All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
We cannot innovate our way out of the emissions problem from transport.
Professor Jacqueline McGlade, Executive Director of the EEA
Í skýrslu EEA, ‘Samgöngur og umhverfismál: ný, sameiginleg stefnumörkun fyrir samgöngur væntanleg’, segir að stefnan í málefnum samgangna í Evrópu verði að taka mið af ört vaxandi eftirspurn í þessum geira. Á tímabilinu 1990 og 2003 jukust fólksflutningar í EEA löndunum um 20%. Loftflutningar jukust mest, þ.e. um 96%, á tímabilinu.
Þótt losun frá flestum öðrum greinum (orkugeira, iðnaði, landbúnaði, sorpi) drægist saman milli 1990 og 2004, jókst losun frá þessum geira gríðarlega, enda jókst eftirspurnin mikið.
Samgöngurnar eru ábyrgar fyrir 21% heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda (total greenhouse gas (GHG) emissions) í ESB-15 (en þá er undanskilið millilandaflug og sjóflutningar). Flutningar á vegum valda 93% allrar losunar vegna flutninga. Hins vegar er aukningin mest í losun vegna millilandaflugs, þ.e. 86% milli 1990 og 2004.
GHG losun (sjóflutningar og flug undanskilið) vegna flutninga jókst mest í Luxemburg og Írlandi milli 1990 og 2004, þ.e. um 156% annarsvegar en 140% hinsvegar. Meðalaukningin í aðildarlöndum EEA, sem eru 32 (sjá yfirlit) reyndist vera 25%.
“Með tillögunni um að við tækjum ekki á öðru en umhverfisáhrifum samgangna, væri hægt að túlka endurskoðun Hvítrarar bókar um samgöngumál frá 2001, sem fór fram á miðju tímabilinu, sem slökun á stefnu Evrópu í sambandi við þörfina á að draga úr umfangi þeirra. Þetta er þó ekki rétt túlkun” sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA.
“Við getum ekki tekist á við aukna GHG losun, hávaðamengun og sundurhlutun lands af völdum samgöngugeirans án þess að takast á við auknar samgöngur á öllum sviðum: á vegum og járnbrautum, í lofti og á sjó. Framfarir eins og hreinni og sparneytnari aflvélar hafa mikla þýðingu, en við getum ekki leyst losunarvanda samgangnanna eingöngu með tækninýjungum,” sagði hún ennfremur.
Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á þau miklu áhrif sem niðurgreiðslur á samgöngusviðinu hafa í þessum efnum því þær ráða því hvaða kostir eru valdir. Á hverju ári er varið milli €270 og €290 milljörðum í að niðurgreiða samgöngur í Evrópu. Næstum helmingur þessara niðurgreiðslna er vegna flutninga á vegum, en það er einn umhverfisskaðlegasti flutningamátinn. EEA mun senda frá sér sundurliðaða skýrslu um niðurgreiðslur samgangna í mars 2007.
Mengun vegna flutninga og samgangna hafa einnig bein áhrif á heilsufar okkar. Næstum 25% íbúa í ESB-25 búa skemur en 500 metra frá vegum sem um fara meira en þrjár miljónir farartækja á ári. Afleiðingin er sú að næstum fjórar milljónir lífára tapast árlega vegna mikillar mengunar, segir í skýrslunni.
Um tilurð skýrslunnar
Skýrsla EEA, ‘Samgöngur og umhverfismál: ný, sameiginleg stefnumörkun fyrir samgöngur væntanleg’ kemur út árlega hjá Skýrslugerðarkerfi EEA fyrir samgöngur og
umhverfismál (TERM), sem fylgist með framförum og árangri aðgerða til að samþætta stefnumörkun samgangna og umhverfismála.
Ætlunin er að skýrslan nái til allra aðildarríkja EEA. Þau eru 27 aðildarríki ESB, Tyrkland, Noregi, Íslandi, Liechtenstein og Sviss. Ekki er langt síðan Sviss gekk í EEA og leggur landið aðeins fram gögn um viss atriði. Ef gögn eru ófullkomin er þess yfirleitt getið í svokölluðum metadata kafla, þar sem einnig er gerð grein fyrir ýmsum hópum landa.
Hlekkir: TERM skýrsla
Aðildarríki EEA: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Hið sameinaða konungsríki (UK), Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lýðveldið Tékkland, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Luxemburg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum Evrópu með því að koma tímabærum og hnitmiðuðum, viðeigandi og öruggum upplýsingum á framfæri við stefnumótendur og allan almenning.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/samgongur-og-flutningar-2013-aftur-nedst-a-kyoto-listanum or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 01:36 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum