All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
FRÉTTATILKYNNING
Kaupmannahöfn/Genf/Brussel/, 12. maí 2003
Framförum í umhverfismálum Evrópu hætta búin vegna ósjálfbærra efnahagslegra umsvifa.
Ástand umhverfismála hefur á ýmsan hátt skánað hvarvetna í Evrópu á undanförnum tíu árum. Nú má hins vegar búast við að hagvöxturinn eyði þessum árangri með öllu því stjórnvöld hafa enn ekki stigið þau skref sem nauðsynleg eru til að rjúfa samband efnahagslegra umsvifa og umhverfisspjalla.
Þetta er eitt af því helsta í boðskap Umhverfisstofnunar Evrópu í síðustu úttekt hennar á ástandi umhverfismála Evrópu, sem út kemur í dag
Umhverfismál Evrópu: Þriðja matið er útbúin fyrir Ráðherrafundinn í Kiev í Úkraínu, sem haldinn verður dagana 21-23. maí, á vegum Efnahagsnefndar SÞ fyrir Evrópu (UNECE). Þetta er þriðja skýrslan af þessu tagi, hinar tvær komu út 1995 og 1998, sú fyrri fyrir ráðstefnuna í Sofia en sú síðari fyrir ráðstefnuna í Árósum í Danmörku.
Þessi nýja skýrsla nær til 52 landa, þar á meðal í fyrsta skipti alls Rússneska sambandsríkisins og 11 annarra ríkja í Austur-Evrópu, Kákasus og Mið-Asíu (AEKMA landanna).
Í skýrslunni kemur fram að mestallar framfarir á umhverfissviðinu má enn sem fyrr rekja til ráðstafana til að takmarka mengun sem ekki beinast að rótum vandans, eða þá að þær má rekja til samdráttar á efnahagssviðinu eða til umskipta yfir í markaðssbúskap víða í Evrópu
"Við þekkjum það frá fyrri tíð að þessi árangur endist ekki ef hagvöxtur heldur áfram að byggjast á umsvifum, eins og þeim sem tíðkast hafa, sem skaða umhverfið, i stað þess að byggjast á sjálfbærum og vistvænum háttum", sagði Gordon McInnes, settur forstjóri EEA
"Þessu fylgir alveg sérstök hætta fyrir umsóknarlöndin og AEKMA löndin, en mikið er um að framleiðsluiðnaður hafi verið fluttur til þessara landa frá Vestur-Evrópu og fleiri svæðum," bætir McInnes við.
Í skýrslunni kemur ljóslega fram hinn mikli munur á ástandi umhverfismála milli og innan helstu svæðanna, en að auki staðfestir hún að stefnumörkun í þessum málum, ef hún er vandlega unnin og síðan farið eftir henni, hefur á fjöldamörgum sviðum haft í för með sér verulegar framfarir á umhverfissviðinu og dregið úr álagi á náttúruna.
Sem dæmi má nefna að í Evrópu hefur verulega dregið úr losun efna sem eyða ósonlaginu í lofthjúpnum. Vegna minnkandi staðbundinnar losunar sýrandi efna í loft og mengandi efna í vatn - meðal annars frá verksmiðjum - hefur ástand lofts og vatns batnað víðast hvar. Verndun vistsvæða ýmissa tegunda plantna og dýra, sem mikilvægar eru af líffræðilegum ástæðum, á sinn þátt í að ástand þeirra hefur skánað.
Hins vegar hafa áætlanir sem miða að því að draga úr tilurð úrgangs ekki borið mikinn árangur, og álagið er enn að aukast á sumar auðlindir náttúrunnar. Þar er einkum um að ræða fiskstofna, jarðveg og nýtanlegt land. Enn sem fyrr er losun í vatn frá óstaðbundnum mengunarvöldum, eins og landbúnaði, til vandræða
Efnahagslegar og félagslegar breytingar frá því skömmu eftir 1990 - þar sem Vestur-Evrópa þróast stöðugt meir í þá átt að verða þjónustusamfélag og önnur lönd meginlandsins taka upp markaðsbúskap, að vísu mishratt - hafa bætt ástand umhverfismála á sumum sviðum en spillt því á öðrum.
Á heildina litið hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Í Mið- og Austur-Evrópu og í AEKMA hefur dregið úr álagi landbúnaðar og iðnaðar á vatnið. Í þessum sömu löndum hafa umskiptin yfir til markaðsbúskapar ennfremur verið það sem einkum hefur dregið úr losun mengandi efna í andrúmsloftið
Meðal neikvæðra þátta verður að telja það að land hefur verið tekið úr ræktun í tengslum við umskipti til markaðsbúskapar í Mið- og Austur-Evrópu og AEKMA löndunum. Þessi þróun ógnar líffræðilegum fjölbreytileika. Ennfremur hefur hagvöxturinn gert það að verkum að það verður erfið þraut fyrir mörg lönd í Vestur-Evrópu að ná markmiðum sínum í tengslum við losun gróðurhúsalofttegunda
Útþensla borga og samgöngumannvirki loka frjósömum jarðvegi og hluta í sundur mikilvæg vistsvæði plantna og dýra víða á svæðinu. Ofveiði ógnar náttúrlegum auðlindum sjávarins
Vegna þess að þróun umhverfismála á þessum svæðum er fyrst og fremst háð efnahagsástandinu almennt, er líklegt að mikið af þeim framförum, sem þegar hafa orðið, gangi til baka vegna áframhaldandi hagvaxtar eða vegna þess að hagvöxtur eykst að nýju. Samtímis eru líkur á að margir hinna neikvæðu þátta gildni
Þessa er þegar farið að gæta í samgöngugeiranum því áberandi er hve flug og vegaflutningar hafa aukist á kostnað flutninga sem spilla náttúrunni ekki eins mikið. Við þetta vex orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda
Heilsufari manna stafar enn sem fyrr hætta af margskonar umhverfistengdum þáttum. Tilurð úrgangs vex stöðugt í allri Evrópu. Menn hafa áhyggjur af ástandi drykkjarvatns á öllu svæðinu, og agnir í lofti eru nú mesta ógnin sem stafar af andrúmsloftinu í borgum Vestur-Evrópu
Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hraða verði markmiðasetningu og að síðan verði reynt að ná þeim markmiðum sem fyrrst, að teknu fullu tilliti til allra umhverfislegra sjónarmiða. Hjá þessu verður ekki komist ef menn hyggjast tryggja eðlilega umhverfisvernd og koma á sjálfbærum lifnaðarháttum
"Stefnumörkun ESB fyrir sjálfbæra þróun er skref í rétta átt, en hin tiltölulega auðugu aðildarríki ESB þurfa að láta hendur standa fram úr ermum ef þau ætlast til þess að mark verði tekið á því sem þau standa fyrir í umhverfismálum," sagði McInnes
Og hann bætti við: "Það sem okkur vantar mest er umgjörð utan um ákvarðanatöku okkar sem tekur eðlilegt mið af hinum ýmsu efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu atriðum, sem stangast oft á en styrkja líka hvert annað. Ýmisskonar frumkvæði að svæðasamstarfi í orkumálum í Evrópu er ágætt dæmi um það hvernig slík umgjörð getur verið
Hægt er nú þegar að nálgast útdrátt úr skýrslunni á
http://reports.eea.europa.eu/environmental_assessment_report_2003_10-sum.
kýrslan í fullri lengd verður aðgengileg á
http://reports.eea.europa.eu/environmental_assessment_report_2003_10
þegar hún verður tilbúin til birtingar
Um EEA
Hjá Umhverfisstofnun Evrópu er helsta uppspretta upplýsinga fyrir stefnumörkun ESB í umhverfismálum. Það er markmið Umhverfisstofnunarinnar að styðja við sjálfbæra þróun og veita þá aðstoð sem þarf til að koma á verulegum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með þvi að miðla tímabærum, hnitmiðuðum, hlutlægum og öruggum upplýsingum til ráðamanna og alls almennings. Evrópusambandið setti Umhverfisstofnun Evrópu á stofn árið 1990 og hefur hún starfað í Kaupmannahöfn frá 1994. Stofnunin er miðstöð Evrópska netsins fyrir umhverfisupplýsingar og umhverfisvöktun (Eionet), nets um 300 stofnana af ýmsu tagi víðsvegar í Evrópu. Umhverfisstofnunin bæði safnar og dreifir upplýsingum og gögnum um umhverfismál í gegnum Eionet
Umhverfisstofnunin er opin öllum þjóðum sem styðja markmið hennar. Aðildarríkin eru nú 31 alls, þ.e. ESB ríkin 15, Ísland, Noregur og Liechtenstein sem eru á Efnahagssvæði Evrópu; svo og 13 ríki sem sótt hafa um aðild að ESB, en þau eru Búlgaría, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Lýðveldið Slóvakía, Lýðveldið Tékkland, Malta, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, og Tyrkland (frá og með þessum mánuði) og Ungverjaland. Umhverfisstofnun Evrópu er fyrsta stofnun ESB sem tekur við umsóknarríkjunum. Aðildarviðræður við Sviss standa yfir
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/kiev-is or scan the QR code.
PDF generated on 22 Dec 2024, 10:34 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum