All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Landbúnaðarland gegnir mikilvægu hlutverki í landnotkunarmynstri í ESB. Beitiland og ræktað land eru saman 39% af landþekju Evrópu (EEA, 2017a). Landbúnaðargeirinn er stórnotandi náttúruauðlinda og er í flóknu sambandi við umhverfið (OECD, 2017). Eftirfarandi gögn endurspegla frammistöðu og áhrif landbúnaðargeirans í ESB:
Tvær helstu áskoranir sem landbúnaður í Evrópu stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar (EEA, 2017c) og landtaka, þ.e. breyting lands vegna til dæmis íbúðarbyggðar og bygginga innviða (EEA, 2017a). Loftslagsbreytingar krefjast aðlögunar á fjölbreytni nytjaplantna og valda öfgum í veðurfari (fyrir frekari upplýsingar um loftslagsaðlaganir, sjá rannsóknir EEA á þessu sviði eða Climate-ADAPT verkvanginn) og krefst þess vegna víðtækrar áhættustjórnunar. Landtaka leiðir til minnkunar á landbúnaðarlandi á mörgum svæðum.
Þrátt fyrir að þróun landbúnaðargeirans ráðist af mörgum þáttum og svæðisbundnum frávikum í geiranum er hægt að sjá út lykil leitni á Evrópuvísu. Hlutfall landbúnaðarlands af heildarlandi er að minnka og landtaka hefur áhrif á geirann, þ.e. umbreyting í land til annarra nota. Óháð þessu er fjöldi býla að minnka og meðalstærð bíla eykst.
Allir þrír þættirnir - landtaka, styrking og stækkun - leiðir til taps á landbúnaðarlandi með miklu náttúrugildi og samdráttar í stofnum landbúnaðarsvæðis fugla.
Á nýliðnum árum hefur landbúnaðargeirinn orðið fyrir síauknum áhrifum af öfgakenndu veðri. Hagl, mikil rigning, flóð og þurrkar, sem stafa af loftslagsbreytingum hafa leitt til samdráttar í uppsprettu (EEA, 2017c).
Þróun landbúnaðargeirans er undir sterkum áhrifum frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) (sjá Köster, 2010). Allt frá upphafi hennar um miðja 20. öld hefur landbúnaðarstefna ESB haft sterka efnahagslega vídd. Engu að síður hefur á síðustu 50 árum orðið tilfærsla á gerð niðurgreiðslna og færsla frá stefnu sem tengist fyrst og fremst geirum í heildstæðari landsbyggðarþróunarstefnu með byggingar og umhverfisvæns landbúnaðar ráðstöfunum. Núna býr CAP yfir tveimur grunnstoðum: Stoð 1 nær yfir beingreiðslur til bænda og markaðsinngrip, og stoð 2 sem nær yfir stuðning við landsbyggðaþróunarverkefni.
Á tímabilinu 2010-2014 var meðalhlutfall niðurgreiðslna frá ESB í innkomustuðli landbúnaðarins[1] meira en 35% og af því voru beingreiðslur til bænda 28%. Þessar tölur voru frá meira en 90% (heildar niðurgreiðslur) og um 45% (beingreiðslur) í Slóvakíu til um 15% og 12% í Hollandi (EPRS, 2017). Lagaleg tillaga Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir CAP eftir 2020 var birt í júní 2018. Hún sækist eftir frammistöðumiðaðri stefnumörkun þar sem tekið er tillit til umhverfis- og loftslagsmarkmiða.
Landbúnaðarframleiðsla er einnig innrömmuð af öðrum alþjóðlegum stefnum, t.d. nítrattilskipuninni og vatnarammatilskipuninni sem eru þegar til staðar í uppbyggingu CAP. Ennfremur hafa orku- og loftslagsstefnur einnig drifið áfram aukningu í orkuplöntuframleiðslu síðasta áratuginn (OECD/FAO, 2017).
Geirinn gegnir líka mikilvægu hlutverki við að ná fram markmiðum í áætlun ESB um líffræðilega fjölbreytni og markmiðum SÞ um sjálfbæra þróun (SDG).
EEA vinnur með öðrum ESB-stofnunum, til dæmis við samantekt á sameiginlegum umhverfis-landbúnaðar vísum (AEI). Gögn EEA eru notuð við vöktun og mat á CAP, t.d. sem inntak fyrir samantekt á vissum svokölluðum samhengisvísum. Með þátttöku í Copernicus landvöktunarþjónustunni, kannar EEA tækifæri til að auka notkun á Copernicus gögnum fyrir umhverfis-landbúnaðar möt. Einnig er reynt að uppfylla þarfir landbúnaðargeirans á jarðfjarkönnunargögnum og -vörum, t.d. fyrir beitingu nákvæmnis landbúnaðartækni.
Fyrir utan nána samvinnu með öðrum ESB-stofnunum, vinnur EEA með öðrum landsmiðstöðvum á sviði umhverfis- og landbúnaðar. Þessar miðstöðvar eru sjálfsagður hluti af evrópsku upplýsinga- og eftirlitsnet á sviði umhverfismála EEA (Eionet), sem 39 EEA lönd eru með fulltrúa í. Samvirkni við vinnu annarra alþjóðlegra stofnanna svo sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), á sér stað. EEA vinnur einnig með vísindasamfélaginu og sérfræðinganefndum, t.d. með verkefnisteymum með stuðningi Horizon2020 áætlunarinnar.
Nýleg EEA skýrsla „Matur í grænu ljósi“ ræðir matarframleiðslu og neyslu, með matvælakerfanálgun.
[1] Innkomustuðull landbúnaðarins mælir innkomu allra framleiðsluþátta (lands, fjármagns, vinnu) burtséð frá því hvort þau eru í eigu eignarinnar eða ekki. Hann stendur fyrir heildarverðmæti landbúnaðareignar sem notuð er við framleiðslu og er skilgreind sem verðmæti framleiðslu að frádregnum breytilegum kostnaði, fyrningu og skatta á framleiðslu, plús niðurgreiðslur á framleiðslu. (Byggt á DG AGRI, 2017)
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/agriculture/intro or scan the QR code.
PDF generated on 22 Dec 2024, 08:43 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum