All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Í skýrslunni 'Áhrif loftslagsbreytinga á landbúnaðargeirann í Evrópu og aðlögun að þeim' er skoðað hvernig loftslagsbreytingar hafa haft áhrif á landbúnaðargeirann og fjallað um framtíðarhorfur fyrir komandi ár. Það er ljóst að þær loftslagsbreytingar sem spáð hefur verið munu hafa neikvæð áhrif á landbúnað á mörgum landsvæðum í Evrópu, sérstaklega í suðurhluta hennar. Skýrslan fjallar um hluta af landbúnaðargeiranum, einkum uppskeru og búfénað og búfjárvörur, og beinist að þörfum matvæla- og fóðurframleiðslu. Í henni er einnig yfirlit yfir mögulegar lausnir sem eru í boði með stefnum á ýmsum stjórnsýslustigum til að aðlagast loftslagsbreytingum, það er að segja með áætlunum og með því að kynna margvíslegar aðlögunarráðstafanir á vettvangi býla.
Loftslagsbreytingar hafa þegar haft neikvæð áhrif á landbúnaðargeirann í Evrópu og svo mun áfram verða í framtíðinni. Breytingar á hitastigi og úrkomu sem og öfgar í veðri og loftslagi hafa nú þegar áhrif á uppskeru og búfjárframleiðni í Evrópu. Þetta getur leitt til brotthvarfs frá ræktuðu landi sem er illa sett vegna loftslags á landsvæðum í Suður-Evrópu.
Veður- og loftslagskilyrði geta einnig haft áhrif hversu auðfengið vatn er sem nauðsynlegt er fyrir áveitu, vatnsframboð fyrir búfé, vinnslu á landbúnaðarvörum, og flutninga- og geymsluskilyrði. Loftslagsbreytingar í framtíðinni geta einnig haft einhver jákvæð áhrif á geirann til skemmri tíma sökum lengri vaxtartíma og hentugri uppskeruskilyrða á landsvæðum í Norður-Evrópu, hinsvegar er gert ráð fyrir að vatnsskortur, hitabylgjur, mikil úrkoma sem stuðlar að jarðvegseyðingu og aðrar öfgar í veðri og loftslagi leiði til minni landbúnaðarafraksturs.
Þar að auki getur keðjuverkun vegna áhrifa loftslagsbreytinga utan Evrópu haft áhrif á verð, magn og gæði á vörum, og þar af leiðandi á viðskiptamynstur, sem á sama hátt getur haft áhrif á tekjur af landbúnaði í Evrópu.
Allir atvinnugeirar hafa orðið og munu verða fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga. Landbúnaðarframleiðsla er mjög háð veðri og loftslagsskilyrðum og það gerir hann einn af viðkvæmustu atvinnugeirunum. Breytingar á hitastigi og úrkomu, sem og öfgar í veðri og loftslagi, hafa áhrif á uppskeru og búfjárframleiðni og þar með á tekjur landbúnaðarins og valda talsverðu efnahagstjóni á mörgum svæðum Evrópu.
Það eru nú þegar mörg tækifæri til að gera margvíslegar ráðstafanir sem eru til staðar á vettvangi býla sem miða að því að bæta meðhöndlun á jarðvegi og vatni, sem geta leitt til hagsbóta varðandi aðlögun, minni áhrif, umhverfið og hagkerfið. Hinsvegar getur aðlögun á vettvangi býla, í mörgum tilfellum, ekki átt sér stað af margvíslegum ástæðum, eins og skorti á fjármunum til fjárfestinga, stefnufrumkvæði til að aðlagast, getu stofnana og aðgangi að þekkingu á aðlögun.
Stefnur ESB koma á reglum fyrir landbúnaðargeirann innan ESB, sér í lagi Sameiginlega landbúnaðarstefnan (CAP). Aðlögunaráætlun ESB, sem var samþykkt árið 2013 og metin árið 2018 er lykilþáttur í aðlögun á vettvangi ESB. Bæði áætlunin og CAP hafa auðveldað aðlögunaraðgerðir í landbúnaðargeiranum. Nýja fyrirhugaða sameiginalega landbúnaðarstefnan fyrir árin 2021-2027 er með aðlögun sem skýrt markmið, sem gæti leitt til þess að aðildarríki ESB þurfi að setja aukið fjármagn í aðlögunarráðstafanir í geiranum.
Aðildarríki ESB hafa einnig skilgreint landbúnaðargeirann sem forgangsverkefni í innlendum aðlögunaráætlunum sínum eða innlendum fyrirætlunum. Dæmigerðar aðlögunarráðstafanir á vettvangi landa eða héraða fela í sér að auka vitund, hagnýtar ráðstafanir til að draga úr áhrifum og hættu vegna öfga í veðri, eða áætlanir til að deila áhættu, og að þróa og koma upp innviðum fyrir áveitu og flóðavarnir.
EEA styður við þróun og innleiðingu á aðlögun að loftslagsbreytingum í Evrópu, mat á stefnum ESB og gerð langtímastefna um aðlögun að loftslagsbreytingum og til að draga úr hamfaraáhættu með því að bjóða upp á viðeigandi upplýsingar. Við höfum gefið út fjölda skýrslna um aðlögun, þar með talið mat ááhrifum loftslagsbreytinga og viðkvæmum svæðum í Evrópu, atvinnugreinabundin möt á aðlögun (orka, samgöngur, og landbúnaður).
Stofnunin hefur einni gert möt varðandi stefnur og aðgerðaáætlanir vegna loftslagsbreytinga sem snúa að löndum, héruðum og borgum. Þar að auki viðheldur EEA og stjórnar Evrópska verkvanginum um aðlögun að loftslagsbreytingum (Climate-ADAPT) ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Blaz Kurnik
Sérfræðingur EEA í áhrifum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim
Viðtalið birtist í september 2019 útgáfu Fréttabréfs Umhverfisstofnunar Evrópu 03/2019
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/adlogun-ad-loftslagsbreytingum-er-lykillinn or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 04:35 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum