All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Hagkerfi Evrópu treystir á samfellt flæði náttúruauðlinda og hráefna, þar með talið vatns, uppskeru, timburs, málma, steinefna og orkubera. Umtalsverður hluti þessara efna eru innflutt. Eftir því sem samkeppni um náttúruauðlindir eykst þá gæti það orðið veikleiki að vera háður innflutningi á þeim.
Á nýliðnum árum hefur hugmyndin um hringrásarhagkerfi og tengdar stefnur tekið á notkun auðlinda, framleiðslu, neyslu og úrgang á háum stigum. Þessi hugmynd miðar að því að loka efnislegum hringjum með því að viðhalda verðmæti vara, efna og auðlinda í hagkerfinu eins lengi og mögulegt er. Þetta dregur á áhrifaríkan hátt úr framleiðslu úrgangs og notkun nýs efniviðar, sem dregur þar af leiðandi líka úr tengdu álagi.
Notkun auðlinda og framleiðsla og meðferð úrgangs leiða til markverðs umhverfisálags á meðan á útdrætti, framleiðslu, notkun og förgun stendur. Sem slík ná umhverfisstefnutakmörk yfir það að draga úr magni hráefna sem notuð eru í hagkerfinu, bæta hagkvæmni auðlindanotkunar, minnka framleiðslu úrgangs og að breyta úrgangi í auðlind.
Auðlindanotkun í Evrópu hefur minnkað síðasta áratuginn. Þetta tengist aðallega leitni í hagrænum vexti og samsetningarbreytingar í hagkerfinu eftir fjármagnskreppuna. Í dag er auðlindanotkun og auðlindaskilvirkni landa mjög misjöfn og vegna alþjóðlegra viðskipta lendir hluti af tengdu álagi utan landamæra Evrópu.
Á nýliðnum árum hefur áherslan verið á örugga aðdrætti nauðsynlegra hráefna. Engu að síður eru það að sporna gegn úrgangi og endurvinnsla lykilhliðar hringlaga hagkerfisins.
Evrópa framleiðir enn mikinn úrgang, þó að leitni í framleiðslu úrgangs séu fremur stöðugar og tilhneigingin er að úrgangsmyndun verði aftengd frá efnahagslegri þróun. Á sama tíma er úrgangur í æ meira mæli álitinn verðmæt auðlind fyrir evrópska hagkerfið. Hlutfall úrgangs sem er endurunninn er hægt og sígandi að aukast og magn úrgangs sem er urðað minnkar. Engu að síður er enn mikill munur á frammistöðu á milli landa.
Yfirgripsmikil úrgangslöggjöf ESB er einn helsti drifkraftur betri úrgangsstjórnunar.
7. EAP tilgreinir aukna hagkvæmni í auðlindanýtingu sem eitt af sínum helstu markmiðum til að uppfylla framtíðarsýn 2050 um "gott líf innan takmarkana jarðarinnar".
Almennari markmið 7. EAP eru studd af röð sértækari stefnuverkfærum. Hagkvæm auðlindanýting og úrgangur og aukaauðlindir eru lykil hlutar hins svokallaða hringlaga hagkerfis. Aðgerðaáætlun ESB fyrir hringlaga hagkerfið kom á fót raunhæfu og metnaðarfullu aðgerðaverkefni, með ráðstöfunum sem ná yfir allan hringinn.
Sérstakar stefnur tóku á hinum ýmsu þáttum hringlaga hagkerfisviðmiðsins. Þegar kemur að auðlindaskilvirkni, eru þær meðal annars Vegakort til auðlindaskilvirkrar Evrópu og Vegakort til kolvetnislágs hagkerfis.
Annar stefnuklasi miðar að tilfærslu frá hinu línulega "taka - framleiða - neyta - farga" vaxtarmynstri, til hringrásarmódels sem byggir á því að viðhalda notagildi framleiðsluvara, íhluta og efna og halda verðmætum þeirra í hagkerfinu. Eins og tekið er fram í Aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfið, þá mun þetta krefjast breytinga á aðfangakeðjum, þar á meðal á vöruhönnun, viðskiptalíkönum, vali neytenda og lágmörkun úrgangs og stjórnun á úrgangi.
ESB löggjöf um úrgang er einn af meginhvötum stefnunnar. Helstu úrgangs tilskipanir ESB voru endurskoðaðar 2018. Það eru Rammatilskipun um úrgang, tilskipun um umbúðir og umbúðaúrgang, tilskipun um urðun, tilskipun um rafhlöður og rafgeyma, tilskipun um rafmagns- og rafeindaúrgang, og tilskipun um förgun ökutækja.
Endurskoðaðar tilskipanirnar sýna aukinn metnað fyrir endurvinnslu bæjar- og umbúðaúrgangs, en enn frekar þarf að draga úr bæjarúrgangi. Matarúrgang ætti að minnka um helming fyrir 2030 og úrgangi og lífúrgangi frá heimilum ætti að safna sérstaklega. Ennfremur sjá nýju reglurnar fyrir meiri notkun á skilvirkum fjárhagslegum verkfærum svo sem lengri ábyrgðartíma frá framleiðanda.
EEA heldur áfram að fjárfesta í styrkingu þekkingargrunns um hagkvæma notkun auðlinda og hringrásarhagkerfið, þ.m.t. úrgang, auk þess að auka afkastagetu og flytja reynslu til innan Evrópska umhverfis upplýsinga og vöktunar samstarfsnetið (Eionet).
EEAgreinir hráefnaflæði og gögn og upplýsingar um úrgang, og útbýr tengda vísa og matsskýrslur. Stefnuárangur er greindur í þremur samhliða skýrsluröðum um úrgangsstjórnun og hagkvæma auðlindanýtingu / hringrásarhagkerfið. Alhliða horfur eru settar fram í skýrslum um hringrásarhagkerfi og framlagi í samþættu mati, svo sem í EEA Umhverfi Evrópu - staða og framtíðarsýn (SOER) skýrsluröðinni.
Ítarleg greining á völdum þáttum hagkvæmrar auðlindanýtingar og hringrásarhagkerfisstefnum eru gerðar reglulega, sem skoða efni eins og vöktun, markmið, markaðsgrundvölluð verkfæri og önnur inngripatækni.
Samskipti hagsmunaaðila og það að byggja upp getu tengda slíku mati er mikilvægur þáttur verkefnisins, með reglulegum Eionet fundum og vinnustofum með staðbundnum tilvísunarmiðstöðvum varðandi úrgang og hagkvæma auðlindanýtingu og hringrásarhagkerfið.
Núverandi vinna snýr aðallega að því að bæta gagnagrunninn um auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfi og úrgang. Gert er ráð fyrir framlögum til SOER-seríunnar , með áherslu á þematengdar upplýsingar (úrgang og auðlindanýtingu) auk kerfisbundinnar greiningar á umskiptingunni yfir í hringrásarhagkerfi.
Í endurskoðuðum úrgangstilskipunum hefur EEA fengið það hlutverk að styðja við innleiðingu úrgangslöggjafar í aðildarríkjum ESB. Á tveggja ára fresti mun EEA fara yfir úrgangsstjórnunaráætlanir og meta framvindu í átt að úrgangsstjórnun og færslu í átt að hringrásarhagkerfinu.
Varðandi úrgangsstjórnun mun EEA styðja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins við mat á frammistöðu aðildarríkjanna í átt að nýskilgreindum markmiðum um endurvinnslu og urðun á úrgangi frá bæjarfélögum, og endurvinnslu á umbúðaúrgangi. Þetta mun gefa inntak í „snemmbúin viðvörun“ búnað.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/waste/intro or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:31 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum