All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Land og jarðvegur eru takmarkaðar og óendurnýjanlegar auðlindir sem brotna stöðugt niður, sem hefur áhrif á hæfni þeirra til að virka og veita þjónustu. Stöðugt er þrengt að ræktun matvæla, framleiðslu á lífmassa og lífeldsneyti, geymslu kolefna, hýsingu líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi, síun vatns og endurvinnslu næringarefna og framboði á hráefnum. Náttúrulegur og fornleifafræðilegur arfur jarðvegs er einnig í hættu.
Fjöldi atriða á þátt í þessari hnignun jarðvegar, þ.m.t. landeyðing, hnignun lífrænna efna í jarðvegi, mengun og óvatnsgengni jarðvegs (þegar jarðvegur er þakinn vatnsþéttu yfirborði).Þetta er vegna athafna mannfólks, s.s. landtöku, ofsakenndrar landnýtingar (sem birtist meðal annars í magni áburðarefna sem notað er í landbúnaði) og brotthvarfs af landi. Hver þáttur hefur áhrif á meginstærðir lands: ástand lands/landnotkun, gróður og jarðveg. Þetta ákvarðar auðlindamagn og virkni og afleitt flæði vöru og þjónustu. Það hefur einnig áhrif á innra virði lands og framlag þess til vellíðanar og velferðar.
Í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun koma fram markmið um átak á heimsvísu gegn vandamálum sem tengjast landi og jarðvegi. Í því samhengi var framtaksverkefni um hnattræna landvísa sett í gang árið 2012 með það að markmiði að þróa safn landfræðivísa sem nýta má á heimsvísu og eru samanburðarhæfir til lengri tíma. Framtaksverkefnið, sem lagði í upphafi áherslu á landréttindi, hefur einnig það markmið að hafa áhrif á áætlunina eftir 2015. Hins vegar vantaði umhverfisþáttinn í þessa landfræðivísa. Þessu til leiðréttingar lögðu EEA og Institute for Advanced Sustainability Studies til sérstaka vísa fyrir land og jarðveg til að fylgjast með árangri af heimsmarkmiðunum hvað varðar breytingar á ástandi lands/landnotkunar, landframleiðni og kolefni í jarðvegi.
Vinna okkar verður tekin inn í þróun við stefnu ESB um land og jarðveg. Nýlegt evrópskt mat á hæfni jarðvegs til að veita vistkerfisþjónustu er eitt dæmi. Okkar eigin vinnuáætlun til margra ára snertir einnig á landauðlindanýtni, mati á vistkerfum og auðlindabókhaldi. Landauðlindanýtni rannsakar jafnvægið á milli framboðs lands og hagnýtingarkröfum sem gerðar eru til þess. Þar er viðurkennt að land er takmarkað og óendurnýjanlegt og litið er til þess hvernig breytingar á ástandi lands, t.d. vegna innviða og iðnaðar, hafa áhrif á þá þjónustu sem land getur veitt. Einnig er þar fjallað um endurnýtingu lands sem viðbragð við landtöku og hvatt er til endurnýtingar á landi sem hefur verið þróað en síðan yfirgefið.
Vinna á jafnvægi næringarefna í jarðvegi, s.s. nítrógens og fosfórs og málma á borð við kopar, sink, kadmíum og blý er nýtt í verkefnum á vegum EEA er varða mat á vistkerfum og auðlindabókhald. Landsbundnar fjárhagsáætlanir og fjárhagsáætlun ESB voru gerðar árið 2014 og verið er að kanna hvar farið er yfir hættumörk útfellingar ammoníaks í útblæstri í tengslum við líffræðilega fjölbreytni, útskolun nítrógens og fosfórs, yfirflæði hvað varðar grunnvatn og yfirborðsvatn og upptöku kadmíums í tengslum við gæði matvæla.
EEA vill samræma gögn um þessi málefni til að gögn verði samanburðarhæf í allri Evrópu. Þannig vinnur stofnunin með Sameiginlegri rannsóknarmiðstöð (JRC) sem safnar gögnum um jarðveg samkvæmt skipun European Soil Data Centre. Landfræðileg gögn koma frá gervihnattaathugunum frá Corine Land Cover (CLC) og High Resolution Layers (HRLs), þ.á m. um óvatnsgengan jarðveg.
Til að geta betur greint málefni er varða land og jarðveg hefur EEA komið á hópi skyldra vísa. Eins og stendur ná þeir yfir landtöku, óvatnsgengi, stjórnun mengunarstaða og landskiptingu og inniheldur vísa sem koma frá vinnu vegna loftslagsbreytinga á borð við lífræn efni í jarðvegi, landeyðingu og jarðvegsraka.
Stefna ESB sem tengist landi og jarðvegi er sundurleit og það sem fyrir er í stefnum er varða umhverfismál, landbúnað eða svæðisbundin mál er hvorki samræmt né yfirgripsmikið. Þemaáætlun um jarðveg frá 2006 er leiðbeinandi skjal sem útskýrir hvers vegna frekari aðgerða er þörf til að tryggja virka verndun jarðvegseiginleika og sjálfbæra notkun jarðvegs. Hins vegar var rammatilskipunin um jarðveg sem lögð var til árið 2006 dregin til baka í fyrra.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðgerir að rannsaka fyrirliggjandi stefnur ESB sem tengjast jarðvegi, skilvirkni þeirra og samræmi og hverjar þær eyður sem kunna að vera til staðar. Þetta er viðbragð við7. aðgerðaáætlun á sviði umhverfismála þar sem ESB skuldbindur sig til að nota og stjórna sjálfbærni lands og verndun jarðvegs og að finna leiðir til að ná þessu fram á grundvelli reglna um meðalhóf og dreifræði.
Búist er við að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykki Heimsmarkmiðin í september. Samkvæmt núverandi orðalagi er vikið að landi og jarðvegi í nokkrum markmiðanna. Hins vegar er endurheimt lands og jarðvegs háð innleiðingu Heimsmarkmiðanna á landsvísu og svæðisvísu.
Geertrui Louwagie
Viðtalið birtist í tölublaði 2015/2 í fréttabréfi EEA, í júní 2015.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/athafnir-manna-raska-landi-og-jardvegi or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:53 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum