All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Jafnvel í björtustu sviðsmyndum mun mikill hiti, þurrkar, skógareldar og flóð – eins og hafa átt sér stað nýlega – versna í Evrópu og hafa áhrif á lífskjör um alla álfuna. EEA hefur gefið út fyrstu
(Evrópsku loftslagsáhættumati) til að aðstoða við forgangsröðun aðlögunaraðgerða að loftslagsbreytingum og til að aðstoða þá geira sem gætu orðið fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga.Samkvæmt matinu eru stefnur og aðlögunaraðgerðir Evrópu ekki í takt við ört vaxandi áhættu. Stigvaxandi aðlögun mun ekki alltaf vera nægjanleg þar sem margar aðgerðir taka tíma og því gæti þurft að grípa til tafarlausa aðgerða, jafnvel fyrir ógnir sem eru ekki alvarlegar á þessum tímapunkti.
Sum svæði í Evrópu eru útsettari fyrir margvíslegum loftslagsáhættum en önnur. Suður-Evrópa er sérstaklega í hættu vegna skógarelda og áhrifa hita- og vatnsskorts á landbúnaðarframleiðslu, útivinnu og heilsu manna. Strandhéruð Evrópu á lágum svæðum, þar sem margar fjölmennar borgir eru staðsettar, eru í hættu vegna flóða, veðrunar og ágangs sjávar.
Nýja greiningin okkar sýnir að Evrópa stendur frammi fyrir brýnum loftslagsáhættum sem stækka hraðar en samfélagsviðbúnaður okkar. Sagði að til að tryggja viðnám samfélags okkar yrðu stjórnvöld í Evrópu og ríkisstjórnir einstaka landa að bregðast hratt við til að draga úr loftslagsáhættu með bæði róttækri minnkun losunar og öflugri aðlögunarstefnu.
Leena Ylä-Mononen
Framkvæmdastjóri EEA
Í matinu er bent á 36 helstu loftslagsáhættur fyrir Evrópu í fimm víðtækum klösum: vistkerfi, matvæli, heilbrigði, innviði, sem og hagkerfis og fjármála. Meira en helmingur af helstu loftslagsáhættum sem greindar eru í skýrslunni krefjast meiri aðgerða núna og átta þeirra eru sérstaklega brýnar, einkum til að vernda vistkerfi, vernda fólk gegn hita, vernda fólk og innviði gegn flóðum og skógareldum og til að tryggja lífvænleika evrópskrar samstöðu, s.s. samstöðusjóðs ESB.
Vistkerfi: Nánast öll áhætta í vistkerfisklasanum krefst brýnni viðbragða eða aukinna aðgerða, þar sem áhætta fyrir vistkerfi sjávar og stranda er metin sem sérstaklega alvarleg. EEA skýrslan minnir á að vistkerfin veita fólki margþætta þjónustu og því hafa þessar hættur mikla möguleika á að ná til annarra svæða, þar á meðal matvælasviðs, heilsusviðs, innviða og hagkerfis.
Matvæli: Áhætta af hita og þurrkum í ræktunarframleiðslu er nú þegar á hættustigi í Suður-Evrópu, en lönd í Mið-Evrópu eru einnig í hættu. Langvarandi þurrkar, sem hafa áhrif á stór svæði, eru sérstaklega alvarleg hætta fyrir framleiðni ræktunar, fæðuöryggi, og drykkjarvatnsbirgðir. Ein leið til að bregðast við þessu væri að skipta, jafnvel að hluta, út próteinum úr dýraríkinu yfir í sjálfbært ræktuð plöntuprótein, sem myndi hjálpa bændum að nota minna vatn og treysta minna á innflutt fóður.
Heilbrigði: Hiti er alvarlegasta og brýnasta loftslagsáhættan fyrir heilsu manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru ákveðnir íbúahópar, s.s. starfsmenn sem vinna úti og eru útsettir fyrir miklum hita, aldraðir og fólk sem býr í illa byggðum íbúðum, þeir sem búa í þéttbýli með mikil einangruð hitaáhrif eða þeir sem eru með ófullnægjandi aðgang að kælingu. Til eru margar leiðir til að draga úr loftslagsáhættu fyrir heilsu manna fyrir utan hefðbundnar aðgerðir innan heilbrigðisgeirans, en þar má nefna borgarskipulag, byggingarstaðla og vinnulöggjöf.
Innviðir: Byggt umhverfi Evrópu, sem og mikilvægar veitur eins og orka, vatn og flutningar, eru í meiri hættu vegna sífellt tíðari og alvarlegri veðuratburða. Þó að áhættu vegna flóða við strendur hafi verið stjórnað tiltölulega vel í Evrópu, getur hækkun sjávarborðs og breytingar á óveðurmynstrum haft skaðleg áhrif á fólk, innviði og atvinnustarfsemi. Í Suður-Evrópu hafa hiti og þurrkar í för með sér verulega áhættu fyrir orkuframleiðslu, flutning og eftirspurn. Íbúðarhús þarf einnig að laga að auknum hita.
Efnahagur og fjármál: Efnahagur og fjármálakerfi Evrópu standa frammi fyrir mörgum loftslagsáhættum. Til dæmis geta loftslagsöfgar hækkað tryggingariðgjöld, ógnað eignum og húsnæðislánum og aukið ríkisútgjöld og lánakostnað. Lífvænleika Samstöðusjóðs ESB er þegar ógnað vegna kostnaðarsamra flóða og skógarelda undanfarin ár. Versnandi loftslagsáhrif geta einnig aukið kostnað á einkatryggingum og gert heimili með lágar tekjur viðkvæmari.
ESB og aðildarríki þess hafa aukið skilning sinn á loftslagsáhættu sem þau standa frammi fyrir og hvernig skal búa sig undir hættuna. Landsbundið mat á loftslagsáhættu er í auknum mæli notað til að upplýsa um þróun aðlögunarstefnu. Samfélagið er hinsvegar ekki reiðubúið vegna þess að ekki er verið að innleiða stefnur nægilega hratt til að halda í við þann hraða sem hættan eykst.
Flestar loftslagshættur sem tilgreindar eru í skýrslunni eru taldar „sameign“ ESB, aðildarríkja þess eða annarra stjórnvalda. Í skýrslu EEA er lögð áhersla á að þegar tafarlausra og samræmdra aðgerða er krafist, er samvinna milli ESB og aðildarríkja þess nauðsynleg, sem og þátttaka á svæðis- og sveitarfélagastigi til þess að takast á við og draga úr loftslagsáhættu í Evrópu.
Enn eru margar þekkingareyður með stórum loftslagsáhættum sem greind eru í EEA-skýrslunni. ESB getur gegnt lykilhlutverki í að bæta skilning á loftslagsáhættum og áhættueignarhaldi þeirra, og hvernig eigi að bregðast við þeim með löggjöf, réttri stjórnskipulagi, eftirliti, fjármögnun og tæknilegum stuðningi, segir í skýrslunni. Slík þekking væri einnig mikilvægur þáttur í framhaldsmati á Evrópsku loftslagsáhættumati.
EUCRA skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu byggir á og bætir við núverandi þekkingagrunn um loftslagsáhrif og áhættu fyrir Evrópu. Þann þekkingagrunn má m.a. finna í nýlegum skýrslum milliríkjanefndar sameinuðuþjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC), Copernicus Climate Change Service (C3S) og sameiginlegu rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (JRC) auk niðurstöðum rannsóknar- og þróunarverkefna sem er styrkt eru af ESB og innlendum áhættumötum. Þekkingin í þessu mati, sem er það fyrsta sinnar tegundar, er tekin saman með það að markmiði að styðja við markvissa stefnumótun.
Antti Kaartinen Constant Brand
Fréttafulltrúi Fréttafulltrúi
+45 2336 1381 +45 2174 1872
antti.kaartinen@eea.europa.eu cornelis.brand@eea.europa.eu
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/evropa-er-ekki-reidubuin-fyrir or scan the QR code.
PDF generated on 26 Nov 2024, 02:01 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum