All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
FRÉTTATILKYNNING
Kaupmannahöfn, 29. maí 2001
Nýjustu umhverfisvísbendingar sýna vel á hvað þarf að leggja áherslu við almenna stefnumörkun í Evrópu
Almenn stefnumörkun fyrir umhverfismál verður að tryggja betur en nú er, að eitthvað vinnist í baráttunni gegn umhverfisálagi af völdum síaukinnar framleiðslu og neyslu í Evrópu, því annars nást ekki þau markmið sem sett hafa verið í sambandi við umhverfisvernd og sjálfbæra þróun.
Þetta er kjarninn í boðskap þeyrrar skýrslu sem nefnist Umhverfisvísbendingar 2001 og kemur út á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) í dag.
"Skýrslan sýnir, svo ekki verður um villst, að þær umhverfisógnir sem erfiðastar eru viðfangs, eins og til dæmis losun gróðurhúsalofttegunda, ofnotkun lands og vatns, nítratmengun og stöðug aukning sorps og úrgangs, verða okkur áfram til tjóns og armæðu," sagði Domingo Jiménez-Beltrán, framkvæmdastjóri EEA.
"Öll þessi vandamál stafa af of mikilli notkun hráefna. Ef ætlunin er að vinna að umhverfisvernd og sjálfbærri þróun, eins og mælt er með í sjöttu framkvæmdaáætluninni um umhverfismál (6EAP), verður að stefna að betri nýtingu efna og orku.
"Til að ná þessum markmiðum verður að vinna betur að því að hafa áhrif á eðli og umfang framleiðslu og neyslu á öllum sviðum efnahagslífsins. Skattlagning er eitt helsta verkfærið til að hafa stjórn á eftirspurninni, en henni verður að beita á skynsamlegan hátt vegna þess að fjárhagsleg örvun hefur minni áhrif þegar tekjur aukast."
Í skýrslunni Umhverfisvísbendingar 2001 er brugðið upp svipmyndum af örfáum hinna ótalmörgu ógna sem steðja að umhverfinu í hinum 18 aðildarlöndum EEA, og jafnframt er gerð grein fyrir því hvaða öfl eru þar að verki og hvernig allt þetta tengist.
Skýrslan er ætluð stefnumótendum og öllum almenningi. Hún verður einn helsti umræðugrundvöllur leiðtogafundarins í Gautaborg 15. og 16. júní næstkomandi, en þar munu leiðtogar ES-ríkjanna gera úttekt á þeim aðferðum sem beitt hefur verið við samþættingu umhverfisverndar á hinum 9 sviðum efnahagslífsins og leggja línurnar fyrir fyrstu sóknaráætlunina fyrir sjálfbæra þróun.
Við gerð hinnar árlegu skýrslu Umhverfisvísbendingar er stuðst við félagslegar og efnahagslegar, svo og umhverfislegar vísbendingar við mat á því hvernig gengur að framfylgja stefnumörkum í umhverfismálum og að samþætta umhverfismálefni stefnumörkunum á öðrum sviðum. Þannig er hægt að tryggja að stefnumörkunin verði auðskilin, gagnsæ og áreiðanleg og að hún verði grundvöllur mikils árangurs.
Fyrsta skýrslan í skýrsluröðinni um Umhverfisvísbendingar kom út í fyrra og er útgáfan þegar farin að þróast í þá átt að verða helsta skýrslan um vísbendingar um sjálfbæra þróun í umhverfismálum Evrópu. Hún mun því hafa miklu hlutverki að gegna í sjöttu framkvæmdaáætluninni um umhverfismál (6EAP).
Í skýrslunum, sem fjalla um ákveðna geira efnahagslífsins og tiltekin umhverfismálefni, er gerð grein bæði fyrir þróuninni, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Skýrslunum er ekki ætlað að gefa fullkomna yfirsýn yfir sviðið eins og skýrslur EEA um ástand umhverfismála sem koma út á fimm ára fresti.
Skýrslan Umhverfisvísbendingar 2001 fjallar um umhverfisálag af völdum heimilanna og neyslunnar og af völdum ferðamennsku, sem nú eru tekin fyrir í fyrsta skipti, en að auki nær hún til áhrifa samgangna, orku og landbúnaðar á umhverfið.
Hvað varðar einstök umhverfismál, er nú aukin áhersla lögð á ástand vatns í ám, hættuleg efni í sjó, mengun jarðvegs og graslendis, og tíðari uppfærslu gagna um loftlagsbreytingar, loftmengun og úrgang.
Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni má nefna eftirfarandi atriði:
Það kemur ennfremur fram í skýrslunni Umhverfis-vísbendingum 2001 að "vistvirkni" (eco-efficiency) - þ.e. hve mikið við notum umhverfislegar auðlindir til að framleiða hverja einingu efnahagslegrar starfsemi - hefur batnað síðan 1990 í flutningum, orkuframleiðslu og landbúnaði.
Við þetta hefur losun sýrandi lofttegunda og ósónmyndandi efna við jörð í þessum geirum minnkað. Hins vegar hefur vöxturinn i þessum geirum gert meira en vega upp á móti því sem áunnist hefur í umhverfisvirkni í þeim.
Í framhaldi af þeirri ákvörðun sem tekin var á fundi Evrópuráðsins í Stokkhólmi í mars um að endurskoða framfarir á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar á árlegum vorfundum leiðtoga Sambandsins, hefur EEA ákveðið að hanna og tímasetja Umhverfisvísbendingar þannig héðan í frá að skýrslurnar gagnist því ferli eins vel og kostur er.
Heildartexta Umhverfisvísbendinga 2001 birtist á vefsíðu EEA í http://reports.eea.europa.eu/signals-2001/index_html
Um EEA
Það er markmið Umhverfisstofnunar Evrópu að styðja við sjálfbæra þróun og að veita þá aðstoð sem þarf til að koma á verulegum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með þvi að miðla tímabærum, hnitmiðuðum, hlutlægum og áræðanlegum upplýsingum til allra sem starfa að stefnumótun og til alls almennings. Stofnunin var sett á stofn árið 1990 samkvæmt ákvörðun ES og í samræmi við Reglugerð Evrópuráðsins 1210/90 (síðar breytt samkvæmt Reglugerð Evrópuráðsins 933/1999). Stofnunin er stærsti aðili Evrópska netkerfisins fyrir umhverfisupplýsingar og umhverfisvöktun (EIONET), netkerfis um 600 stofnana af ýmsu tagi á sviði umhverfismála í Evrópu.
Stofnunin starfar í Kaupmannahöfn og hefur gert það síðan 1994. Hún er opin öllum löndum sem hafa sömu markmið og stofnunin og geta tekið þátt í störfum henna. Nú eru aðildarríkin 18 talsins - 15 aðildarríki ES og að auki Ísland, Noregur og Liechtenstein, en þessi ríki eru aðilar að Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA. Löndin 13 í Mið- og Austur-Evrópu og við Miðjarðarhafið sem sækja um aðild að ES munu að öllum líkindum ganga í EEA á næstu mánuðum. Stofnunin verður fyrsta stofnun ES sem tekur við þessum löndum.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/signals_2001-is or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 07:23 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum