næsta
fyrri
atriði

News

Að fást við mengun og loftlagsbreytingar í Evrópu mun bæta heilbrigði og velferð, sérstaklega fyrir þá sem viðkvæmastir eru

Breyta tungumáli
News Útgefið 08 Sep 2020 Síðast breytt 23 Nov 2020
5 min read
Photo: © Chanan Greenblatt on Unsplash
Loft- og hávaðamengun, áhrif loftlagsbreytinga s.s. hitabylgjur, og varnarleysi gagnvart hættulegum efnum valda slæmri heilsu í Evrópu. Umhverfi í lélegum gæðum stuðlar að 13% dauðsfalla samkvæmt meiriháttar mati á heilbrigði og umhverfi sem gefið var út í dag af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA).

Á meðan við sjáum framfarir í umhverfinu í Evrópu og skýra áherslu í græna samningnum um sjálfbæra framtíð, þá gefur skýrslan til kynna að sterkra aðgerða er krafist til þess að vernda viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu okkar, þar sem fátækt helst oft í hendur við að búa við fátækar umhverfisaðstæður og við slæma heilsu. Að ávarpa þessar tengingar verður að vera hluti af náinni nálgun að heildrænni og sjálfbærari Evrópu

Hans Bruyninckx, framkvæmdarstjóri Umhverfisstofunar Evrópu

Að bæta heilbrigði og velferð evrópska ríkisborgara er mikilvægara nú en áður, með núverandi áherslu á að einblína á umræðu um COVID-19 heimsfaraldurinn. Heimsfaraldurinn er blákalt dæmi um þau flóknu tengsl sem eru í umhverfinu, í félagslegu kerfunum okkar, og í heilsu okkar.

Verulegur hluti byrði sjúkdóma í Evrópu er áfram rakinn til umhverfismengunar sem kemur frá athöfnum manna, samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu „Heilbrigt umhverfi, heilbrigð líf: hvernig umhverfið hefur áhrif á heilbrigði og velferð í Evrópu“. Skýrslan, sem dregur ítarlega fram gögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um orsök dauða og sjúkdóma, leggur áherslu á hvernig gæði umhverfis Evrópu gegnir lykilhlutverki í að ákvarða um heilbrigði okkar og velferð. Hún sýnir hvernig félagslegur skortur, óheilbrigð hegðun og breytilegar lýðfræðiupplýsingar í Evrópu hafa áhrif á umhverfislega heilsu, þar sem þeir viðkvæmustu verða fyrir mesta högginu.

„Það eru skýr tengsl á milli ástands umhverfisins og heilsu borgara okkar. Allir verða að skilja að með því að hugsa um jörðina okkar þá erum við ekki einungis að bjarga vistkerfum, heldur einnig lífum, sérstaklega lífum þeirra sem eru viðkvæmastir. Evrópusambandið helgar sér að þessari nálgun og með tilkomu nýju áætlunarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika, með óbeinni aðgerðaráætlun efnahagskerfisins og með annari komandi framtakssemi erum við að stefna að uppbyggingu á meira óbugandi og hraustari Evrópu fyrir evrópska ríkisborgara og þar fyrir utan“, sagði Virginijus Sinkevičius, umhverfis- sjávar og fiskveiðastjóri.

„COVID-19 hefur verið enn önnur vakning, sem gerir okkur ákaflega meðvituð um tengslin á milli vistkerfanna okkar og heilbrigði og hversu nauðsynlegt það er að horfast í augu við staðreyndirnar - hvernig við lifum, neytum og framleiðum er skaðlegt fyrir loftslagið og hefur neikvæð áhrif á heilsu okkar. Út frá stefnunni frá búi til gaffals um sjálfbær og holl matvæli og til framtíðaráætlunar Evrópu um að sigrast á krabbameini, þá höfum við sterklega skuldbundið okkur til þess að vernda heilbrigði borgaranna og plánetunnar okkar“, sagði Stella Kyriakides heilsu- og matvælaöryggisstjóri.

„Á meðan við sjáum framfarir í umhverfinu í Evrópu og skýra áherslu í græna samningnum um sjálfbæra framtíð, þá gefur skýrslan til kynna að sterkra aðgerða er krafist til þess að vernda viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu okkar, þar sem fátækt helst oft í hendur við að búa við fátækar umhverfisaðstæður og við slæma heilsu. Að ávarpa þessar tengingar verður að vera hluti af náinni nálgun að heildrænni og sjálfbærari Evrópu“, sagði Hans Bruyninckx, framkvæmdarstjóri Umhverfisstofunar Evrópu.

Helstu niðurstöður

  • Loftmengun er enn mesta umhverfisógn Evrópu er varðar heilbrigði, með yfir 400.000 ótímabæra dauðdaga á hverju ári innan ESB sem stafa af loftmengun. Hávaðamengun kemur næst, og á þátt í 12.000 ótímabærum dauðdögum, og á eftir koma áhrif loftlagsbreytinga, auðsæilega hitabylgjur.
  • Byrði mengunar og loftlagsbreytinga er mismunandi í Evrópu, með skýrum mismuni á milli landa til austurs og vesturs í Evrópu. Hæsta hlutfall dauðsfalla innanlands (27%) má rekja til umhverfis í Bosníu og Hersegóvínu og lægsta á Íslandi og í Noregi, eða 9%.
  • Félagslega bágstödd samfélög eru í dæmigerðri baráttu undir þrefaldri byrði af fátækt, slæmum umhverfisgæðum og slæmri heilsu. Fátækari samfélög eru oft útsett fyrir hærri stigum mengunar og hávaða og hærri hitastigum, á meðan að núgildandi heilbrigðisástand eykur á viðkvæmni við heilsuáhættu í umhverfinu. Þörf er á markvissum aðgerðum til þess að bæta umhverfisástand fyrir þá viðkvæmustu í Evrópu.
  • Einstaklingar eru varnarlausir gegn mismunandi áhættu á hvaða tímapunkti sem er, þ.m.t. lofti, sem sameinast og í sumum tilfellum kemur fram í samræmi til þess að hafa áhrif á heilsu. Evrópskar borgir eru sérstaklega viðkvæmar gagnvart þessum margþættu ógnum, á meðan þær hafa einnig minna aðgengi að grænum og bláum svæðum.
  • Yfirstandandi rannsókn er að skoða tengingu á milli núverandi COVID-19 heimsfaraldursins og umhverfisvídda. Vírusinn á bakvið COVID-19 er talinn hafa „hoppað um tegund“ frá dýrum og til mannfólks, ófyrirséð niðurstaða þess þrýstings sem aukin neysla beitir á náttúrulegu kerfin okkar. Varðandi áhrif COVID-19 á samfélög, þá gefa nýleg sönnunargögn til kynna að loftmengun og fátækt geti tengst hærri hlutföllum dauðsfalla. Í samræmi við frummat í skýrslunni er þörf á frekari rannsóknum til þess að útskýra þetta samspil.

Betri samþætting á stefnum, fleiri græn, blá svæði sem lykilhluti lausnar

Skýrslan leggur áherslu á að þörf er á samþættri nálgun að umhverfis- og heilbrigðisstefnum til þess að takast á við umhverfisáhættur, vernda þá sem viðkvæmastir eru og gera sér fullkomlega grein fyrir þeim ávinningi sem náttúran býður upp á hvað varðar stuðning við heilbrigði og velferð.

Heilbrigð náttúra er lykilgangverk til að skila af sér almannaheilsu, með því að draga úr sjúkdómum og hlúa að góðu heilbrigði og velferð. Grænar lausnir bjóða upp á þrefaldan sigur fyrir heilbrigði, samfélag og umhverfið. Græn og blá gæðasvæði á þéttbýlissvæðum styðja við heilbrigði og velferð, og bjóða upp á svæði fyrir líkamlega hreyfingu, afslöppun og félagslega samþættingu, með meiriháttar ávinningi fyrir fátæk samfélög. Græn og blá svæði kæla niður borgir á meðan á hitabylgju stendur, draga úr flóðvatni, draga úr hávaðamengun og styðja við liffræðilegan fjölbreytileika í þéttbýli. Á meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur, þá hafa margir stjórnendur tekið eftir enduraukningu á þakklæti gagnvart ávinningi geðheilbrigðis og velferðar sem verður vegna aðgengis að grænum og bláum svæðum, sérstaklega á þéttbýlissvæðum.

Innan ESB, þá stendur evrópski græni samningurinn fyrir þýðingarmikilli stefnubreytingu á stefnumálum evrópsku stefnunnar og kemur á varanlegri og ítarlegri stefnu til þess að bæta heilbrigði og lífsgæði manna, umhyggju gagnvart náttúrunni, og að skilja engan eftir útundan.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage