All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Það eru engar skyndilausnir til en opinberir aðilar, fyrirtæki og borgarar þurfa að vinna saman að því að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir á skilvirkari hátt. Fræinu fyrir aðgerðir í framtíðinni hefur verið sáð: verkefnið framundan er að hjálpa því til þess að skjóta rótum og dafna.
Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA
Hið nýja mat EEA sýnir að aukin eftirspurn er eftir náttúruauðlindum í heiminum sem eiga að veita fólki fæðu, föt, húsaskjól og flytja það á milli staða. Hin aukna eftirspurn eykur álag á vistkerfi, hagkerfi og félagslega samstöðu í Evrópu sem og annars staðar. Hins vegar, staðfestir SOER2010 að vel útfærðar umhverfisstefnur bæta umhverfi Evrópu án þess þó að grafa undan vaxtarmöguleikum álfunnar.
“Við nýtum náttúruauðlindir í slíkum mæli að það ógnar vistfræðilegum stöðugleika. Þetta gildir bæði fyrir Evrópu og heiminn allan. Loftslagsbreytingar eru augljósasta merki þessa óstöðugleika hingað til, en ýmis konar önnur þróun á heimsvísu gefur til kynna kerfisbundnar ógnanir sem steðja að vistkerfum í framtíðinni. Yfirstandandi fjármálakreppa ætti að fá okkur til að staldra við og hugsa. “ sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.
Áherslubreyting yfir í "grænt" atvinnulíf sem gengur ekki á auðlindir krefst þess að tekið sé tillit til allra umhverfisauðlinda - líffræðilegs fjölbreytileika, landnotkunar, kolefna, rennandi vatns, úthafa og loftsins sem við öndum að okkur – við framleiðslu, neyslu og ákvarðarnir í alþjóðaviðskiptum.
“Það eru engar skyndilausnir til en opinberir aðilar, fyrirtæki og borgarar þurfa að vinna saman að því að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir á skilvirkari hátt. Fræinu fyrir aðgerðir í framtíðinni hefur verið sáð: verkefnið framundan er að hjálpa því til þess að skjóta rótum og dafna, " segir McGlade að lokum.
SOER2010 leggur einnig áherslu á aukinn skilning á tengslunum á milli loftslagsbreytinga, líffræðilegs fjölbreytileika, nýtingar auðlinda og heilsu fólks — og að verkfæri eins og skipulag,vistvænir efnahagshvatar , mengunarvarnir, varúðarráðstafanir og umhverfisbókhald geti orðið grundvöllur þess að tekið verði tilit til virði umhverfisins við stjórnun ofangreindra þátta.
SOER er grundvallarskýrsla EEA og gefin er út á fimm ára fresti.Henni er ætlað að veita upplýsingar um ástand, þróun og horfur evrópsks umhverfis, þar á meðal orsakir, áhrif og möguleg viðbrögð. SOER2010 samanstendur af fjórum lykilatriðum: (i) mati ýmissa þátta á lykilatriði í umhverfismálum (loftslagsbreytingar, líffræðilegan fjölbreytileika, landnotkun, loftmengun, sjávarumhverfi, neyslu, o.s.frv.) sem hverju um sig fylgja viðeigandi staðreyndir og þróun, (ii) mati á hnattrænni meginþróun sem getur haft áhrif á umhverfið í Evrópu, (iii) mati á einstökum löndum, og (iv) samþættri samantektarskýrslu.
Hægt er að nálgast allt mat SOER á netinu á www.eea.europa.eu/soer.
Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hlutverk stofnunarinnar er að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að bjóða tímanlegar, markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.
Aðildarríki EES: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland. Löndin sex frá vestur Balkanskaga er samstafsþjóðir: Albanía, Bosnía-Hersegóvína, Króatía, Makedónía, Serbía og Svartfjallaland.
Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:
Fr.Gülçin Karadeniz, Fjölmiðlafulltrúi Sími: +45 3336 7172 Farsími: +45 2368 3653 |
Fr. Iben Stanhardt Fjölmiðlafulltrúi Sími: +45 3336 7168 |
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/fithrildi-etha-fyrirtaeki-2013-evropa or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 03:51 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum