næsta
fyrri
atriði

Press Release

Umhverfi Evrópu 2015: Hagsæld framtíðarinnar byggir á djörfum aðgerðum á sviði stefnumála, þekkingar, fjárfestingar og nýsköpunar

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 25 Feb 2015 Síðast breytt 17 Feb 2017
Photo: © EEA, Keith Arkins, Alexander Goranov
Evrópustefnur á sviði umhverfis- og loftslagsmála hafa haft í för með sér umtalsverðan ávinning og bætt umhverfi og lífskjör á sama tíma og þeir hafa stuðlað að nýsköpun, atvinnusköpun og hagvexti. Þrátt fyrir þessar framfarir stendur Evrópa enn frammi fyrir ýmis konar viðvarandi og vaxandi umhverfisvandamálum. Lausnir þeirra krefjast grundvallarbreytinga á þeim framleiðslukerfum og neysluháttum sem eru rót umhverfisvandamála.

Greiningar okkar sýna að Evrópustefnur hafa leyst með góðum árangri mörg umhverfisvandamál á umliðnum árum. En þær sýna okkur líka að við höldum áfram að skaða náttúrukerfin sem standa undir hagsæld okkar.

Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA

Þetta eru nokkur af helstu skilaboðum mats Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (The European environment – state and outlook 2015’ (SOER 2015), en það er framkvæmt á fimm ára fresti og kemur út í dag. SOER 2015 er samþætt mat á umhverfi Evrópu. Það inniheldur einnig alþjóðlegt, svæðis- og landsbundið mat og upplýsingar svo og samanburð á milli landa. 

Stefnur ESB hafa fært okkur mikils háttar ávinning

Í dag búa Evrópubúar við hreinna loft og vatn, minni úrgangur endar í landfyllingum og jarðgæði eru endurunnin í auknum mæli.  Hins vegar er Evrópa langt því frá að ná markmiðum góðrar búsetu innan takmarkana plánetunnar fyrir árið 2050 eins og lagt er til í 7. aðgerðaráætluninni í umhverfismálum. Þó að við notum náttúruauðlindir með betri hætti en áður eyðum við enn auðlindagrunninum sem við treystum á í Evrópu og um allan heim.  Okkur stendur enn mikil ógn af vandamálum eins og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og loftslagsbreytingum.

Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA, sagði:Greiningar okkar sýna að Evrópustefnur hafa leyst með góðum árangri mörg umhverfisvandamál á umliðnum árum.En þær sýna okkur líka að við höldum áfram að skaða náttúrukerfin sem standa undir hagsæld okkar.Þó að það sé gríðarleg áskorun að lifa innan takmarkana plánetunnar okkar þá er ávinningurinn við að gera slíkt gríðarlegur. Með því að nota getu Evrópu til nýsköpunar að fullu gætum við sannarlega öðlast sjálfbærni og komist í fremstu víglínu vísinda og tækni, skapað nýjar iðngreinar og heilbrigðara samfélag.

SOER 2015 undirstrikar þörfina á metnaðarfyllri stefnumörkun til þess að uppfylla sýn Evrópu 2050.  Þar er líka lögð áhersla á nýja nálgun sem bregst við kerfisbundnu eðli margra umhverfisvandamála.  Til að mynda getur ytri þrýstingur, þar á meðal alþjóðleg meginþróun, unnið gegn ákveðnum stefnum og staðbundnu starfi á sviði umhverfisstjórnunar.  Auk þess tengjast mörg umhverfisvandamál framleiðslu- og neyslukerfum með nánum hætti en þau standa undir störfum og lífsafkomu og breytingar á kerfunum leiða af sér ýmis konar kostnað og ávinning.  Auk þess sem úrbætur á skilvirkni verða oft að engu vegna aukinnar neyslu.

Skýrslan kemst að þeirri niðurstöðu að þótt full framkvæmd á núverandi stefnum sé mjög mikilvæg, séu hvorki þær umhverfisstefnur, sem þegar eru til staðar, né efnahagslegar og tæknidrifnar úrbætur á skilvirkni, fullnægjandi til þess að uppfylla sýn Evrópu 2050. 

Nauðsynlegt að breyta helstu kerfum

Lausnin á þessum flóknu vandamálum, sem Evrópa stendur frammi fyrir, krefst metnaðarfyllri stefnumörkunar ásamt betri þekkingu og snjallari fjárfestingum sem beint er að því að breyta í grundvallaratriðum helstu kerfum líkt og fæðu-, orku, húsnæðis, flutninga-, fjármála, heilbrigðis- og menntakerfum. Það krefst stefnumótunar og nálgana sem miðast að því að draga úr þrýstingi og forðast hugsanlegan skaða, endurheimta vistkerfi, laga félagshagfræðilegan ójöfnuð og aðlagast hnattrænni þróun, eins og loftslagsbreytingum og gjörnýtingu auðlinda. 

Dr. Bruyninckx hélt áfram:Við höfum 35 ár til þess að tryggja að við búum á sjálfbærri plánetu árið 2050. Það kann að virðast langt í framtíðinni, en til þess að ná markmiðum okkar þurfum við að bregðast við núna. Aðgerðir okkar og fjárfestingar þurfa að vera enn metnaðarfyllri og samfelldari. Margar af þeim ákvörðunum, sem teknar eru í dag, ráða úrslitum um hvernig líf okkar verður árið 2050.

Evrópskt umhverfi SOER 2015: Valdar staðreyndir og straumar

Náttúrulegt kapítal

  • Stefnur ESB hafa dregið úr mengun og bætt með umtalsverðum hætti gæði lofts og vatns í Evrópu. Hins vegar ógnar áframhaldandi hnignun vistkerfisins efnahagslegri framleiðslu og velferð í Evrópu.
  • Áfram er grafið undan líffræðilegri fjölbreytni.  Sextíu prósent friðlýstra tegunda sem voru metnar og 77% gerða búsvæða sem voru metiner talin óhagstæðri stöðu út frá verndarsjónarmiðum.   Evrópa er ekki á réttri braut til þess að uppfylla 2020 markmiðin um stöðvun á því að líffræðilegur fjölbreytileiki tapist.
  • Ferskvatnsgæði hafa batnað á síðastliðnum árum en hins vegar eru um helmingur ferskvatnasvæða Evrópu talin ólíkleg til þess að verða í góðu vistfræðilegu ástandi árið 2015.
  • Sérstaklega ætti að hafa áhyggjur af líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og á strandsvæðum. Vandamálin eru, meðal annars, skaði á hafsbotni, mengun, ágengar framandi tegundir og súrnun.  Ofveiði hefur minnkað í Atlantshafi og Eystrasalti en Miðjarðarhafið sýnir okkur neikvæðari mynd þar sem 91% fiskistofna, sem mat var lagt á, voru ofveiddir árið 2014.
  • Minna en 6% af ræktuðu landi Evrópu var notað fyrir lífrænan landbúnað árið 2012 og var mikill munur á milli landa.
  • Horft fram á veginn er því spáð að áhrif loftslagsbreytinga muni auka þrýsting og áhrif og gert er ráð fyrir því að undirliggjandi drifkraftar sem valda tapi á líffræðilegum fjölbreytileika  séu komnir til að vera.

Auðlindaskilvirkni

  • Auðlindaneysla heimila var 16.7 tonn á einstakling árið 2007 og minnkaði í 13,7 tonn árið 2012, að hluta til vegna hruns á byggingariðnaðinum í nokkrum löndum. 
  • Úrgangsstjórnun hefur batnað á síðustu árum því minni úrgangur fellur til og minni úrgangur er sendur í landfyllingar.  Endurvinnsluhlutfall jókst í 21 landi á milli áranna 2004 og 2012 á meðan landfyllingarhlutfall minnkaði í 27 af 31 landi (sem gögn eru til um). EEA löndin voru með endurvinnsluhlutfallið 29% að meðaltali árið 2012 í samanburði við 22% árið 2004.
  • Losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað um 19% frá árinu 1990 þrátt fyrir 45% aukningu í efnahagslegri framleiðslu.  Notkun á jarðefnaeldsneyti hefur minnkað og sama á við losun nokkurra mengunarvalda frá flutningum og iðnaði.
  • Efnahagskreppan árið 2008 og efnahagserfiðleikarnir í kjölfar hennar hafa einnig stuðlað að minnkun á þrýstingi á umhverfið að nokkru leyti.  Enn á eftir að koma í ljós hvort úrbæturnar séu varanlegar.
  • Gildandi stefnur eru ekki fullnægjandi til þess að Evrópa uppfylli umhverfismarkmið sín til langs tíma eins og þau að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80-95%.

Heilbrigði og vellíðan

  • Umhverfisstefnur hafa leitt til úrbóta á gæðum drykkjar- og baðvatns og hafa dregið úr neikvæðum áhrifum vegna nokkurra mikilvægra og hættulegra mengunarvalda.
  • Loft- og hljóðmengun heldur áfram að valda alvarlegum heilsufarsvandamálum á þéttbýlum svæðum. Árið 2011 mátti rekja um 430 000 ótímabær dauðsföll í ESB til svifryks á sama tíma og hávaðamengun stuðlar að minnsta kosti að 10 000 ótímabærum dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á hverju ári.
  • Vaxandi notkun kemískra efna, einkum í neysluvörum, hefur verið tengd við sýnilega aukningu á innkirtlasjúkdómum og kvillum meðal manna.
  • Ekki er gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar umbætur í loftgæðamálum verði fullnægjandi til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi skaða auk þess sem gert er ráð fyrir því að áhrif af völdum loftslagsbreytinga fari versnandi.
  • Umhverfisiðnaðurinn óx um meira en 50% á milli áranna 2000 til 2011 og er einn fárra geira sem hefur blómstrað hvað varðar tekjur og störf frá fjármálakreppunni árið 2008.

Athugasemdir til ritstjóra

Um Evrópsku umhverfisstofnunina

Evrópska Umhverfistofnunin er stofnun innan Evrópusambandsins. Hún miðar að því að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning. Henni til halds og trausts er Evrópska umhverfis- og upplýsinganetið (Eionet), samstarfsnet 39 Evrópulanda.

UM SOER 2015

Evrópskt umhverfi - staða og horfur 2015samanstendur af tveimur skýrslum og 87 samantektum á Netinu.  Þær samanstanda afSamrunaskýrslunniog skýrslunniMat á alþjóðlegri meginþróunásamt 11 alþjóðlegum samantektum um meginþróun, 25 evrópskum samantektum, níu samanburðarsamantektum á milli landa, 39 landasamantektum (á grundvelli innlendra skýrsla um stöðu umhverfisins) og þriggja svæðisbundnum samantektum.

SOER 2015:

  • Veitir ítarlegt, samþætt mat á stöðu, þróun og horfum umhverfisins í Evrópu í alþjóðlegu samhengi. 
  • Upplýsir um innleiðingu evrópskrar umhverfisstefnu milli 2015 og 2020.
  • Greinir tækifæri til þess að gera breytingar á núverandi stefnum (og þekkingunni, sem notuð er stefnunum til grundvallar) til þess að ná markmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2050 um góða búsetu innan takmarkana plánetunnar.
  • Hún er gerð í sameiningu og nánu samstarfi við Eionet ásamt þjónustustofnanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.  Auk þess hafa fjölmargar alþjóðlegar stofnanir komið að málum við rýningu matsins.

 

Samskiptaupplýsingar

Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:

Fr. Iben Stanhardt

Hr. Arthur Girling

+45 33 36 7168

iben.stanhardt@eea.europa.eu       

+45 33 36 7109

arthur.girling@eea.europa.eu

Permalinks

Geographic coverage