All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Allstaðar er verið að tala um alheimskreppu - allt frá stefnugöngum til akademískra umræðuvettvanga: heilsukreppu, efnahags- og fjármálakreppu, loftslagskreppu og náttúrukreppu. Að lokum er þetta allt einkenni sama vandamálsins: ósjálfbær framleiðsla okkar og neysla. COVID-19 áfallið hefur leitt í ljós kerfislega veikleika alþjóðlegs hagkerfis okkar og samfélags með öllu misrétti sínu.
Evrópa safnar gögnum í síauknum mæli, sem auka skilning okkar á umhverfinu. Jarðskoðunargögn sem fengin eru í gegnum Copernicus-áætlun Evrópusambandsins skapa bæði nýjar áskoranir og tækifæri til að bæta þekkingu okkar á umhverfinu. Með því að sameina dagleg og rétt gögn frá Copernicus og þekkingargrunni okkar ætlar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) að gera stefnumótandi aðilum og borgurum um alla Evrópu kleift að grípa til ráðstafana til að takast á við áskoranir á staðar-, lands- og heimsvísu.
Sjávarlíf, loftslagið og hagkerfi okkar og félagsleg velferð reiða sig öll á heilbrigt haf. Þrátt fyrir einhverjar umbætur, sýnir mat okkar að við notum höf Evrópu á ósjálfbæran hátt. Loftslagsbreytingar og samkeppni um náttúruauðlindir bæta við auknum þrýstingi á sjávarumhverfi. Evrópsk stefnumál og ráðstafanir gætu skilað meiri breytingum til batnaðar þegar þau eru útfærð í gegnum „vistkerfismiðaða stjórnunar“ nálgun og eru studdar með hnattrænni sjávarstjórnunarskipan.
Skógar í Evrópu veita okkur mikilvæga þjónustu: hreint loft, hreint vatn, náttúrulegar kolefnisgeymslur, timbur, fæðu og aðrar afurðir. Þeir hýsa margar tegundir og búsvæði. Við ræddum um þær áskoranir sem snúa að skógum í Evrópu við Annemarie Bastrup-Birk, sérfræðing um skóga og náttúru hjá Umhverfisstofnun Evrópu.
Grænir innviðir fela í sér lausnir á vandamálum er varða umhverfi, samfélag og efnahag og fer innleiðing þeirra fram yfir mismunandi svið stefnumörkunar. EEA vinnur nú að gerð skýrslu um hlutverk grænna innviða í mótvægisaðgerðum gegn áhrifum náttúruhamfara sem tengjast veðurfars- og loftslagsbreytingum. Við ræddum við meginhöfund þeirrar skýrslu, Gorm Dige.
Hefur þú gaman af garðyrkjustörfum? Ef svo er og þú átt heima í Mið- eða Norður-Evrópu er líklegt að 'spanski snigillinn' sé einn af verstu óvinum þínum. Snigillinn eirir hvorki grösum né grænmeti og ekkert virðist bíta á hann.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/biodiversity/articles/articles_topic or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 12:53 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum