All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Evrópa er umkringd úthöfum og sjó, sem, í gegnum söguna, hafa mótað loftslag, hagkerfi og samfélag hennar. Sjórinn hefur gefið strandsamfélögum um alla Evrópu störf og næringarríkt fæði. Verslunarleiðir á sjó hafa flutt með sér vörur ásamt góðum hugmyndum og nýjungum, á meðan hafstraumar flytja hita frá hitabeltissvæðum til norðurs, sem gerir loftslagið í Norður-Evrópu hæfara fyrir búsetu.
Sjór þekur yfir 70% yfirborðs jarðarinnar, og höfin gegna lykilhlutverki við að halda uppi lífi á jörðinni. Þau eru heimili mergðar tegunda og kjörlenda, og á hverju ári eru nýjar tegundir og kjörlendi uppgötvuð, hvert með sínum eigin einkennum. Auk þess að hafa stjórn á hnattrænu veðurfari og styðja líffræðilegan fjölbreytileika, eru höfin líka stærsti kolefnisviðtakinn. Þau fanga koltvísýring úr andrúmsloftinu og hjálpa þannig til við að takast á við loftslagsbreytingar. Þau skapa líka atvinnutækifæri. Samkvæmt Framkvæmdastjórn ESB, samanstendur „bláa“ hagkerfið af 5,4 milljónum starfa og skilar vergu vinnsluverði upp á næstum 500 milljarða evra á hverju ári.
Því miður, eru höfin, þar með talin þau sem eru umhverfis Evrópu, undir sífellt meira álagi vegna athafna mannkyns og loftslagsbreytinga. Nýleg möt sýna greinilega að verið er að draga úr gæðum vistkerfa hafsins eða þau eru að breytast. Hitabreytingar af völdum loftslagsbreytinga og möguleg súrnun sjávar getur veikt vistfræðilegan viðkomugetu hafsvæða Evrópu. Stór hluti álagsins kemur af starfsemi á hafi úti, svo sem útdrátti og framleiðslu á náttúruauðlindum (steinefni, fiskur, skelfiskur o.s.frv.), flutningi og orkuframleiðslu, eða mengun, þ.m.t. vegna veiðibúnaður sem er fargað í hafið. Til dæmis: þungar botnvörpuveiðar sem valda efnislegum skemmdum á sjávarbotni, og skemma kjörlendur. Eða kjölfestuvatn sem kemur með framandi tegundir, sem geta haft áhrif á heil vistkerfi, sérstaklega á svæðisbundnum hálf-lokuðum höfum, svo sem Eystrasalti og Svartahafi.
Starfsemi á landi — svo sem notkun áburðar í landbúnaði og iðnaðarefna, og skólp — bæta við álagið. Til dæmis, inniheldur áburður efni eins og fosfór og köfnunarefni, sem virka eins og næringarefni þegar þau koma í hafið, og valda, meðal annars, þörungablóma. Þessi ofgnótt þörunga getur eytt súrefni í vatninu sem veldur köfnun annara vatnalífvera. Eins komast plastumbúðir og örplast sem notuð eru í snyrtivörum í hafið í gegnum skólpkerfi og ár. Plast brotnar niður og margar sjávarlífverur borða litla plastbita fyrir mistök sem getur verið þeim banvænt. Plastið fer jafnvel inn í fæðukeðju okkar. Hnattræn og evrópsk eftirspurn eftir hráefnum og öðrum auðlindum lokkar lönd og fyrirtæki til að leita að nýjum tækifærum handan lands og strandsvæða, sem gæti þýtt aukið álag á vistkerfi sjávar.
ESB sem viðurkennir bæði vist- og hagfræðilega þýðingu evrópskra hafsvæða, hefur markað stefnu og komið á reglum og ráðstöfunum, sem tengjast skipulagningu og stjórnun sjálfbærrar notkunar hafsvæða Evrópu og nær yfir ýmsa starfsemi svo sem sjávarútveg, orkuframleiðslu undan ströndum, og verndun líffræðilegs fjölbreytileika í hafinu. Haftilskipunin, sem tekin var upp 2008, miðast að því að tryggja samræmi á milli slíkra ESB-stefnumörkunar, og setur þrjú takmörk fyrir hafsvæði Evrópu: að þau séu „framleiðandi“, „heilbrigð“ og „hrein“. Þessi viðleitni er samstillt við Blár vöxtur stefnumál ESB — langtíma áætlun sem á að styðja sjálfbæran vöxt í sjávargeiranum í heild, sem fylgir með Sjávarskipulagstilskipuninni. Stefna ESB á þessu sviði er líka samstillt við markmið um sjálfbæra þróun, Markmið 14 og markmið 6 sérstaklega.
Mat Umhverfisstofnunar Evrópu „Ástand hafsvæða Evrópu“, sem byggt er á tiltækum gögnum, komst að þeirri niðurstöðu að þó að hægt sé að líta svo á að höf Evrópu séu framleiðandi, sé ekki hægt að kalla þau heilbrigð eða hrein. Engu að síður hafa verið gerðar umbætur á sumum sviðum. Til dæmis hafa aðildarríki ESB nú þegar skipulagt meira en 9% af hafsvæðum sínum sem vernduð hafsvæði. Eins virðist álagið vegna fiskveiða og ofauðgunar vera að minnka. Þrátt fyrir þessar umbætur, erum við enn að nota hafið á ósjálfbæran hátt sem ógnar ekki aðeins framleiðni sjávar heldur einnig velferð okkar.
Höf eru hluti af náttúruauðlindum Evrópu og verndun þeirra og hagnýting krefst Evrópu- og vistkerfis-grundvallaða stjórnunarnálgun, sem þarf að fara út fyrir ráðstafanir innan hvers geira. Mikið af álaginu tengist ósjálfbærum neyslu og framleiðslumynstrum eða athafna eða krafna mannfólks á landi. Að því gefnu getur það að bæta meðhöndlun skólps hjá sveitarfélögum (minna plast í náttúrunni) eða að skipta yfir í hreinni samskiptamáta (minni útblástur gróðurhúsalofttegunda) hjálpað lífríki sjávar jafn mikið og umbætur í sjálfbærum verkferlum í fiskveiðum. Á nýlegum árum hefur stefna ESB, eins og hringhagkerfispakkinn, loftlags og orkupakkinn og lágkolefnisáætlunin, sífellt fært sig nær og nær allsherjar nálgun við að takast á við víðara félagshagfræðilegar og umhverfis-loftslags áskoranir.
Í samhengi lífríkis hafsins, myndi yfirgripsmikil nálgun fela í sér að taka upp vistkerfisgrundaða stjórnun og færa saman mismunandi samstarfsvettvangi stjórnunar innan ESB, eins og þessa sem eru undir Sameiginlegri sjávarútvegsstefnu, Sjávarskipulagstilskipuninni og Haftilskipuninni.
Eins og á við um margar aðrar hnattrænar áskoranir — svo sem loftmengun og loftslagsbreytingar, er hnattræn nálgun nauðsynleg til að tryggja heilbrigði hafsvæða Evrópu. Til að greiða fyrir hnattrænni samvinnu og takast á við vandamál sem tengjast hnattrænni stjórnun hafsins mun Evrópusambandið halda 2017 „Hafið okkar“ ráðstefnuna í Möltu í október. Við það tækifæri munu Umhverfisstofnun Evrópu og Framkvæmdastjórn ESB kynna WISE-Marine, vettvanginn til að deila upplýsingum um lífríki sjávar í Evrópu til að styðja við stjórnun hafsins og vistkerfisgrundaða stjórnun.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EES
Ritstjórnargreinin birtist í tölublaði 2017/03 af fréttabréfi EES í september 2017
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/i-att-ad-heilbrigdari-og or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 07:36 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum