All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Skógar veita nauðsynlega vistkerfisþjónustu fyrir umhverfið og loftslag. Þeir aðstoða t.d. við að jafna loftslagið og viðhalda vatnasvæðum og gefa okkur hreint vatn. Þeir aðstoða við hreinsun andrúmslofts. Vöxtur skóga getur oft hjálpað að binda mikið magn koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Þeir hjálpa líka til við viðhald og verndun líffræðilegrar fjölbreytni þar sem margar tegundir búa í skógum og reiða sig á þá. Þeir eru líka mikilvæg efnahagsleg auðlind, ekki aðeins fyrir timburframleiðslu heldur einnig fyrir lyfjaiðnað og aðra framleiðslu. Skógar leika einnig mikilvægt hlutverk í velferð og tómstundum manna.
Í Evrópu er skógarsvæði í raun að vaxa, einkum vegna skógræktarstefnu og yfirfærslu á yfirgefnu ræktarlandi til skógræktar. Skógar þekja meira en 40% af heildaryfirborði lands í aðildarríkjunum 33 og samstarfslöndunum í Umhverfisstofnun Evrópu.
Engu að síður er heilbrigði skóga hnattrænt málefni og heildarsvæði skóglendis fer minnkandi á heimsvísu. Evrópubúar hafa áhrif á skógeyðingu heimsins. Við flytjum inn landbúnaðarvörur og timburefni sem eru meginástæða skógeyðingar í heiminum og hefur einkum áhrif í frumskógum eða í skóglendi á norðurhjara.
Heildarsvæði sem þakið er skógum er ekki eina vísbendingin sem taka þarf tillit til.
Margar áskoranir snúa að skógum í Evrópu, þ.m.t. missir búsvæða og meiri áhætta sem tengist ágengum tegundum, mengun og loftslagsbreytingum. Aukin neysla manna vegna ýmissa athafna, byggingar flutningsneta og útþensla borga valda einnig þrýstingi á skóga. Sundrun, þegar stórum skógum er skipt upp í margar smærri einingar á milli landbúnaðarsvæða eða borgarhluta, hefur mikil áhrif á skóga og tegundir sem reiða sig á skóga.
Þessi atriði eru greind í skýrslunni um ástand og þróun skógarvistkerfa í Evrópu sem kemur út síðar í þessum mánuði. Skýrslan staðfestir að við þurfum að vernda skógana okkar og tryggja sjálfbæra stjórnun á skógarvistkerfum, ekki aðeins hvað varðar timburframleiðslu heldur einnig þegar við notum skógana fyrir aðrar mikilvægar vistkerfisþjónustur sem skipta máli fyrir velferð okkar.
Í sögulegu samhengi eru skógar náttúruleg búsvæði a stórum svæðum í Evrópu og hafa í gegnum tíðina veitt mikilvæga þjónustu fyrir umhverfið og velferð okkar. Þeir búa yfir mikilli líffræðilegri fjölbreytni og skipta sköpum við viðhald náttúrulegra búsvæða í Evrópu.
Á síðustu árum hefur verið vaxanda vitund um mikilvægi þeirra á ýmsum sviðum stefnumörkunar, sér í lagi nú með COP 21 samningnum þar sem lögð var rík áhersla á skóga í umræðunni um loftslagsmál. Hvað varðar kolefnisbindingu og mildun áhrifa loftlagsbreytinga eru skógar líklegast eina náttúrulega tækið sem við höfum stjórn á. Við getum ræktað þá og skorið þá niður. Þá stjórn höfum við ekki á hafinu, til dæmis.
Við vitum að þær hafa áhrif á skóga en við vitum ekki hvernig eða að hvaða marki. Loftslagsbreytingar hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Ef lofthiti hækkar er líklegt að trjávöxtur aukist og það kann að hafa jákvæð áhrif á timburframleiðslu. Það getur einnig haft áhrif á skógarmörk, sem kunna færast ofar og norðar. Um leið kunna margar ógnir að stafa að skógum, s.s. sýklar, sjúkdómar, skaðvaldar og aukning ágengra tegunda.
Sem dæmi má nefna að vegna hlýrri og þurrari vor- og sumarmánuða þarf evrópska grenibarkarbjallan (Ips typographus) styttra vaxtarskeið og getur fjölgað sér mörgum sinnum yfir árstíðina.
Loftslagsbreytingar geta gert skóga viðkvæmari gagnvart öfgum í veðri. Breytingar á tíðni regns (bleyta eða þurrkur) kunna að valda því að fyrirliggjandi trjátegundir hörfi undan öðrum tegundum sem eru hæfari til að lifa af og þrífast við nýjar loftslagsaðstæður.
Þó svo að flestir skógareldar í Evrópu séu af mannavöldum geta miklir þurrkar aukið hættuna á skógareldum, sérstaklega í Suður-Evrópu. Slíkir eldar gætu lagt vistkerfi skóga í rúst.
Stjórnun skóga er enn á ábyrgð einstakra ríkja. Hins vegar eru í vinnslu verkferlar innan ESB til að setja fram skilyrði og leiðbeiningar um hvernig á að annast skóga í Evrópu með sem bestum hætti. Þó svo svo að ESB hafi enga ákveðna stefnu í málefnum skóga vill sambandið styðja við og innleiða sjálfbæra stjórnun skóga innan Evrópu og vernda og viðhalda margbreytilegu hlutverki skóga. Að því marki hefur ESB þróað nýja Skógaráætlun sem kom út í september 2013. Í áætluninni er reynt að hvetja til aukinnar samhæfingar á milli allra hlutaðeigandi.
Stofnunin vinnur mat til að leggja fram í þekkingargrunn um skóga í Evrópu og hvetja til vitundarvakningar um þær áskoranir sem snúa að skógum og auðkenna um leið horfur til framtíðar. Að því marki vinnum við náið með Sameiginlegri rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnarinnar og Eurostat. Við vinnum einnig með evrópsku jarðfjarkönnunaráætluninni, Copernicus, sem kortleggur skóga og skógargerðir við eftirlit sitt. Auk þess störfum við með stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum að samnýtingu gagna. Með sérþekkingu okkar í umhverfismálum og með hjálp samstarfsaðila okkar getum við tengt skóga öðrum umhverfismálum, s.s. loftslagi, landbúnaði, flutningi og líffræðilegri fjölbreytni og fengið þannig aukinn skilning á þeim áhrifum sem steðja að skógarvistkerfum.
Annemarie Bastrup-Birk
Viðtalið birtist í tölublaði 1/2016 í fréttabréfi EEA í mars 2016.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/sjalfbaer-stjornun-er-lykillinn-ad or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:17 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum