næsta
fyrri
atriði

Press Release

Fiðrildi eða fyrirtæki – Evrópa getur rúmað hvoru tveggja!

Breyta tungumáli
Press Release Útgefið 18 Nov 2010 Síðast breytt 16 Dec 2016
Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) gaf í dag út fjórðu skýrslu sína um stöðu og horfur umhverfismála - SOER2010 - heildarmat á hvernig og hvers vegna umhverfi Evrópu er að breytast og til hvaða ráða hefur verið gripið vegna þess. Niðurstaða SOER 2010 er að samþætt alhliða nálgun til að breyta atvinnulífi Evrópu í “grænt” atvinnulíf með skilvirkri auðlindanýtingu geti ekki aðeins leitt til heilbrigðara umhverfis, heldur einnig ýtt undir velmegun og samstöðu innan samfélagsins.

Það eru engar skyndilausnir til en opinberir aðilar, fyrirtæki og borgarar þurfa að vinna saman að því að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir á skilvirkari hátt. Fræinu fyrir aðgerðir í framtíðinni hefur verið sáð: verkefnið framundan er að hjálpa því til þess að skjóta rótum og dafna.

Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA

Hið nýja mat EEA sýnir að aukin eftirspurn er eftir náttúruauðlindum í heiminum sem eiga að veita fólki fæðu, föt, húsaskjól og flytja það á milli staða.  Hin aukna eftirspurn eykur álag á vistkerfi, hagkerfi og félagslega samstöðu í Evrópu sem og annars staðar. Hins vegar, staðfestir SOER2010 að vel útfærðar umhverfisstefnur bæta umhverfi Evrópu án þess þó að grafa undan vaxtarmöguleikum álfunnar.

“Við nýtum  náttúruauðlindir  í slíkum mæli að það ógnar vistfræðilegum stöðugleika. Þetta gildir bæði fyrir Evrópu og heiminn allan. Loftslagsbreytingar eru augljósasta merki þessa óstöðugleika hingað til, en ýmis konar önnur þróun á heimsvísu gefur til kynna kerfisbundnar ógnanir sem steðja að vistkerfum í framtíðinni.  Yfirstandandi fjármálakreppa ætti að fá okkur til að staldra við og hugsa. “ sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.

Áherslubreyting yfir í "grænt" atvinnulíf sem gengur ekki á auðlindir krefst þess að tekið sé tillit til allra umhverfisauðlinda - líffræðilegs fjölbreytileika, landnotkunar, kolefna, rennandi vatns, úthafa og loftsins sem við öndum að okkur – við framleiðslu, neyslu og ákvarðarnir í alþjóðaviðskiptum.

“Það eru engar skyndilausnir til en opinberir aðilar, fyrirtæki og borgarar þurfa að vinna saman að því að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir á skilvirkari hátt. Fræinu fyrir aðgerðir í framtíðinni hefur verið sáð: verkefnið framundan er að hjálpa því til þess að skjóta rótum og dafna, " segir McGlade að lokum.

SOER2010 leggur einnig áherslu á aukinn skilning á tengslunum á milli loftslagsbreytinga, líffræðilegs fjölbreytileika, nýtingar auðlinda og heilsu fólks — og að verkfæri eins og skipulag,vistvænir efnahagshvatar , mengunarvarnir, varúðarráðstafanir og umhverfisbókhald geti orðið grundvöllur þess að tekið verði tilit til virði umhverfisins við stjórnun ofangreindra þátta.

 

Lykilniðurstöður og tillögur

  • Loftslagsbreytingar: Evrópusambandið hefur náð árangri í að draga úr losun  og hefur aukið notkun endurnýtanlegra orkugjafa. Útblástur ESB-27 árið 2009 var 17% minni en hann var árið 1990 og er því skammt frá því markmiði sambandsins að draga úr útblæstri um 20% fyrir árið 2020. Hins vegar er þróun á ýmsum sviðum samfélagsins ekki öll jákvæð. Útblástur frá samgöngum í EU-27 jókst um 24% á milli áranna 1990 og 2008.
  • Aðlögun að loftslagsbreytingum: Jafnvel þó Evrópa nái öllum markmiðum sínum að draga úr útblæstri og leiðtogar heimsins séu sammála um róttækar aðgerðir í loftslagsviðræðunum sem standa nú yfir í Cancun, Mexíkó, mun Evrópa engu að síður þurfa að aðlaga sig að áframhaldandi og væntanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Markviss stjórnun náttúruauðlinda getur hjálpað til við að takast á við þessar áskoranir.
  • Líffræðilegur fjölbreytileiki, vistkerfi og heilsa fólks: Náttúra 2000 sem er net verndaðra svæða og nær nú yfir u.þ.b. 18% af landsvæði Evrópusambandsins, hefur lagt sitt af mörkum við verndun tegunda í útrýmingarhættu og varðveislu "grænna" svæða til tómstunda. Löggjöf um loft- og vatnsgæði hefur dregið úr álagi á líffræðilegan fjölbreytileika og fólk. Á hinn bóginn kom aukin landnýting, fækkun búsvæða og ofveiði í veg fyrir það að ESB næði því markmiði sínu að draga úr tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2010.
  • Samþættar lausnir á hnattræna vísu: Með því að sýna fram á tengsl milli ýmissa áskorana, bæði í umhverfismálum og á öðrum sviðum, hvetur SOER2010 til þess að samþættar aðgerðir á mismunandi sviðum stefnumörkunar sem kljást við þessar áskoranir séu efldar, til að koma fram með úrbætur hraðar og hámarka hliðarávinning (t.d. að milda loftslagsbreytingar og bæta loftgæði á sama tíma).
  • Skilvirk nýting  auðlinda: Matur, orka og öryggi er varðar vatnsýtingu eru lykilþættir í landnotkun þar sem eftirspurn vex stöðugt eftir á afurðum sem keppa um nýtingu lands(t.d. eftirspurn eftir  mat, fóðri og eldsneyti).  Bókhald og verðlagning sem taka fullt tillit til áhrifa auðlindanotkunar eru frumskilyrði þess að beina fyrirtækjum og neytendum til betri nýtingu auðlinda.
  • Þátttaka borgara: Stefna án eftirfylgju getur ekki ein og sér  stöðvað eða snúið við þróun í umhverfismálum. Við þurfum að auka þann fjölda borgara sem vill að draga úr áhrifum sínum á umhverfið með stuðla að þátttöku þeirra í söfnun umhverfisgagna og miðlun upplýsinga í gegnum samskiptamiðla.

 

Athugasemdir til ritstjóra

SOER er grundvallarskýrsla  EEA og gefin er út á fimm ára fresti.Henni er ætlað að veita upplýsingar um ástand, þróun og horfur evrópsks umhverfis, þar á meðal orsakir, áhrif og möguleg viðbrögð. SOER2010 samanstendur af fjórum lykilatriðum: (i) mati ýmissa þátta á lykilatriði í umhverfismálum (loftslagsbreytingar, líffræðilegan fjölbreytileika, landnotkun, loftmengun, sjávarumhverfi, neyslu, o.s.frv.) sem hverju um sig fylgja viðeigandi staðreyndir og þróun, (ii) mati á hnattrænni meginþróun sem getur haft áhrif á umhverfið í Evrópu, (iii) mati á einstökum löndum, og (iv) samþættri samantektarskýrslu.

Hægt er að nálgast allt mat SOER á netinu á www.eea.europa.eu/soer.

Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)

EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.

Aðildarríki EES: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Löndin sex frá vestur Balkanskaga er samstafsþjóðir: Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Króatía, Makedónía, Serbía og Svartfjallaland.

 

Frekari upplýsingar

Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:

 

Fr.Gülçin Karadeniz,

Fjölmiðlafulltrúi

Sími: +45 3336 7172

Farsími: +45 2368 3653 

gulcin.karadeniz@eea.europa.eu

Fr. Iben Stanhardt

Fjölmiðlafulltrúi

Sími: +45 3336 7168
Farsími: +45 2336 1381

Iben.stanhardt@eea.europa.eu

 

Permalinks

Skjalaaðgerðir