All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
við vitum að tæknin er til staðar til að takast á við áhrif samgangna á umhverfi Evrópu. Mörg ökutæki sem nú eru framleidd eru langt frá því að vera umhverfisvæn og í vöruflutningum eru óskilvirkustu flutingaaðferðirnar enn þær vinsælustu auk þess sem járnbrautakerfið hefur enn ekki verið sameinað innan Evrópusambandsins.
Jacqueline McGlade prófessor og framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu
Framangreindar niðurstöður er að finna í skýrslunni "Transport at a crossroads" (samgöngur á krossgötum), sem Jacqueline McGlade prófessor og framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu kynnti í dag á Evrópuþinginu í Brussel, "við vitum að tæknin er til staðar til að takast á við áhrif samgangna á umhverfi Evrópu. Mörg ökutæki sem nú eru framleidd eru langt frá því að vera umhverfisvæn og í vöruflutningum eru óskilvirkustu flutingaaðferðirnar enn þær vinsælustu auk þess sem járnbrautakerfið hefur enn ekki verið sameinað innan Evrópusambandsins."
"Nú þegar við þurfum að beita sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum til þess að takast á við efnahags- og umhverfisvandamál, stefnir þróun samgangna í ranga átt og þær munu áfram stuðla að loftmengun, aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum," sagði McGlade prófessor.
Hægt er að draga úr umfangi samgangna með með vel ígrundaðri stefnumörkun til að stýra eftirspurn eftir slíkri þjónustu. Þannig myndi nást bætt skilvirkni í samgöngum með tilliti til hagkerfisins og tengsl milli hagvaxtar og aukningar í samgöngum og yrðu rofin. Í skýrslunni er einnig að finna staðfestingu á því að verðlagning hefur mikil áhrif á val neytenda á flutings- og ferðamáta, en aukin eftirspurn um 20 % eftir almenningsvagnaþjónustu tengist 10 % hækkun á olíuverði.
"Enn er þörf á skýrum, mælanlegum, raunsæjum og tímatengdum markmiðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og loft- og hljóðmengun vegna samgangna. Það sem e.t.v. skiptir meira máli, er að neytendur sýndu fram á það á árinu sem leið, að verðlagning eldsneytis og vegatollar gegna mikilvægu hlutverki í því að takast á við eftirspurn eftir samgöngum," segir McGlade prófessor.
Skýrslan "Transport at a crossroads" er gefin út árlega frá upplýsingakerfi Umhverfisstofnunar Evrópu um samgöngu- og umhverfismál (TERM), sem vaktar árangur aðgerða til þess að samþætta samgöngu- og umhverfisáætlanir. "TERM" hefur gefið út skýrslur frá því á árinu 2000 og þær varpa ljósi á þætti sem geta verið mikilvægir við stefnumótun í Evrópusambandinu. Öll aðildarríki Umhverfisstofnunar Evrópu eiga að geta nýtt sér efni hennar.
Aðildarríki Umhverfisstofnunar Evrópu eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland og Bretland.
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.
Òscar Romero Sanchez
Blaðafulltrúi
Sími: +45 3336 7207
Farsími: +45 2368 3671
Gülçin Karadeniz
Blaðafulltrúi
Sími: +45 3336 7172
Farsími: +45 2368 3653
[1] Árleg losun árið 2006 – samkvæmt gagnaskoðara Umhverfisstofnunar Evrópu um gróðurhúsalofttegundir - http://dataservice.eea.europa.eu/PivotApp/pivot.aspx?pivotid=455
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/naudsyn-feess-ad-beina-samgongustefnu-i-retta-att or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:15 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum