næsta
fyrri
atriði

Article

Að ná fram sjálfbærni: ný stefna í Evrópu býður upp á einstakt tækifæri

Breyta tungumáli
Article Útgefið 20 Sep 2019 Síðast breytt 11 May 2021
4 min read
Photo: © Arif Miletli, Sustainably Yours/EEA
Ursula von der Leyen, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sett fram pólitísk forgangsverkefni samstarfshóps hennar næstu fimm ár. Grænt samkomulag í Evrópu, þar sem útlistaðar eru metnaðarfyllri aðgerðir til að takast á við hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika, er kjarninn í áætlun hennar. Evrópsk stefna hefur lengi tekist á við hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingar þar sem sumt hefur tekist vel en annað ekki. Með vaxandi ákalli almennings um aðgerðir, býður þetta nýja stefnutímabil — með nýju framkvæmdaráði Evrópusambandsins og Evrópuþingi — upp á einstakt tækifæri til að hraða grænni og sanngjarnri breytingu í Evrópu.

Hættuástand sem snertir loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika kallar á brýnar aðgerðir

Samanborið við aðra heimshluta, er Evrópa með rótgróinn lagaramma með langtíma stefnumarkmið og áreiðanleg gögn yfir mikinn fjölda efnisatriða, allt frá losun á gróðurhúsalofttegundum til loftgæða og úrgangs sveitarfélaga. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) starfar innan þessa stefnu- og þekkingarramma. Valdsvið og tengslanet gera okkur kleift að vera með víðfemt landfræðilegt gildissvið, samþætta og þematengja greiningar og taka þátt í umræðum bæði á vettvangi Evrópu og vettvangi landa.

Mat okkar erað það miði áfram á sumum sviðum en á öðrum sviðum valdi þróun áhyggjum (skoða Skyndimynd frá EEA til að sjá helstu atriði). Þegar kemur að því að minnka loftslagsbreytingar, hefur aðildarríkjum Evrópusambandsins tekist að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og ná skammtíma markmiðum. Hinsvegar krefjast langtíma markmið þess að dregið sé meira úr losun og að það verði gert með hraðari hætti.

Hvernig getum við hraðað losunarskerðingum og náð loftslagshlutleysi? Sérstaklega þegar sumir atvinnugeirar, eins og samgöngur, eiga í erfiðleikum með að ná fram nokkurri skerðingu, aðallega sökum aukinnar eftirspurnar? Loftslagsbreytingar eruog munu í auknum mæli hafa áhrif á Evrópu. Erum við að gera nægar ráðstafanir til að aðlagast og undirbúa okkur?

Hnignun umhverfisins, þar með talið tap á líffræðilegri fjölbreytni, heldur áfram þrátt fyrir aukna viðleitni okkar. Langtímahorfur eru jafnvel enn verri. Neyslu- og framleiðslukerfi halda áfram að setja ósjálfbært álag á vistkerfi á landi og í sjó í Evrópu sem og á heimsvísu. Ein af afurðum þessara kerfa — mengun — er annað varanlegt vandamál. Mismunandi mengunarefni eru losuð og safnast upp í andrúmsloftinu, sjó og landi, með mögulega umtalsverðum áhrifum á vistkerfi og heilbrigði manna. Þrátt fyrir markverðar umbætur á gæðum andrúmsloftsins í Evrópu á síðustu áratugum, er áætlað að loftmengun ein og sér valdi meira en 400.000 ótímabærum dauðsföllum á hverju ári í Evrópu. Ennfremur eru sumir hópar berskjaldaðri gagnvart skaða vegna slíkra umhverfis- og loftslagsáhrifa heldur en aðrir.

Samt er Evrópa líklega með ítarlegustu umhverfislöggjöf í heiminum. Hvað meira þurfum við að gera til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika, bæta loftgæði enn frekar og koma í veg fyrir slæm áhrif á heilbrigði manna?

Evrópubúar eru tilbúnir að setja meiri metnað í þessi mál

Almenningur í Evrópu krefst aðgerða varðandi loftslagsbreytingar og sjálfbærni. Þúsundir námsmanna fara í kröfugöngur víðsvegar um Evrópu, ásamt foreldrum sínum og öfum og ömmum. Í ljósi þessa fordæmalausa stuðnings almennings og umfangs verkefnanna framundan,  kemur ekki á óvart að þessi mál verða kjarninn í markmiðum evrópskrar stefnu á næstu mánuðum og árum. Samsetning nýja Evrópuþingsins endurspeglar þessar kröfur almennings og sama gerir áætlun Von der Leyen Samband sem stefnir lengra. Í henni eru útlistuð pólitísk forgangsverkefni næstu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Fyrsta yfirlýsta markmiðið – Grænt samkomulag í Evrópu – felur í sér fjölmörg forgangsverkefni, sem eru með beinum og nánum hætti tengd vinnu og þekkingu Umhverfisstofnunar Evrópu.

Í gegnum árin hafa möt EEA dregið athyglina að vandamálum sem snerta lykilsamfélagskerfi eins og samgöngukerfi, orkukerfi og, nú upp á síðkastið, matvælakerfi. Evrópsk stefna hefur einnig endurspeglað þessa nálgun í lagapökkum, þar með talið umloftslag og orku. Við höfum einnig lagt áherslu á þörfina fyrir breytingu í átt að sjálfbærni og hlutverk stefnumörkunar í að greiða fyrir þessum breytingum, sem er einnig undirstrikað í áætlun von der Leyen.

Lykilspurningarnar sem standa eftir: Hvernig getum við öll saman látið fyrirsagnir í stefnu verða að veruleika á vettvangi Evrópu, vettvangi landa eða jafnvel á vettvangi borga? Hvernig komum við Græna samkomulaginu í Evrópu í framkvæmd?

 Það felur vissulega í sér allherjar endurhugsun og endurhönnun á lykilkerfum — hvernig við komum okkur á milli staða, framleiðum og notum orku, framleiðum og neytum matar... En viðfangsefnin sem við þurfum að takast á við í samgöngu- og orkukerfum eru ekki þau sömu og í matvælakerfinu. Undanfarin ár hefur endurnýjanleg orka orðið lykilþáttur í orkukerfinu, enda þótt vegasamgöngur byggist enn á bílum í einkaeign. Í þekkingargrunni EEA er lögð áhersla á möguleg inngripsatriði sem skipta máli fyrir hvert kerfi.

Mikilvægi og umfang þeirra viðfangsefna sem framundan eru þýðir að við getum ekki lengur frestað að takast á við erfið vandamál. Það hefur þegar verið gripið til auðveldu leiðanna. Hvernig getum við framleitt matvæli án þess að skaða umhverfið og stutt við samfélög í dreifbýli? Hvernig getum við náð fram sanngjarnri breytingu og tryggt að samfélög verði ekki skilin eftir? Hvernig getum við beint opinberum fjármunum og einkafjármunum frá starfsemi sem veldur hnignun umhverfisins og loftslagsbreytingum í átt að því sem hlúir að sjálfbærni?

Evrópa er full af góðum dæmum um nýstárlegar hugmyndir og stefnur. Það er kominn tími til að skala upp og vinna hraðar. Stuðningur almennings hefur aldrei verið meiri, við erum á einstökum tímapunkti og við getum gripið til þeirra afgerandi aðgerða sem þarf til að beina Evrópu í átt að sjálfbærni. Til að greiða fyrir þessari breytingu, mun Umhverfisstofnun Evrópu halda áfram að aðstoða stefnumótendur og almenning með því að bjóða upp á bestu tiltæku þekkinguna um núverandi og nýtilkomin vandamál.

 

Hans Bruyninckx

Framkvæmdastjóri EEA

Ritstjórnargrein sem birtist í septemberútgáfu Fréttablaðs EEA 2019 03/2019

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage