áætlunin byggir á vatnsstefnumörkun sem tengist skilvirkni vatnsauðlinda og sjálfbærri vatnsstjórnun í sama tímaramma og 2020 áætlun ESB fram til 2050.
Auk Rammatilskipunarinnar um vatn, eru fjórar vatnstilskipanir, til að tryggja góða stöðu vatna í Evrópu:
Flóðatilskipunin (2007/60/EC), sem hvetur til þróunar stjórnunaráætlana vegna flóðahættu, styður einnig markmið Rammatilskipunar um vatn.
Haftilskipunin, sem studd er af Rammatilskipun um vatn, og tilskipunin um kjörlenda og fugla eru samþætt, vistkerfisgrundvalluð viðbrögð sem miðaa að því að ná góðri stöðu í umhverfismálum fyrir marga tilgreinda umhverfisþætti.
Eins og sett er fram í Haftilskipuninni, voru þrjú mikilvæg skref tekin í innleiðingu hennar árið 2012: (1) Aðildarríki sendu inn skýrslur um upphafsmat á núverandi stöðu í umhverfismálum hafsvæða sinna (Grein 8 MSFD); (2) Aðildarríki ákvörðuðu hvað góð staða í umhverfismálum þýðir fyrir hafið á viðkomandi hafsvæðum og undirsvæðum (Grein 9 MSFD); og (3) Aðildarríki einangruðu umhverfismálamarkmið og tengda vísa til að leiðbeina framvindu þeirra í átt að því að ná góðri umhverfisstöðu fyrir 2020 (Grein 10 MSFD).
Aðrar mikilvægar stefnur ESB sem mynda heildstæða nálgun við málefni hafsvæða með bætta samræmingu á milli mismunandi stefnusvæða eru Samþætt stefna í málefnum hafsins,Áætlun um samþætta stjórnun hafsins, Sjávarskipulagstilskipunin (2014/89/EU) og Sameiginleg sjávarútvegsstefna.
Evrópsk vatns- og hafsvæði eru ekki aðeins málefni ESB. Áratugum saman hefur verið sterkt svæðisbundið og alþjóðlegt samstarfs á vegum eftirfarandi samtaka og sáttmála:
Net Umhverfisstofnunar Evrópu(Eionet) er einnig góður grunnur fyrir að koma á samstilltri stefnu og framkvæmdaramma á meðal aðildarríkja umhverfisstofnarinnar sem standa utan ESB og nágrannaríkja.
Verkefni umhverfiststofnunarinnar er að gefa tímanlegar, miðaðar, viðeigandi og áreiðanlegar upplýsingar um vatns- og hafsmálefni. Þetta er stutt af Evrópu miðstöð innsævis-, strand- og hafsvæða (ETC/ICM).
Umhvervisstofnunin styður innleiðingu og mat á núverandi og komandi vatns- og hafsstefnum ESB. Það stuðlar að yfirgripsmiklum þekkingargrunni sem tekur á verndun, þanþoli og endurheimtum evrópskra vatns- og sjávarvistkerfa. Þetta gefur traustan grunn fyrir stefnumörkun og tekur á sig mynd skýrslna, gagna, vísa og mata, sem allt er tiltækt á vefsíðu og netupplýsingaveitu EES (WISE-Freshwater, WISE-Marine).
Vatnsupplýsingakerfi fyrir Evrópu (WISE) er samstarf á milli Framkvæmdastjórnar ESB (Stjórnarsvið umhverfismála, Sameiginleg rannsóknarmiðstöð og Hagstofa Evrópusambandsins) og EES. WISE er yfirgripsmikil gátt að þekkingu um ferskvatn. Vatnsupplýsingamiðstöðin, mikilvægur hluti af WISE, gefur hagsmunaaðilum gögn og aðrar upplýsingar sem safnað er af ESB-stofnunum. WISE skoðarar og gagnvirk kort gefur aðgang að víðu sviði upplýsinga sem eru sýndar í landfræðilegu samhengi.
WISE-Marine er í þróun sem veflæg gátt fyrir deilingu upplýsinga um sjávarumhverfi á ESB vettvangi. Áhersla hennar á stöðu sjávarumhverfisins á evrópskum skala bætir upp svipaða umfjöllun á svæðis- og landsbundnu stigi, svo sem svæðisbundnar sjávarráðstefnur og sjávarupplýsingakerfi aðildarríkjanna. WISE-Marine mun gefa gögn og upplýsingar í samræmi við venjulega staðla og hún mun stuðla að betri ákvarðanatöku um verndun og sjálfbæra notkun sjávarumhverfisins.
Til viðbótar við skýrslur umhverfisstofnunarinnar um stöðu umhverfisins sem eru gefnar út á fimm ára fresti, gefur hún líka út röð skýrslna til að leggja mat á stöðu vatns- og hafssvæða Evrópu: Staða evrópskra hafsvæða (2015), Gæði evrópsks vatns til baða (2016, 2017), Fiskmeti í Evrópu (2016), Ár og vötn í evrópskum borgum (2016), Evrópskar vatnsstefnur og lýðheilsa (2016), Umhverfi norðurslóða (2017) og samantekt um verðlagningu vatns (2017).
Skýrslur umhverfisstofnunarinnar taka á mikilvægum hliðum vatnamála við stefnumörkun svo sem auðlindaskilvirkni og efnahagslegum þáttum, vist- og efnafræðilegri stöðu, vatnaformfræði (eða efnisleg einkenni vatnshlota), varnarleysi og líffræðilegan fjölbreytileika.
Evrópumiðstöð innsævis-, strand- og hafsvæða gefur líka út opinberar skýrslur sem hægt er að fá aðgang að á vefsíðu hennar.
EES mun halda áfram að gefa upplýsingar og möt, með aukinni áherslu á vistkerfisgrundaða nálgun og sjálfbæra vatnsstjórnun og notkun á hafsvæðum Evrópu. WISE mun halda áfram að hýsa þekkingargrunninn sem er nauðsynlegur til að vakta framvindu Evrópu á leið sinni til góðrar stöðu í umhverfismálum fyrir ferskvatns- og sjávarumhverfi.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/water/intro or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 04:51 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum