All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Skýrslan í ár undirstrikar þá staðreynd að styrkleiki mengunar í Evrópu fer batnandi hægt og rólega. En við sjáum enn umtalsverð áhrif hennar á heilbrigði fólks. Loftmengun heldur áfram að leiða til lægri lífsgæða vegna veikinda. Uppfærð skýrsla okkar veitir einnig nýtt mat á heilbrigðisáhrifum hættulegustu mengunarefna í lofti eins og PM2.5 sem bar ábyrgð á allt að 467 000 ótímabærum dauðsföllum á ári árið 2013 í 41 Evrópulandi.
Heilbrigðishættur loftmengunar eru vel þekktar, þökk sé stofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og fólk í Evrópu verður sífellt meðvitaðra um að vandamálið sé alvarlegt. Við verðum fyrir henni á hverjum degi. Þú sérð hana ekki en þú finnur sannarlega fyrir því ef loftmengun er mikil.
Skýrslan undirstrikar mikilvægt hlutverk vegasamgangna þegar kemur að loftmengun, en þær hafa nýlega mikið verið í fréttum í tengslum við fjölmargar Evrópuborgir, þar á meðal París og London.
Vegasamgöngur losa mest magn af niturtvíoxíði (NO2) en það er einn helsti mengunarskaðvaldurinn gegn heilbrigði fólks. Mengunarefnið er einnig undanfari ósons og loftagna sem geta myndast í lofti. Samgöngur eru einnig mikilvæg uppspretta loftagna, ekki bara með eldsneytisbruna heldur einnig með sliti á hjólbörðum og hemlum og síðast en ekki síst eru samgöngur mjög mikilvæg uppspretta losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Vegasamgöngur taka líka upp mikið magn af opinberu rými, við getum tekið umferðarteppu sem dæmi. Hún veldur einnig hávaða. Svo þetta er fjölþætt vandamál.
Auðvitað er enginn í vafa um mikilvægi vegasamgangna og hreyfanleika í daglegu lífi okkar en það er hægt að gera samgöngur okkar sjálfbærari. Við sjáum að margar borgir hafa þegar gripið til aðgerða í Evrópu og eru að reyna að koma á fót sjálfbærara samgöngukerfi. Ráðstafanir eins og umferðarteppugjöld eru skammtímalausnir svo við þurfum að velta fyrir okkur langvarandi nýstárlegum grundvallarbreytingum á samgöngukerfum okkar til að bæta almenna vellíðan íbúanna.
Þegar kemur að viðarofnum og eldstæðum er vandamálið stærra en marga grunar, einkum að vetrarlagi. Margt fólk, einkum í Austur- og Norður-Evrópu kveikja upp í örnum og viðarofnum sem losa hátt magn af PM2.5. Brennsla á eldsneyti til upphitunar á heimilum, í atvinnubyggingum eða öðrum byggingum stofnana hefur reyndar í för með sér mestu losun á PM2.5. Allur geirinn losar meira en helming af heildarmagni PM2.5 í Evrópu.
Annað vandamál að vetrarlagi er stundum að í logni á útblásturinn til að haldast nærri jörðu vegna varmaumhverfunar. Við slíkar aðstæður helst kaldara loft í neðri lögum andrúmsloftsins. Kaldara loft, sem er þykkra, kemur í veg fyrir blöndun og dreifingu á útblæstri upp í andrúmsloftið, svo að mengunin helst nærri jörðu.
Eitt af helstu framlögum EEA er að bjóða upp á nauðsynlega þekkingu og upplýsingar til að hjálpa stjórnmálamönnum við að taka upplýstari ákvarðanir um loftgæði. Vinna okkar hjálpar einnig til við að auka vitund almennings um vandamálið en það er ekki síður mikilvægt.
Við söfnum opinberum upplýsingum um loftmengun frá Evrópulöndum sem við notum svo til að framkvæma reglulegt mat á loftgæðum út frá skýrslum og vísbendingum. Við miðlum einnig upplýsingum okkar um loftmengun til margra annarra hagsmunaaðila, þar á meðal almennings, innlendra og svæðisbundinna yfirvalda og Copernicus gervihnattaráætlunar ESB. Við tökum einnig reglulega þátt í málstofum, ráðstefnum og fundum víðs vegar um Evrópu og allan heim til að miðla og ræða um málefnið og niðurstöður okkar, en það hjálpar til við að hvetja stjórnmálamenn til aðgerða. Loftmengun tengist fjölbreyttum stefnusviðum svo eitt af forgangsatriðum okkar er að hvetja til samþættrar stefnumörkunar og ráðstafana þvert á atvinnugreinar.
Stærstum hluta upplýsinga okkar er safnað í gegnum fastar loftvöktunarstöðvar sem innlend og staðbundin yfirvöld starfrækja í aðildarríkjum okkar. En við eru einnig farin að nýta okkur aðra tækni eins og gagnasöfnun í gegnum gervihnetti í gegnum Copernicus áætlun ESB. Það er tiltölulega nýtilkomið. EEA vinnur með loftslagsþjónustu Copernicus en í loftgæðateymi EEA notum við einnig hluta af þessum upplýsingum við vinnu okkar. Með því að nota bæði upplýsingar frá gervihnöttum og líkanagerð getum við náð fram betri staðbundinni dreifingu á styrkleika mengunarefna. Svo í stað þess að sækja aðeins gögn á ákveðnum tímum frá ákveðnum mælistöðvum fáum við mun breiðari yfirsýn. En það er mjög mikilvægt að bera niðurstöður líkana saman við raunverulegar niðurstöður og það er þar sem upplýsingar EEA frá löndum um alla Evrópu eru gríðarlega mikilvægar.
Við erum einnig farin að sjá grasrótarstarf, borgaravöktun á loftmengun með skynjurum. Það er ný uppspretta upplýsinga en enn þarf að bæta nákvæmni slíkra tækja. Þau eru enn ekki mjög áreiðanleg en þetta er ný tækni og frábær leið til að auka vitund almennings og þátttöku samfélagsins við að taka á mengunarvandamálum. Á einhverjum tímapunkti getur verið að þessi tækni eigi eftir að reynast góður upplýsingabrunnur samhliða öðru.
Alberto González Ortiz
Viðtalið birtist í fréttabréfi EEA 04/2016 í desember 2016.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/loftgaedi-er-mikilvaegt-malefni-fyrir or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 01:15 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum