All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Iðnaður Evrópu skilar miklum hagrænum og félagslegum ávinningi: hann framleiðir vörur og framleiðsluvörur, og skapar störf og skatttekjur. Hins vegar standa stærstu iðnaðarverksmiðjur Evrópu á bak við umtalsverðan hlut af heildarlosun mikilvægra mengandi efna í loft og gróðurhúsalofttegunda(GHG), auk þess sem verksmiðjurnar hafa önnur mikilvæg umhverfisáhrif, þar með talin losun mengandi efna í vatn og jarðveg, myndun úrgangs og orkunotkun.
Iðnaður er lykilþáttur í hagkerfi Evrópu, en um leið mengunarvaldur. Í mörg ár hafa umhverfisreglur takmarkað ýmis áhrif þessa mengunarvalda á heilsu fólks og umhverfis. Þær Evrópureglur sem þegar eru í gildi til að takmarka mengun af völdum iðnaðar eru eftirfarandi:
Almennur aðgangur að upplýsingum um mengandi iðnað hefur batnað stórlega á síðustu áratugum. Þar hefur Evrópuskrá yfir losun og flutning mengunarefna veitt ýtarlegt yfirlit yfir mengandi útblástur og yfirfærslu frá stærri iðnaði. Hún hefur að geyma árlegar upplýsingar frá meira en 30.000 iðnaðarmannvirkjum í 33 Evrópulöndum um magn mengunar í lofti, vatni og landi sem og frárennsli frá vinnslustöðvum og um mengunarefni í skólpi.
Einnig hafa verið sett fram skilyrði um sjálfbærni til að draga úr áhrifum iðnaðar á umhverfi. Dæmi um slíkar aðgerðir eru útbreidd upptaka umhverfisstjórnunaraðgerða í gegnum umhverfisstjórnunarkerfi Evrópubandalagsins (EMAS) og ISO14001.
Einnig var ráðist í frumkvæðisverkefni tengd samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja til að ná fram félagslegum og umhverfislegum markmiðum umfram lagakröfur. Dæmi um það eru verkefnið Responsible Care innan efnaiðnaðarins, Global e-Sustainability Initiative (GeSI), stjórnunarstefna alþjóðaráðsins um námugröft og málmvinnslu og viðskiptanetið CSR Europe.
Innan Evrópusambandsins hefur framkvæmdastjórnin innleitt stefnumótun um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og í alþjóðlegu tilliti veitir ISO 26000 staðallinn um samfélagslega ábyrgð leiðbeiningar um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta starfað á samfélagslega ábyrgan hátt.
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) kemur að innleiðingu og mati á mengunarstefnu ESB. Við vinnum einnig að þróun á stefnumótun til langs tíma til að draga úr umhverfislegum og heilsufarslegum áhrifum af völdum iðnaðar.
EEA, Umhverfisstofnun Evrópu, styður við þróun ESB á langtímastefnumörkun til að draga úr umhverfislegum þrýstingi vegna iðnaðar með því að gefa álit og veita upplýsingar til stefnumótandi aðila. Meginstarfsemi okkar og þjónusta felst í að gera þau gögn tiltæk sem koma frá Evrópulöndum og eru hluti af tilkynningaskyldu þeirra samkvæmt Evrópulögum.
EEA styður við þróun ESB á verkefnum sem auka einfalda skýrslugjöf um útblástur frá iðnaði. Þar á meðal eru verkefni sem samræma og einfalda löggjöf um upplýsingagjöf aðildarríkja ESB og fyrirtækja um iðnað.
EEA gefur út ýmsar matsskýrslur sem fjalla um umhverfisáhrif iðnaðar í Evrópu. Þar á meðal eru skýrslur EEA sem koma út á fimm ára fresti, „Umhverfismál í Evrópu - Ástand og horfur“, og aðrar sértækari skýrslur.
EEA þróar röð vísa um iðnaðarmengunarhliðar. Við þróum líka Landsupplýsingar til að sýna aðstæðurnar í aðildarlöndum okkar.
Með notkun tiltækra gagnauppspretta, nefnilega Evrópuskrá yfir mengunarlosun og flutning, beinir EEA kastljósinu að tilteknum málum á hverju ári með röð samantekta um mengun frá iðnaði.
Til að iðnaður í Evrópu verði umhverfisvænni í framtíðinni þarf heildstæða nálgun sem eykur mengunarstjórnun á upprunastað og hvetur til breytinga á aðferðum og upptöku nýrrar og betri tækni.
Stefnumótendur telja það vera forgangsatriði að stækka þekkingargrunn Evrópu um iðnaðarmengun. Í samræmi við Árósarsáttmálann inniheldur 7. umhverfisaðgerðaáætlunin markmið um að bæta aðgengi að upplýsingum um innleiðingu löggjafar um mengunarstjórnun. Í tilskipuninni um losun í iðnaði er þess krafist að aðildarríki veiti betri samantektarupplýsingar um iðnaðarmannvirki.
Full innleiðing endurbættrar löggjafar mun stuðla að betri stjórnun losunar í iðnaði.
Að því er varðar losun gróðurhúsalofttegunda var viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir hannað til að hvetja til upptöku tækni sem losar lítinn koltvísíring. Árið 2020 verður losun úr iðnaði sem viðskiptakerfið nær til 21% minni en árið 2005. Árið 2030 verður hún 43% minni, samkvæmt niðurstöðum leiðtogaráðsins í október 2014.
Til langs tíma leggur vegvísir framkvæmdastjórnarinnar að auðlindanýtinni Evrópudrög að því hvernig Evrópuhagkerfið gæti orðið sjálfbært fyrir árið 2050. Þar er stungið upp á leiðum til að auka framleiðni og aðskilja vöxt frá notkun á auðlindum en forðast á sama tíma að festast í tiltekinni tækni, svo að minnka megi losun gróðurhúsalofttegunda um 80% af magni þeirra árið 1990 fyrir árið 2050. Pakkinn um hringlaga hagkerfi kom á aðgerðaáætlun fyrir ferlið í heild sinni: frá framleiðslu og notkunar til úrgangsstjórnunar og markaðs fyrir endurunnin hráefni. Frekari upplýsingar er að finna í vefsíðukaflanum um „Auðlindaskilvirkni og úrgang“.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/industry/intro or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 06:36 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum