All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Hafsvæði okkar og sjávarvistkerfi þjást vegna áralangrar ofnýtingar og vanrækslu.
Hans Bruynickx, framkvæmdastjóri EEA
Núverandi ástand hafsvæða Evrópu er almennt slæmt samkvæmt skýrslu EEA „Sjávarskilaboð II.“. Það eru slæmar fréttir fyrir fólk það hefur áhrif á lífsgæði okkar, lífsafkomu og efnahagskerfi. Ástand hafsvæða ræður getu þeirra til að tryggja, meðal annars, súrefni, matvæli og byggilegt loftslag og tiltekin hráefni auk þess sem þau eru mikilvæg fyrir afþreyingu, tómstundir og heilbrigði okkar.
Sögulega og núverandi notkun hafsvæða — allt frá Eystrasaltinu niður til Miðjarðarhafsins — tekur sinn toll og hefur leitt til breytinga á samsetningu sjávarlífvera og búsvæða auk breytinga á efnislegri og efnafræðilegri samsetningu þeirra í heild. Loftslagsbreytingar bætast svo við þessu flóknu vandamál en þær auka annarra ógna. Sameiginleg áhrif þessara breytingu stefna nú í átt sem getur valdið óafturkræfu tjóni á vistkerfum hafsins, segir í skýrslu EEA. En þó eru merki um bata á sjávarvistkerfum á sumum svæðum vegna verulegra, oft áratugalangra, aðgerða til að draga úr tilteknum áhrifum eins og af völdum mengunarvalda, ofauðgunar og ofveiði, segir í skýrslunni.
„Hafsvæði okkar og sjávarvistkerfi þjást vegna áralangrar ofnýtingar og vanrækslu. Það getur verið að bráðlega verði ekki aftur snúið, en eins og skýrslan staðfestir er enn möguleiki á því að endurreisa sjávarvistkerfi okkar með ákveðnum og yfirgripsmiklum aðgerðum og ef við náum sjálfbæru jafnvægi á milli nýtingar og áhrif á sjávarumhverfið. Í því samhengi hefur stefna Evrópusambandsins um líffræðilegan fjölbreytileika fram til 2030 og aðrir þættir Grænu efnahagsstefnu Evrópu endurnýjað vonir um að nauðsynlegar og yfirgripsmiklar aðgerðir til verndar og endurreisingar séu á næsta leiti,“ sagði Hans Bruynickx, framkvæmdastjóri EEA.
Ólíklegt er að aðildarríki ESB nái markmiðum haftilskipunar ESB (MSFD), helstu löggjafar ESB um verndun hafsins, um „góða umhverfisstöðu“ á öllum hafsvæðum sínum fram til 2020. En þó hefur verulegum árangri verið náð frá gildistöku tilskipunarinnar. Þessar niðurstöður endurspeglast í eigin skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem farið er yfir innleiðingarstöðu tilskipunarinnar, en hún er einnig birt í dag. Skýrsla EEA er hluti af endurskoðun framkvæmdastjórnarinnar og leggur til lausnir sem geta hjálpað Evrópusambandinu við að ná markmið löggjafarinnar um hrein, heilbrigð og frjó hafsvæði, aðallega með vistkerfisbyggðri stjórnun.
Allar innsendar upplýsingar aðildarríkjanna til framkvæmdastjórnarinnar hafa nú verið gerðar opinberar í fyrsta skipti á sérstakri vefsíðu á WISE-Marine, auk gagnapakka og framsetningartóla sem bjóða upp á yfirlit yfir stöðu sjávarumhverfisins í Evrópusambandinu.
Skýrsla EEA „Hafskilaboð II“ byggir á eftirfarandi matsgerðum um sama efni:
Mengunarvaldar á hafsvæðum Evrópu - stefna í átt að hreinu sjávarumhverfi án eiturefna
Næringarauðgun og ofauðgun á hafsvæðum Evrópu - stefna í átt að heilbrigðara sjávarumhverfi
Líffræðilegur fjölbreytileiki hafsvæða í Evrópu
Margvíslegur þrýstingur og heildaráhrif hans á hafsvæði Evrópu
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/hafsvaedi-evropu-standa-frammi-fyrir or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:06 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum