All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Allt frá nemendum og fjölskyldum til borga og héraða, hefur fjölmargt fólk víðsvegar um Evrópu nú þegar gripið til aðgerða sem beinast í þessa átt. En nú veitir Græna samkomulagið í Evrópu einstakt tækifæri: þar er sett fram sameiginleg og samræmd framtíðarsýn fyrir heila heimsálfu.”
Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Á fimm ára fresti sendir Umhverfisstofnun Evrópu frá sér ítarlega skýrslu um ástand og horfur í umhverfismálum í Evrópu. Sjötta útgáfan — „Umhverfismálin í Evrópu — ástand og horfur 2020”, sem gefin var út nýlega, rennir styrkari stoðum undir vaxandi kröfur um öflugar, afgerandi og tafarlausar aðgerðir. SOER 2020 sýnir að evrópsk löggjöf og stefnumarkmið hafa skilað árangri á mörgum sviðum. Dregið hefur úr losun á loftmengunarefnum, losun á gróðurhúsalofttegunum hefur minnkað, og stærri hluti af land- og sjávarsvæðum Evrópu er nú varinn. Sífellt stærri hluti af heimilis- og rekstarúrgangi í Evrópu er endurunninn. Þó að þessar breytingar séu að gerast nokkuð hratt þá er það samt ekki nógu hratt í ljósi þeirra áskorana sem framundan eru.
Í SOER 2020 er því haldið fram að framleiðslu- og neyslukerfi okkar haldi áfram að vinna meira úr náttúruauðlindum okkar og með hraðari hætti en það tekur náttúruna að endurnýja sig. Að auki er framleiðsla okkar á vörum og neysla og þjónusta með þeim hætti að mengunarefni eru losuð út í umhverfið. Þessi mengunarefni hafa tilhneigingu til að blandast saman við og safnast upp, og hafa þannig áhrif á vistkerfi og heilsu manna. Þegar lögð eru saman áhrif vegna slæms ástands í loftslagsmálum og tjóns á líffræðilegum fjölbreytileika, lítur út fyrir að framtíð okkar verði sífellt viðkvæmari. Þetta hefur nú þegar haft áhrif á mörg samfélög og hópa í Evrópu. Bændur standa frammi fyrir óútreiknanlegum veðuraðstæðum. Milljónir Evrópubúa halda áfram að vera útsettir fyrir skaðlegu magni af loftmengun eða upplifa tíðari flóð. Þéttbýli heldur áfram að taka yfir frjósamt ræktanlegt land og innviðauppbygging heldur áfram að brjóta upp landslagið. Til að snúa þessari þróun við, verður Evrópa að vinna saman með öðrum heimshlutum og samstarfsaðilum á heimsvísu.
Lönd í Evrópu þurfa að innleiða að fullu löggjöf sem nú þegar hefur verið samþykkt. Þetta getur áreiðanlega skilað frekari umbótum. Engu að síður staðfesta niðurstöður SOAR 2020 einnig að stigvaxandi betri orkunýting, eins og bílar með betri orkunýtingu og hreinna eldsneyti, mun ekki nægja til að ná fram kerfislægum breytingum. Slík skref munu ekki leiða til hreins samgöngukerfis. Flokkun á heimilis- og rekstrarúrgangi mun ekki leiða til hringrásarhagkerfis. Hanna þarf vörur og framleiðsluferla þannig að auðlindir sem búið er að vinna haldist innan hagkerfisins. Til að ná fram kolefnishlutleysi, hringrásarhagkerfi, markmiði um enga mengun og réttlátu samfélagi, þurfum við að endurhugsa, endurhanna og endurbyggja lykilkerfin sem eru undirstöður fyrir hagkerfin okkar og daglegt líf, og byrja verður á orku-, matvæla- og samgöngukerfunum. Þessar breytingar geta ekki heppnast án þess að stutt sé við hópana sem verða fyrir áhrifum af þeim. Heilbrigt og réttlátt matvælakerfi þarf að draga úr efnanotkun í landbúnaði og vera með betri stjórn á landvernd, á sama tíma og mikil framleiðni og lífsviðurværi bænda eru tryggð.
Þessar miklu breytingar krefjast þess að farið sé í réttar fjárfestingar til að skala upp og hraða sjálfbærum lausnum, á sama tíma og dregið er úr ósjálfbæru og mengandi verklagi eða því hætt. Réttu fjárfestingarnar — í fólki, nýsköpun, og hreinum iðnaði — geta hjálpað til við að skapa betri tækifæri og aukin lífsgæði fyrir alla.
Þessar helstu ályktanir úr SOER 2020 skýrslunni okkar endurspeglast með skýrum hætti í Orðsendingu um Grænt samkomulag í Evrópu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem send var út í síðustu viku. Í orðsendingunni er aðgerðaáætlun fyrir næstu fimm ár lýst í grófum dráttum, þar sem framkvæmdastjórn von der Leyen mun leggja fram fjölmargar tillögur. Þetta eru m.a. tillögur um að setja talsvert aukinn metnað í loftslagsmál í Evrópu, áætlun um líffræðilegan fjölbreytileika, hreinar samgöngur og sjálfbæra fjármálastjórn, sem verða studdar með samhæfðum sjóðum ESB, þar með talið Fyrirkomulagi um réttlátar um breytingar (e. Just Transition Mechanism) til að styðja fólk sem verður fyrir áhrifum af þessum breytingum. Samningurinn mun hjálpa til við að skila framlagi Evrópu til að ná hnattrænum markmiðum, þ.m.t. markmiðum sem er að finna í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Græna samkomulagið í Evrópu sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram og sá víðtæki stuðningur sem það hefur fengið í Evrópuþinginu og Evrópuráðinu eru áþreifanleg merki um framtíðarsýn Evrópu og staðfestu í að stefna í átt að sjálfbæru og réttlátu samfélagi. Það samanstendur af evrópskri stefnu sem er svar við vaxandi kröfum sífellt fleiri Evrópubúa um öflugar aðgerðir. Í raun hafa allt frá nemendum og fjölskyldum til borga og héraða, og fjölmargt fólk víðsvegar um Evrópu nú þegar gripið til aðgerða sem beinast í þessa átt. En nú veitir Græna samkomulagið í Evrópu einstakt tækifæri: þar er sett fram sameiginleg og samræmd framtíðarsýn fyrir heila heimsálfu.
Að ná fram þeirri framtíðarsýn sem dregin er upp í Græna samkomulaginu í Evrópu verður ekki auðvelt. Orðsendingin sem send var út í síðustu viku er einungis byrjunin á löngu ferli. Á þessu erfiða en spennandi ferðalagi, er Umhverfisstofnun Evrópu staðráðin í að bjóða upp á bestu fáanlegu þekkinguna til að styrkja umræður um umhverfis- og loftslagsmál í Evrópu.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
Ritstjórnargrein sem birtist í desemberútgáfu Fréttablaðs EEA 04/2019
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/thad-er-kominn-timi-til or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 03:41 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum