All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Hitabylgjur og öfgar í veðri síðasta sumar hafa enn og aftur slegið ný met í Evrópu og ýta undir mikilvægi aðlögunar að loftslagsbreytingum. Við settumst niður með Blaz Kurnik, sérfræðingi í áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim hjá Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) til að ræða nýja skýrslu EEA um hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á landbúnað í Evrópu en skýrslan kom út fyrr í þessum mánuði.
Ursula von der Leyen, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sett fram pólitísk forgangsverkefni samstarfshóps hennar næstu fimm ár. Grænt samkomulag í Evrópu, þar sem útlistaðar eru metnaðarfyllri aðgerðir til að takast á við hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika, er kjarninn í áætlun hennar. Evrópsk stefna hefur lengi tekist á við hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar þar sem sumt hefur tekist vel en annað ekki. Með vaxandi ákalli almennings um aðgerðir, býður þetta nýja stefnutímabil — með nýju framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Evrópuþingi — upp á einstakt tækifæri til að hraða grænni og sanngjarnri breytingu í Evrópu.
Framleiðsla á nægjanlegum matvælum fyrir íbúa Evrópu byggist á þaulræktun sem hefur áhrif á umhverfið og heilsu okkar. Geta Evrópubúar fundið fleiri umhverfisvænar leiðir til að framleiða matvæli? Við spurðum Ybele Hoogeveen þessarar spurningar sem leiðir hóp hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem kannar áhrif auðlindanýtingar á umhverfið og vellíðan manna.
Við þurfum mat og við þurfum hreint ferskvatn til að framleiða matinn okkar. Með vaxandi eftirspurn vegna starfsemi manna annars vegar og loftslagsbreytingum hins vegar á fólk, sérstaklega á suðlægum slóðum, í vaxandi erfiðleikum með að finna nóg ferskvatn til að uppfylla þarfir sínar. Hvernig getum við haldið áfram að rækta mat án þess að taka of mikið hreint vatn frá náttúrunni? Betri nýting vatns í landbúnaði myndi sannarlega hjálpa til.
Landbúnaður leggur þungar og vaxandi byrðar á vatnsauðlindir Evrópu, ógnar vistkerfum og vatnsskortur vofir yfir. Til þess að ná fram sjálfbærri vatnsnotkun þarf að gefa bændum hvatningu í formi rétts verðs, ráðgjafar og aðstoðar.
Hefur þú gaman af garðyrkjustörfum? Ef svo er og þú átt heima í Mið- eða Norður-Evrópu er líklegt að 'spanski snigillinn' sé einn af verstu óvinum þínum. Snigillinn eirir hvorki grösum né grænmeti og ekkert virðist bíta á hann.
Svokallað lífeldsneyti (bioenergy) er ekki nýtt fyrirbrigði. Árþúsundum saman hafa menn brennt viði. Í iðnbyltingunni um miðja 18. öld hófu menn að hagnýta svokallað 'jarðefnaeldsneyti', fyrst kol, en síðar var einnig farið að brenna olíu. Nú er hinsvegar svo komið að minna er af jarðefnaeldsneyti í náttúrunni, dýrara að vinna það og sem stendur er þetta mikið pólitískt hitamál.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/agriculture/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 06:10 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum