All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Ný netþjónusta EEA og Framkvæmdastjórnar ESB, Evrópski loftgæðavísirinn, veitir upplýsingar um núverandi stöðu loftgæða miðað við mælingar frá meira en 2.000 loftgæðamælum um alla Evrópu.
Vísirinn samanstendur af gagnvirku korti sem sýnir staðbundna stöðu loftgæða á mælistöðvum, miðað við fimm helstu mengunarvalda sem skaða heilsu fólks og umhverfi: efnisagnir (PM2,5 og PM10), óson við yfirborð jarðar (O3), köfnunarefnistvíoxíð (NO2) og brennisteinstvíoxíð (SO2).
Notendur geta þysjað inn eða leitað að bæ eða svæði í Evrópu til að skoða heildar loftgæði og mælingar fyrir hvern mengunarvald. Vísirinn sýnir heildareinkunn fyrir hverja mælistöð, sem er merkt með lituðum punkti á kortinu, sem sýnir verstu einkunn fyrir hvern af mengunarvöldunum fimm.
„Nýi evrópski loftgæðavísirinn veitir borgurum auðveldan aðgang að upplýsingum um staðbundin loftgæði, sem geta haft bein áhrif á heilsu þeirra. Þessar upplýsingar, sem allir hafa aðgang að, eru mikilvægur grundvöllur fyrir samtal og ákvarðanir sem þarf að taka til að vernda heilsu fólks, sérstaklega í borgum,“ sagði Hans Bruyninckx framkvæmdastjóri EEA, þegar hann kynnti vísinn í dag á Hreint loft umræðufundinum, sem Framkvæmdastjórn ESB skipulagði í París.
Karmenu Vella, Umhverfis-, sjávar- og fiskveiðafulltrúi ESB, fagnaði einnig vísinum og sagði: „Loftmengun er ósýnilegur morðingi, loftgæðavísirinn er því nauðsynlegur til að upplýsa evrópska borgara um ástand loftsins sem þeir anda að sér í sínum eigin hverfum. Við vinnum með borgum, svæðum, löndum og iðngreinum til að takast á við uppruna mengunarinnar, sem er kokteill sem kemur frá verksmiðlum, heimilum og ökrum, ekki bara frá samgöngum. Við þurfum öll að vinna saman til að bæta loftgæði.“
EEA hefur einnig gefið út uppfærð landaupplýsingablöð sem gefa ársyfirlit yfir loftmengun og áhrif hennar í aðildarríkjum EEA. Upplýsingablöðin, sem gefa ítarlegri upplýsingar á landsvísu um losun loftmengunarvalda og loftgæði, fullkomna Loftgæði í Evrópu – 2017’ ársskýrslu EEA, sem var gefin út í október.
Nýjasta loftgæða ársskýrsla EEA sýnir að flest fólk sem býr í evrópskum borgum er enn útsett fyrir loftmengun í magni sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur vera skaðlegt. Talið er að skaðlegasti mengunarvaldurinn, fíngerðar efnisagnir (PM2.5) hafi valdið ótímabærum dauðdaga 400.000 Evrópubúa árið 2014. Samkvæmt skýrslunni hafa slæm loftgæði líka umtalsverð efnahagsleg áhrif, auka lækniskostnað, draga úr framleiðni starfsmanna, og skemma jarðveg, uppskeru, skóga, vötn og ár. Umferð á vegum, landbúnaður, orkuver, iðnaður og heimili eru stærstu loftmengunarvaldar í Evrópu.
Evrópski loftgæðavísirinn sýnir skammtíma stöðu loftgæða á hverjum af meira en 2.000 mælistöðvum um alla Evrópu. Löggjöf Evrópusambandsins setur loftgæðastaðla, bæði skammtíma (á klukkustund/degi) og langtíma (á ári). Vísirinn sýnir þar af leiðandi ekki langtíma (á ári) stöðu loftgæða, sem gæti verið allt önnur en skammtímamælingin.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/evropskur-loftgaedavisir-nuverandi-loftgaedaupplysingar-i-seilingarfjarlaegd or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 02:24 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum