All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Ég starfa við samþættingarverkefni vegna mats á sjálfbærni hjá EEA sem þróar samþættingu á umhverfismati á borð við Evrópuumhverfið - skýrsla um ástand og horfur (SOER). Helstu áherslur í starfi mínu er þróun á kerfisbundnu mati sem greinir áskoranir og tækifæri varðandi sjálfbærni í Evrópu. Þetta felur í sér skoðun á tengslum á milli félags-efnahagskerfa og félags-tæknikerfa á mismunandi stigum með sjónarhorni framtíðarinnar ásamt því að bera kennsl á tilvist óvissu á sérsviði okkar.
Mat EEA á framtíðarhorfum skoðar mögulega framtíðarþróun, t.d. í málefnum umhverfis- og sjálfbærni. Þær byggja á samþættingu viðurkenndrar þekkingar á tilhneigingum fortíðarinnar og hreyfiafli, skilningi okkar á samspili ólíkra þátta ásamt rannsóknum á mismunandi sviðsmyndum framtíðar. Framtíðin er alltaf ótrygg og jafnvel enn meira í veröldinni í dag. Það sýnir sig með auknum óstöðugleika, hærra flækjustigi og margræðni.
Heimurinn er stöðugt að tengjast meira og þróun sem á sér stað í einum heimshluta getur haft áhrif í Evrópu. Því miður er tilvist COVID-19 faraldursins grimm áminning um það.
Samt sem áður er hægt að ímynda sér, ræða og sækjast eftir ólíkum framtíðarhorfum. Þetta þýðir að fjöldi eigindlegra og megindlegra forspárrannsókna eru nýttar og samþættar með fjölda hagsmunaaðila til að þróa þekkingu sem hægt er að nýta til stuðnings stefnumótunaraðgerðum í átt að sjálfbærni. Í okkar tilfelli gerum við það með fjölda aðildarríkja (Eionet), stefnumótunaraðila, sérfræðingum úr ólíkum faggreinum og með ólíkan bakgrunn og í auknum mæli með borgaralegu samfélagi.
Skýrslan "Drifkraftar mikilvægra breytinga í umhverfismálum og sjálfbærni í Evrópu" rannsakar fjölda drifkrafta sem gætu haft áhrif á framtíð Evrópu, sér í lagi þá sem hafa áhrif á breytingar á markmið Evrópu í umhverfismálum og sjálfbærni. Þegar á heildina er litið er markmið skýrslunnar að veita djúpa innsýn í þær breytingar sem eiga sér stað, bæði á heimsvísu og í Evrópu, gagnvirkni þeirra ásamt þeim vísbendingum sem þær geta gefið.
Horfur í umhverfismálum og sjálfbærni í Evrópu verða fyrir áhrifum af fjölda þátta, bæði með því að skapa nýja áhættu og ný tækifæri. Heimurinn er stöðugt að tengjast meira og þróun sem á sér stað í einum heimshluta getur haft áhrif í Evrópu. Því miður er tilvist COVID-19 faraldursins grimm áminning um það. Á meðan hlutverk Evrópu á heimsvísu er að breytast hefur ESB tækifæri til að koma sér fyrir á nýjum stað, undirbúið fyrir verðandi áskoranir í umhverfismálum, sjálfbærni og skipulagi og getur leitað uppi tækifærin sem eru framundan í átt að framtíð með meiri sjálfbærni.
Drifkraftar breytinga eru ólíkir í tíma og rúmi, uppruna, styrkleika og mögulegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að stórvirkar tilhneigingar í heiminum á borð við fólksfjölgun eða hnattræna hlýnun eru langtíma tilhneigingar á heimsvísu sem gerast hægt en hafa veruleg áhrif. Sumar tilhneigingar eru vel þekktar og einkennandi, sér í lagi fyrir Evrópu. Þar má t.d. nefna hækkun meðalaldurs í samfélögum og fólksflutninga frá austri til vesturs. Aðrar tilhneigingar eru einnig að koma í ljós en eru ekki enn vel þekktar. Þar má nefna tæknileg samleitni og Fjórða iðnbyltingin. Einnig má nefna svokölluð wild card, óvissuþætti, sem eru ólíklegir en geta mögulega haft sundrandi áhrif á framtíðarþróun. Þetta geta verið meiriháttar tækniframfarir, hrun frjóbera eða smitsjúkdómafaraldrar.
Segja má að áskoranir í umhverfismálum á heimsvísu hafi aukist á síðustu 50 árum og að landafræði mengunar sé að breytast yfir gervallan hnöttinn samfara hagvaxtaraukningu, breytingu á valdahlutföllum heimsins og aukinni neyslu. Á sama tíma er heimurinn að verða meira tengdur en nokkru sinni fyrr, með auknum flutningum auðlinda, fólks og upplýsinga þannig að erfiðara er að tryggja umhverfisstjórnun á heimsvísu.
Evrópa treystir æ meira á lykilauðlindir og er á sama tíma að úthýsa verulegum hluta þess þrýstings sem skapast af umhverfismálum. Ný tækni skapar bæði tækifæri og áhættu varðandi heilsu, umhverfi og velferð. Gildi, lífsstíll og stjórnunaraðferðir eru að breytast út um allan heim. Á meðan neysla eykst, sérstaklega í löndum sem eru að byggjast hratt upp, eru nýjar hugmyndir nýttar hjá ákveðnum samfélagshópum og borgarar krefjast í auknum mæli aðgerðum í þágu umhverfis og sjálfbærni, hvort sem er í Evrópu eða annars staðar.
Á sviði umhverfismála og sjálfbærni eru forspárferli oft notuð til að sjá fyrir um mögulega áhættu og til að bera kennsl á tækifæri til framþróunar í stefnumörkun í umhverfismálum og sjálfbærni. Sem dæmi má nefna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið upp forspárkerfi (FORENV) sem miðar að því að bera kennsl á verðandi umhverfisvandamál til að vekja athygli á mögulegum áhrifum þeirra og til að hjálpa stefnumótendum og hagsmunaaðilum að leysa þau. Svipuð dæmi má finna í aðildarríkjum EEA. Skipulagðar forspár hafa einnig náð fótfestu í stefnumörkun í Evrópu með mótun starfs umboðsmanns fyrir samskipti stofnana og forspár, Maroš Šefčovič og tengslaneti á vegum ESB fyrir skipulagðar forspár.
Á sviði umhverfismála og sjálfbærni eru forspárferli oft notuð til að sjá fyrir um mögulega áhættu og til að bera kennsl á tækifæri til framþróunar í stefnumörkun í umhverfismálum og sjálfbærni.
EEA leggur stöðugt til FORENV-ferlisins ásamt forspársérfræðingum aðildarríkja okkar og landsstofnana um viðmið í framtíðarupplýsingum og þjónustu (NRC-FLIS). EEA starfar einnig við fjölda forspártengdra verkefna, oft í samstarfi við aðildarríki og aðrar stofnanir ESB. Við búumst við því að leggja mat á vísbendingar á drifkröftum breytinga fyrir sjálfbærnimarkmið Evrópu, skapa nokkurs konar ferli til að bera kennsl á verðandi tilhneigingar sem sjá má á sjóndeildarhringnum og þróa þennan þekkingargrunn fyrir næstu útgáfu SOER.
Lorenzo Benini
Kerfismats- og sjálfbærnisérfræðingur
Umhverfisstofnun Evrópu
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/framtidarmat-vardandi-betri-skilning-a-sjalfbaernihorfum or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 11:47 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum