All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu "Mismikil nándaráhrif og mismikil áhrif: félagslegt varnarleysi gagnvart loftmengun, hávaða og öfgum í hitastigi í Evrópu"er bent á fjögur lykilatriði. Það fyrsta er að fólkið sem þegar stendur höllum fæti, hvað varðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður eða varðandi aldur, verður fyrir óhóflega miklum áhrifum af þeim umhverfishættum sem við skoðum í skýrslunni. Í öðru lagi er mikill munur á milli svæða í Evrópu varðandi hvar svæðin sem standa verst eru og hvar mengun safnast upp. Sum svæði eru hlutfallslega ríkari og minna menguð, á meðan önnur eru fátækari eða standa verr, glíma við meiri mengun og eru varnarlausari gagnvart öfgum í hitastigi. Annað lykilatriði sem kemur fram í skýrslunni er að við, sem Evrópusambandið, höfum góðan grunn í evrópskri stefnumörkun þegar kemur að því að takast á við varnarleysi en það þarf að gera meira varðandi framkvæmdir. Þetta er í raun mjög aðkallandi, vegna þess að þessi ójöfnuður mun líklega haldast í framtíðinni — að minnsta kosti að hluta til. Þannig að síðasta atriðið í skýrslunni undirstrikar að við þurfum að skoða hvaða staðbundnu, innlendu og evrópsku aðgerða við getum gripið til.
Það eru til dæmi þar sem lagt hefur verið staðbundið mat á félagslegt varnarleysi og hversu berskjaldaðir íbúar eru fyrir umhverfisvá. Berlín er gott dæmi, þar sem allri borginni hefur verið skipt upp í litla hluta og í hverjum þessara hluta hefur félagsleg og efnahagslega staða íbúanna og umhverfisvandamál verið metin. Þetta samsetta kort af félags- og efnahagslegum vandamálum og umhverfisvandamálum gerir staðaryfirvöldum kleift að takast á við þau svæði þar sem þessi vandamál safnast upp og þar sem lífsgæði íbúanna eru líklegust til að vera lökust.
Alvarlegt vandamál, sér í lagi í aðildarríkjum ESB í Austur- og Suður-Evrópu, er viðvarandi notkun á kolum við húshitun. Þetta veldur umtalsverðri loftmengun. Það eru hinsvegar til ýmsar landsáætlanir með styrkjum sem styðja við að skipt sé úr húshitun sem byggir á kolum yfir í húshitun með gasi og öðrum orkugjöfum sem menga minna og þær beinast að fátækustu heimilunum.
Hvað varðar félagsleg gögn og efnahagsupplýsingar, þá stóluðum við mikið á gögn frá Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat), vegna þess að það er evrópsk gagnalind sem býður upp á traustan gagnagrunn víðsvegar í Evrópu. Að sjálfsögðu eru ákveðnir ókostir varðandi hversu ítarleg gögnin eru. Þau eru eingöngu gefin upp fyrir stórar staðeiningar, svokölluð NUTS II og III svæði, þannig að þau ná ekki niður fyrir einingar sem innihalda á bilinu 150.000 og 800.000 íbúa. Hvað varðar umhverfisgögn fyrir loftmengun og hávaða þá notuðum við gögn sem lönd skiluðu inn til Umhverfisstofnunar Evrópu og sem voru metin af okkur hér. Varðandi gögn um loftslag, þá notuðum við einnig daglega athugunar-gagnamengið sem er sett fram á evrópska kvarðanum, sem kallast E-OBS. Þau hafa verið sundurliðuð hér innanhúss til að standa fyrir loftslagsbreytur á sama svæði og félagslegu og efnahagslegu gögnin.
Við getum nú augljóslega séð áhrifin sem öfgar í hitastigi hafa á líf fólks, bæði varðandi kulda og mikinn hita sem mældur hefur verið síðustu áratugi. Þrátt fyrir að loftgæði í Evrópu hafi batnað umtalsvert, þá heldur loftmengun áfram að vera veruleg umhverfisvá fyrir Evrópubúa. Við sjáum reglulega fyrirsagnir í fjölmiðlum um að loftmengun fari yfir mörk á ýmsum stöðum í álfunni. Einnig varðandi hávaða, þá er það mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að einn af hverjum fimm Evrópubúum verði fyrir nándaráhrifum frá veghljóðum sem kunna að hafa áhrif á vellíðan þeirra. Þannig að við einbeittum okkar að þeim hættum sem hafa mest áhrif á heilsufar manna. Áherslur okkar voru einnig að hluta til ákvarðaðar út frá aðgengi að gögnum og þeim mikla þekkingargrunni sem við höfum um þessar hættur.
Þetta er í fyrsta skipti sem við greinum umhverfisgögn út frá félagslegum gögnum og efnahagsupplýsingum hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Skýrslan getur verið upphafsreitur fyrir frekari úttektir og verður vonandi innlegg í væntanlega skýrslu okkar: "Ástand umhverfismála í Evrópu 2020". Við erum einnig með aðrar skýrslur á döfinni þar sem skoðuð eru tengslin milli umhverfis og heilsu.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðrir hagsmunaaðilar tóku vel í þau málefni sem við vöktum athygli á í skýrslunni okkar. Í raun hafa ýmsir aðilar í Evrópusambandinu nú þegar viðurkennt sambandið á milli félagslegra og efnahagslegra vandamála og umhverfisvandamála og eru að vinna að því að tryggja að tekist verði á við þau á áhrifaríkari hátt saman til að auka velferð Evrópubúa. Sambandið á milli umhverfisins og félagslegra vandamála er mikilvægt, eins og við höfum séð í nýlegum mótmælum í Frakklandi og í verkföllum námsmanna víðsvegar í Evrópu vegna loftslagsbreytinga. ESB er að takast á við félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð með margvíslegum áætlunum eins og svæða- og samheldnistefnum þess. Þessi viðleitni ESB er viðbót við aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til á landsvísu og á staðbundnum vettvangi.
Aleksandra Kazmierczak
Viðtalið birtist í mars 2019 útgáfu Fréttabréfs Umhverfisstofnunar Evrópu 01/2019
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/hvernig-hefur-umhverfisva-ahrif-a or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 08:46 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum