All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Koma gögnum og þekkingu til skila til að ná umhverfis- og loftslagsmarkmiðum Evrópu
Umhverfisstofnun Evrópu, EEA, leitast við að efla sjálfbæra þróun og stuðla að marktækum framförum í umhverfismálum Evrópu. Í því skyni stundar stofnunin tímanlega, markvissa, viðeigandi og trausta upplýsingamiðlun jafnt fyrir stefnumótendur sem og allan almenning.
Að bæta loftgæði í Evrópu: Umhverfisteikn 2013 leggur áherslu á loftgæði í Evrópu. Í útgáfu þessa árs er reynt að útskýra núverandi ástand loftgæða í Evrópu, hvaðan þau koma, hvernig loftmengunarefni myndast og hvernig þau hafa áhrif á heilsu og umhverfi. Það er einnig gefið yfirlit yfir það á hverju við byggjum þekkingu okkar á loftgæðum, og hvernig við tökum á loftmengun með fjölbreytilegri stefnumörkun og aðgerðum.
Umhverfisstofnun Evrópu (EE A) gefur út Umhverfisteikn á hverju ári, sem veitir yfirlit yfir málefni sem eru áhugaverð fyrir umhverfisumræðuna og sem höfða til almennings á komandi ári. Umhverfisteikn 2012 sameinar umfjöllun um umhverfismálefni eins og sjálfbærni, grænt hagkerfi, vatn, úrgang, matvæli, stjórnun og miðlun þekkingar. Tímaritið er undirbúið í samhengi við ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun – í Ríó 2012. Á þessu ári gefur Umhverfisteikn þér yfirlit yfir hvernig neytendur, framsækin fyrirtæki og stjórnmálamenn geta náð árangri með því að nota sameiginlega ný tæknileg verkfæri – allt frá fjarkönnun til umræðuvettvangs gegnum netið. Ritið stingur einnig upp á skapandi og skilvirkum lausnum til að varðveita umhverfið.
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) gefur árlega út ritið Umhverfisteikn. Þar eru birtar stuttar frásagnir um áhugaverð málefni í tengslum við umræðuna um stefnumótun í umhverfismálum. Valdar eru sögur sem varða almenning, sem innlegg í umræðuna á komandi ári.
Þetta árið fara Merki með okkur í ferðalag þar sem fylgt verður leiðum vatnsins frá jöklum Alpafjalla til sífrera Norðurskautssvæðanna, og óshólma Gangesfljóts. Við ferðumst til kunnuglegra og fjarlægra staða og lítum á það hvernig við getum endurskapað tengsl okkar við nauðsynlega þætti hversdagslífsins: vatnið, jarðveginn, loftið og dýr þau og plöntur sem saman mynda hið fjölbreytilega lífríki á jörðinni.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/publications/latest or scan the QR code.
PDF generated on 22 Dec 2024, 10:48 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum