næsta
fyrri
atriði
Ritstjórnargrein — Hreinna loft, stöðugt loftslag og heilbrigðara líf

Evrópusambandið hefur náð verulegum árangri í að bæta loftgæði með því að samþykkja og innleiða stefnur og ráðstafanir síðan á níunda áratugnum. Samt heldur loftmengun áfram að vera mesta umhverfisáhættan fyrir heilsu fólks í Evrópu. Þessi hætta er enn meiri í tengslum við loftslagsbreytingar, svo sem mikilli hita, sem hefur mest áhrif á viðkvæma hópa, eins og aldraða og börn.

Lesa meira

Heilsufar og umhverfi, þar á meðal loft- og hávaðamengun — kastljósið á störf Umhverfisstofnunar Evrópu

Loftmengun, hávaðamengun og áhrif loftslagsbreytinga eru helstu áhættuþættirnir fyrir daglega heilsu og velferð Evrópubúa. Við ræddum við Catherine Ganzleben, teymisstjóra fyrir loftmengun, umhverfi og heilsufar, Alberto González, loftgæðasérfræðing EEA og Eulalia Peris, hávaðamengunarsérfræðing EEA til að fá frekari upplýsingar um vinnu EEA til að auka þekkingu á þessu mikilvæga sviði.

Lesa meira

Hvernig hefur umhverfisvá áhrif á berskjaldaða hópa í Evrópu?

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að verja betur berskjölduðustu íbúa Evrópu, þar með talið fátæka, börn og aldraða, fyrir umhverfisvá eins og loft- og hljóðmengun og öfgum í hitastigi. Aleksandra Kazmierczak, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) á sviði aðlögunar að loftslagsbreytingum, útskýrir helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu þar sem lagt er mat á sambandið á milli félagslegs og lýðfræðilegs ójöfnuðar og varnarleysis gagnvart loftmengun, hávaða og helstu umhverfishættum.

Lesa meira

Kvikasilfur: þrálát ógn við umhverfið og heilsu fólks

Margt fólk tengir kvikasilfur enn við hitamæla og flest fólk veit líka að það er eitrað. Vegna eituráhrifa þess er verið að taka kvikasilfur úr vörum í Evrópu en enn er talsvert magn af því sem berst um í lofti, vatni, jarðvegi og vistkerfum. Er kvikasilfur enn vandamál og hvað er verið að gera í því? Við tókum viðtal við Ian Marnane, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun Evrópu á sviði sjálfbærrar notkunar auðlinda og iðnaðar.

Lesa meira

Breytingar í umhverfinu: þekking er lykillinn að því að draga úr áhrifunum á fólk og náttúruna

Stefnumótun á sviði umhverfismála er ekki auðvelt verkefni. Evrópubúar vilja annars vegar njóta ávinningsins af hagkerfi sem virkar vel. En hins vegar hefur val okkar á lífsháttum í för með sér verulegan kostnað fyrir umhverfið og heilbrigði manna. Kerfisbundinn skilningur á tengslum náttúru, efnahagsmála og heilbrigði manna er nauðsynlegur til að greina hvers kyns stefnumörkun er best. Umhverfisstofnun Evrópu hefur það að stefnu sinni að styðja við stefnumótun með því að bjóða einmitt upp á slíkar upplýsingar.

Lesa meira

Umhverfi Evrópu: orkan í gögnum og þekkingu

Evrópa safnar gögnum í síauknum mæli, sem auka skilning okkar á umhverfinu. Jarðskoðunargögn sem fengin eru í gegnum Copernicus-áætlun Evrópusambandsins skapa bæði nýjar áskoranir og tækifæri til að bæta þekkingu okkar á umhverfinu. Með því að sameina dagleg og rétt gögn frá Copernicus og þekkingargrunni okkar ætlar Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) að gera stefnumótandi aðilum og borgurum um alla Evrópu kleift að grípa til ráðstafana til að takast á við áskoranir á staðar-, lands- og heimsvísu.

Lesa meira

Hreinna loft er betra fyrir heilsu manna og loftslagsbreytingar

Þökk sé löggjöf, tækni og færslu í átt frá mjög mengandi jarðefnaeldsneyti í mörgum löndum hafa loftgæði Evrópu farið batnandi á nýliðnum áratugum. Engu að síður verður fólk enn fyrir neikvæðum áhrifum frá loftmengun, sérstaklega í borgum. Vegna þess hversu flókin baráttan gegn loftmengun er krefst hún samhæfðra aðgerða á mörgum sviðum. Nauðsynlegt er að gefa borgurum tímalega upplýsingar á aðgengilegan hátt til að virkja þá. Nýútgefinn loftgæðavísir okkar gerir nákvæmlega það. Betri loftgæði myndu ekki aðeins bæta heilsu okkar heldur einnig hjálpa til að takast á við loftslagsbreytingar.

Lesa meira

Loftgæði er mikilvægt málefni fyrir marga Evrópubúa

Í síðasta mánuði gaf Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) út nýjustu skýrslu sína um „loftgæði í Evrópu“ en hún sýndi að þó að loftgæði fari batnandi er loftmengun stærsta umhverfishættan gegn heilbrigði í Evrópu. Við settumst niður með Alberto Gonzáles Ortiz, loftgæðasérfræðingi EEA til að ræða um niðurstöður skýrslunnar og hvernig tækni, eins og gervihnattamyndir, hjálpa til við að bæta rannsóknir á sviði loftgæða.

Lesa meira

Loftmengun: það þarf þekkingu til að takast á við hana

„Góðu fréttirnar eru að á síðustu áratugum hefur ástandið batnað verulega hvað varðar snertingu almennings við nokkur loftmengandi efni. En þessi mengunarefni, sem við náðum að minnka mest, eru ekki þau sem eru heilsu manna og umhverfi skaðlegust“ segir Valentin Foltescu sem vinnur við loftgæðamat og skýrslugerð hjá USE. Við spurðum Valentin hvað Umhverfisstofnun Evrópu gerir fyrir loftgæði og hvað nýjustu tölur segja.

Lesa meira

Ekki bara hiti í lofti - Alþjóðlegar samningaviðræður og leitin að arftaka Kyoto bókunarinnar

Á hverjum vetri ljúka menn upp hliðum Tívolís, hins fornfræga skemmtigarðs í miðborg Kaupmannahafnar, til að marka opinberlega upphaf aðventunnar. Að þessu sinni munu ljósin í Tívoli að öllum líkindum blikna í samanburði við COP 15 – mikilvægustu loftlagsbreytinga-ráðstefnu allra tíma – en þá munu þúsundir stjórnarerindreka, stjórnmálamanna, kaupsýslumanna, umhverfissinna og loftlagssérfræðinga frá öllum heimshornum flykkjast til höfuðborgar Danaveldis.

Lesa meira

Sérhver andardráttur þinn - Ástand andrúmslofts í Evrópu

* Persónurnar í þessari frásögn eru ekki til. Hinsvegar eru staðreyndirnar sannar. Sagan er látin gerast 27. Júlí 2008, en þann dag var gefin út loftmengunarviðvörun í Brussel.

Lesa meira

Permalinks

Skjalaaðgerðir