næsta
fyrri
atriði

News

Hafsvæði Evrópu standa frammi fyrir óvissri framtíð ef ekki er gripið strax til yfirgripsmikilla aðgerða

Breyta tungumáli
News Útgefið 25 Jun 2020 Síðast breytt 17 Nov 2021
5 min read
Photo: © Cristian Umili, REDISCOVER Nature/EEA
Þörf er á tafarlausum aðgerðum til að koma hafsvæðum Evrópu aftur í gott lag eftir ofnýtingu á sjávarauðlindum og loftslagsbreytingar. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu um vistkerfi hafsins í Evrópu, sem gefin var út í dag, erum við að brenna inni á tíma til að snúa við áratugalangri vanrækslu og misnotkun.

Hafsvæði okkar og sjávarvistkerfi þjást vegna áralangrar ofnýtingar og vanrækslu. 

Hans Bruynickx, framkvæmdastjóri EEA

Núverandi ástand hafsvæða Evrópu er almennt slæmt samkvæmt skýrslu EEA „Sjávarskilaboð II.“. Það eru slæmar fréttir fyrir fólk það hefur áhrif á lífsgæði okkar, lífsafkomu og efnahagskerfi. Ástand hafsvæða ræður getu þeirra til að tryggja, meðal annars, súrefni, matvæli og byggilegt loftslag og tiltekin hráefni auk þess sem þau eru mikilvæg fyrir afþreyingu, tómstundir og heilbrigði okkar.

Sögulega og núverandi notkun hafsvæða — allt frá Eystrasaltinu niður til Miðjarðarhafsins — tekur sinn toll og hefur leitt til breytinga á samsetningu sjávarlífvera og búsvæða auk breytinga á efnislegri og efnafræðilegri samsetningu þeirra í heild. Loftslagsbreytingar bætast svo við þessu flóknu vandamál en þær auka annarra ógna. Sameiginleg áhrif þessara breytingu stefna nú í átt sem getur valdið óafturkræfu tjóni á vistkerfum hafsins, segir í skýrslu EEA. En þó eru merki um bata á sjávarvistkerfum á sumum svæðum vegna verulegra, oft áratugalangra, aðgerða til að draga úr tilteknum áhrifum eins og af völdum mengunarvalda, ofauðgunar og ofveiði, segir í skýrslunni.

„Hafsvæði okkar og sjávarvistkerfi þjást vegna áralangrar ofnýtingar og vanrækslu. Það getur verið að bráðlega verði ekki aftur snúið, en eins og skýrslan staðfestir er enn möguleiki á því að endurreisa sjávarvistkerfi okkar með ákveðnum og yfirgripsmiklum aðgerðum og ef við náum sjálfbæru jafnvægi á milli nýtingar og áhrif á sjávarumhverfið. Í því samhengi hefur stefna Evrópusambandsins um líffræðilegan fjölbreytileika fram til 2030 og aðrir þættir Grænu efnahagsstefnu Evrópu endurnýjað vonir um að nauðsynlegar og yfirgripsmiklar aðgerðir til verndar og endurreisingar séu á næsta leiti,“ sagði Hans Bruynickx, framkvæmdastjóri EEA.

Ólíklegt er að aðildarríki ESB nái markmiðum haftilskipunar ESB (MSFD), helstu löggjafar ESB um verndun hafsins, um „góða umhverfisstöðu“ á öllum hafsvæðum sínum fram til 2020. En þó hefur verulegum árangri verið náð frá gildistöku tilskipunarinnar. Þessar niðurstöður endurspeglast í eigin skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem farið er yfir innleiðingarstöðu tilskipunarinnar, en hún er einnig birt í dag. Skýrsla EEA er hluti af endurskoðun framkvæmdastjórnarinnar og leggur til lausnir sem geta hjálpað Evrópusambandinu við að ná markmið löggjafarinnar um hrein, heilbrigð og frjó hafsvæði, aðallega með vistkerfisbyggðri stjórnun.

Allar innsendar upplýsingar aðildarríkjanna til framkvæmdastjórnarinnar hafa nú verið gerðar opinberar í fyrsta skipti á sérstakri vefsíðu á WISE-Marine, auk gagnapakka og framsetningartóla sem bjóða upp á yfirlit yfir stöðu sjávarumhverfisins í Evrópusambandinu.

Aðrar helstu niðurstöður:

  • Sjávarhagkerfi Evrópusambandsins heldur áfram að vaxa og er gert ráð fyrir því að samkeppnin um sjávarauðlindir eins og fisk, jarðefnaeldsneyti, steinefni eða endurnýjanlega orkuframleiðslu og rými eigi eftir að aukast. Það mun setja aukalegan þrýsting á sjávarvistkerfi sem þegar eru ofnýtt. Til að koma í veg fyrir það þarf að aftengja vöxt í geiranum frá spillingu og gjörnýtingu sjávarvistkerfisins og halda honum innan marka sjálfbærrar nýtingar.
  • Þrátt fyrir Evrópu- og alþjóðlegar skuldbindingar hefur tap á líffræðilegum fjölbreytileika á hafsvæðum í Evrópu ekki verið stöðvað. Mikill fjöldi matsgerða á sjávarlífverum og búsvæðum heldur áfram að sýna „óhagstæða verndunarstöðu“. Rannsóknir benda á erfiða stöðu dýrategunda eins og sjófugla, sjávarspendýra (sela og hvala) og fiskistofna, eins og þorsks.
  • Stjórnunaraðgerðir, sem beinast að einstökum sjávardýrategundum og búsvæðum, hafa leitt til úrbóta á ástandi þeirra á sumum sjávarsvæðum Evrópusambandsins, en þessi slitrótti árangur vegur ekki upp á móti heildaráhrifum mannlegra starfa á öllum hafsvæðum í Evrópu.
  • Þar sem svæðisbundnu samstarfi hefur verið komið á með góðum árangri hefur neikvæð leitni tiltekinna áhrifa byrjað að snúast við, til dæmis staða næringarefna og mengunarvalda eða innrás utanaðkomandi dýrategunda.
  • Gagnkvæm áhrif lands og sjávar og mikilvægi strandsvæða eru mikilvægar víddir til að hafa í huga við hönnun á aðgerðum til að draga úr þrýstingi á sjávarumhverfi.
  • Breyting á hita- og súrefnisstigi sjávar og súrnun gefa til kynna að neikvæðar kerfisbundnar breytingar eigi sér stað á sjávarsvæðum Evrópusambandsins sem draga enn frekar úr viðnámi sjávarvistkerfa þar á meðal viðnámi gegn loftslagsbreytingum.Fyrri stefnur Evrópusambandsins og tiltekinna svæða hjálpa innihalda lexíur til endurreisnar á sjávarvistkerfum og ætti að notast við þær við mótun aðgerða og lausna til að skapa hrein, heilbrigð og frjó hafsvæði.
  • Með stefnufestu, auknum fjármunum, samræmingu á meðal hagsmunaaðila og samþættri stefnumörkun getur Evrópa tekið skref í átt að „góðu ástandi“ hafsvæða sinna í samræmi við núverandi stefnuramma Evrópusambandsins fram til 2030. Til að ná því markmiði verður að draga úr þrýstingi á sjávarvistkerfi. Með markmiði sínu um að vernda 30% hafsvæða Evrópu og „alvernda“ 10% kemur ný stefna Evrópusambandsins um líffræðilegan fjölbreytileika fram til 2030 á nýju skriði að draga úr slíkum þrýstingi.
  • Gott ástand hafsvæða Evrópu er lykilatriði í sjálfbæra bláa hagkerfinu og hafskipulagsmarkmiðunum eins og birtist í Grænu efnahagsstefnu Evrópu.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage