All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Gögn EES sanna að fjárfesting í betri loftgæðum er fjárfesting til að bæta heilsu og framleiðni fyrir alla Evrópubúa. Stefnur og aðgerðir sem eru í samræmi við núllmengunar metnað Evrópu leiðir til lengra og heilbrigðari lífs og mun sterkari samfélaga.
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Skýrsla EEA um „loftgæði í Evrópu - 2020“ sýnir að sex aðildarríki fóru yfir viðmiðunarmörk Evrópusambandsins fyrir fínlegu svifryki (PM2.5) árið 2018: Búlgaría, Króatía, Tékkland, Ítalía, Pólland og Rúmenía. Aðeins fjögur lönd í Evrópu - Eistland, Finnland, Ísland og Írland - voru undir strangari viðmiðunargildum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) varðandi fínlegs svifryks. Í skýrslu EEA er bent á að enn sé bil á milli lagalegra loftgæðamarka ESB og leiðbeininga WHO, mál sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reynir að taka á með endurskoðun á stöðlum ESB samkvæmt aðgerðaáætluninni um núllmengun.
Nýja EEA greiningin byggir á nýjustu opinberu gögnunum um loftgæði frá meira en 4000 eftirlitsstöðvum víðsvegar um Evrópu árið 2018.
Útsetning fyrir fínlegu svifryki olli um 417.000 ótímabærum dauðsföllum í 41 Evrópulandi árið 2018, samkvæmt mati EES. Um það bil 379.000 af þessum dauðsföllum urðu í ESB-28 en 54.000 og 19.000 ótímabær dauðsföll voru rakin til köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og óson (O3) á jörðu niðri. (Tölurnar þrjár eru aðskildar áætlanir og til að koma í veg fyrir tvöfalda talningu á ekki að leggja tölurnar saman).
Skýrsla EEA sýnir að lands- og sveitastjórnarstefna ESB og niðurskurður varðandi losun á lykilsvæðum hefur bætt loftgæði um alla Evrópu. Frá árinu 2000 hefur losun lykilmengunarefna, þ.m.t. köfnunarefnisýrings (NOx), vegna flutninga minnkað verulega þrátt fyrir vaxandi eftirspurn eftir hreyfanleika og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda í greinunum. Einnig hefur orðið mikil lækkun í losun mengandi efna frá orkuöflun á meðan framfarir í losun mengandi efna frá byggingum og landbúnaði hefur gengið hægt.
Þökk sé betri loftgæðum, hlutu um 60.000 færri aðilar ótímabæran dauðdaga vegna fínlegs svifryksmengunar árið 2018 samanborið við 2009. Fyrir köfnunarefnisýringur, er fækkunin enn meiri þar sem ótímabærum dauðsföllum hefur fækkað um 54% síðastliðinn áratug. Áframhaldandi framkvæmd á umhverfis- og loftslagsstefnum um alla Evrópu er lykilatriði á bak við endurbæturnar.
„Gögn EES sanna að fjárfesting í betri loftgæðum er fjárfesting til að bæta heilsu og framleiðni fyrir alla Evrópubúa. Stefnur og aðgerðir sem eru í samræmi við núllmengunar metnað Evrópu leiðir til lengra og heilbrigðari lífs og mun sterkari samfélaga, “sagði framkvæmdastjóri EEA, Hans Bruyninckx.
„Það eru góðar fréttir að loftgæði séu að batna þökk sé umhverfis- og loftslagsstefnunni sem við höfum sett í framkvæmd. En við getum ekki hunsað ókostinn – fjöldi ótímabærra dauðsfalla í Evrópu vegna loftmengunar er enn allt of mikill. Með Græna samkomulaginu í Evrópu höfum við lagt metnað okkar í að draga úr alls kyns mengun niður í núll. Ef við ætlum okkur að ná árangri og vernda heilsu fólks og umhverfið að fullu, verðum við að draga frekar úr loftmengun og samræma loftgæðastaðla okkar eftir tilmælum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Við munum skoða þetta í væntanlegri aðgerðaáætlun okkar“ sagði Sinkevičius, stjórnarnefndarfulltrúi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nýlega birt vegvísi fyrir framkvæmdaáætlun ESB í átt að núllmengunarmetnaði, sem er hluti af evrópska græna samkomulaginu.
Í skýrslu EES er einnig að finna yfirlit yfir tengsl COVID-19 heimsfaraldursins og loftgæða. Nánari úttekt á bráðabirgðagögnum EES fyrir árið 2020, stutt af líkani frá Copernicus andrúmsloftseftirlitinu (Copernicus Atmosphere Monitoring Service, CAMS), staðfestir fyrri möt sem sýndu allt að 60% fækkun tiltekinna loftmengunarefna í mörgum Evrópulöndum þar sem aðgerðir vegna lokunar voru framkvæmdar vorið 2020. EEA hefur ekki enn lagt mat á möguleg jákvæð heilsufarsáhrif hreinna lofts fyrir árið 2020.
Í skýrslunni er einnig bent á að langtíma útsetning fyrir loftmengandi efnum valdi hjarta- og æðasjúkdómum og öndunarfærasjúkdómum, sem báðir hafa verið skilgreindir sem áhættuþættir fyrir dauða hjá COVID-19 sjúklingum. Hins vegar er orsakasamhengi milli loftmengunar og alvarleika COVID-19 sýkinganna ekki ljós og frekari faraldsfræðilegra rannsókna er þörf.
Í samantekt EEA, mat EEA á heilsufarsáhættu vegna loftmengunar, er yfirlit yfir hvernig EEA reiknar út áætlanir sínar um heilsufarsleg áhrif lélegra loftgæða.
Heilbrigðisáhrif útsetningar frá loftmengun eru margvísleg, allt frá bólgum í lungum til ótímabærra dauðsfalla. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur vaxandi vísindaleg gögn sem tengja loftmengun við mismunandi heilsufarsáhrif svo hægt sé að leggja til nýjar viðmiðunarreglur.
Þegar kemur að heilbrigðishættumati EEA er miðað við dánartíðni þar sem það er talan sem flest vísindaleg gögn liggja fyrir um. Dánartíðni vegna langtíma útsetningar fyrir loftmengun er áætluð með tveimur mismunandi mælikvörðum: „Ótímabær dauðsföll“ og „töpuð lífsár“. Mötin sýna almenn áhrif loftmengunar á tiltekin íbúafjölda og sem dæmi er ekki hægt að tengja þau við tiltekna einstaklinga á tilteknu landsvæði.
Heilsufarsáhrif eru áætluð sérstaklega fyrir mengunarvaldana þrjá (PM2.5, NO2 og O3). Ekki er hægt að leggja þessar tölur saman til að ákvarða heildaráhrif á heilsu, þar sem það getur leitt til tvöfaldrar talningar þeirra sem eru útsett fyrir meira magni af fleirum en einum mengunarvaldi.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/greinilegar-umbaetur-a-loftgaedum-evropu or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 03:29 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum