All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Sagan: Í febrúar 2008 sendi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EC) frá sér tilkynninguna „Í átt að sameiginlegu upplýsingakerfi í umhverfismálum (SEIS)“ sem lagði til lausn á upplýsingavanda Evrópu í umhverfismálum. Síðan þá hefur SEIS verið samstarfsverkefni EC ásamt EES og 39 löndum sem tilheyra Eionet (European environment information and observation network). Innleiðing SEIS hefur í rauninni verið okkar helsta verkefni síðan 2009 og er enn stór þáttur í 2014–2018 rammaáætluninni til margra ára og í okkar daglegu verkefnum.
Markmið: SEIS stefnir að því að búa til endurbætt umhverfisupplýsingakerfi fyrir Evrópu. Það er lykilþáttur í gagnasöfnun okkar og það sameinar verðmætar upplýsingar frá Eionet og öðrum tengslanetumog samstarfsaðilum, borgarfræðum, hópvistun og nýjum gagnasöfnunarverkefnum eins og Copernicus. Þessum markmiðum er náð með aðstoð fjölda upplýsingaveita sem deila umhverfisgögnum sínum og upplýsingum. SEIS hjálpar við að einfalda, straumlínulaga og nútímavæða núverandi kerfi og ferla og setur þau á vefinn. Þetta er dreifstýrt og samþætt kerfi sem eykur gæði, tiltækileika, aðgengileika og skilning á umhverfisupplýsingum.
SEIS felur einnig í sér breytta nálgun, frá því að einstök lönd eða svæði senda gögn til alþjóðlegra stofnana, yfir í að búa til netþjónustu sem býður upp á upplýsingar fyrir marga notendur - bæði menn og vélar. Slík breyting á sér stað í nokkrum skrefum til að tryggja að SEIS geti veitt aðgengi að umhverfisupplýsingum og að það nái að tengjast öllum upplýsingaveitum.
Sjö meginreglur SEIS: SEIS byggir á sjö „meginreglum“. Upplýsingar:
Lykilmarkmið SEIS er að bjóða upp á aðgengilegar umhverfisupplýsingar og auka notkun þeirra. Upplýsingum er oft safnað í einum tilgangi, en yfirleitt geta þær nýst í margvíslegum tilgangi. Notkun meginreglna SEIS gerir það auðveldara. Upplýsingar um flóð eru til dæmis nauðsynlegar til að lágmarka áhrif flóða, en sömu upplýsingar eru einnig mjög verðmætar fyrir tryggingafyrirtæki og fasteignakaupendur til að meta mögulegar áhættur.
Tæknilegir möguleikar: SEIS þarf að sjálfsögðu að nýta sér þá framþróun sem hefur orðið í upplýsinga- og fjarskiptatækni (ICT). Dreifing upplýsinga verður sífellt auðveldari, hvort sem hún fer fram á milli einstaklinga, lokaðra hópa eða innan heilu netsamfélaganna. Dæmi um þessa tækni eru skynjarar, gervihnettir, gagnvirk kortaþjónusta, netþjónusta og farsímaforrit.
Upplýsinga- og fjarskiptatækni nýtist sérstaklega vel við að veita rauntímagögn til að flýta fyrir ákvörðunartöku - allt frá því að hjálpa yfirvöldum þegar neyðarástand ríkir í að hjálpa almenningi að skipuleggja daginn út frá veðri eða bílaumferð.
Minni kostnaður: Minna álag á almannastofnanir og aukinn sparnaður sem fylgir meiri skilvirkni telst til kosta SEIS. Nú eru til dæmis sjálfvirkar vélar byrjaðar að leysa fjölda fólks af við upplýsingaveitu.
Þrjár stoðir: Skilvirkt SEIS þarf að byggja á þremur stoðum: innihaldi, innviðum og samstarfi. Í fyrsta lagi þarf kerfið að greina hvers konar efni (gögn) þarf ásamt mögulegum upplýsingaveitum. Í öðru lagi þarf skilvirka, vefvædda tækniinnviði sem nýta sér til fulls það nýjasta og öflugasta í upplýsinga- og fjarskiptatækni, þ.m.t. netþjónustur (þar sem tölvur talast við og kostnaðarsöm og óskilvirk mannleg afskipti eru óþörf). Í þriðja lagi þarf samstarf og stjórnskipulag til að stýra starfsfólki, ílagi og tengslanetum.
Margvísleg notkun: Innleiðing meginreglanna sjö og stoðanna þriggja hjá SEIS verður sífellt mikilvægari í öllum kerfum sem byggja á upplýsingadreifingu og -deilingu, þ.m.t. hjá Eionet.
EES er um þessar mundir að uppfæra sitt eigið upplýsingakerfi sem byggir á meginreglum SEIS. EES býður upp á gagnatengla, gagnvirk og samþætt kort á netinu og leggur áherslu á að bjóða upp á nýjustu umhverfisupplýsingarnar á heimasíðu sinni.
Önnur verkefni sem tengjast SEIS í dag eru:
Copernicus – innleiðir mælinga- og eftirlitsþjónustu sem býður upp á eftirlitsgögn fyrir jörðina
INSPIRE - bætir aðgengi og staðlar umhverfisgögn til að auðvelda samþættingu
ENI – stækkar umsvif SEIS út fyrir Evrópu
GEO/GEOSS - þróar almennt eftirlitskerfi fyrir jörðina
UN-GGIM – veitir gögn og upplýsingar fyrir sjálfbærnismarkmið SÞ
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/about-us/what/sameiginlegt-upplysingakerfi-i-umhverfismalum-seis/sameiginlegt-upplysingakerfi-i-umhverfismalum-seis or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 08:27 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum