All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Eitt hinna stóru viðfangsefna 21. aldarinnar verður að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna – gróðurhúsalofttegundum, loftmengun og hávaða – en tryggja um leið jákvæðar hliðar hreyfanleika.
Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu
Í ársskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu í samræmi við skýrslugjafarkerfið fyrir samgöngur og umhverfismál (TERM) eru umhverfisáhrif samgangna um alla Evrópu metin. Nokkrar framfarir hafa átt sér stað þó þær megi að hluta rekja til samdráttar hagkerfisins. Eftir því sem efnahagsumhverfið fer batnandi ættu hin nýju samgöngumarkmið ESB að beina kröftunum til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum, segir í skýrslunni.
Þó loftmengun hafi minnkað á síðustu tveimur áratugum er hún enn mikið vandamál á mörgum svæðum. Með „Evrópustöðlum“ fyrir ökutæki hefur ekki tekist að draga úr raunverulegri NO2-losun til þess magns sem lög leyfa þó þeir hafi komið því til leiðar að loftgæði hafa batnað mikið í heildina.
Vaxandi vöruflutningar valda einnig slæmum loftgæðum. Vöruflutningar voru ein helsta orsök hás styrks NO2. Auknir flutningar á síðustu tveimur áratugum hafa einnig leitt til þess að losun brennisteinssýrings sem veldur súru regni hefur einungis minnkað um 14% frá árinu 1990 þrátt fyrir stöðugt aukna sparneytni.
Jacqueline McGlade framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði: „Eitt hinna stóru viðfangsefna 21. aldarinnar verður að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna – gróðurhúsalofttegundum, loftmengun og hávaða – en tryggja um leið jákvæðar hliðar hreyfanleika. Evrópa getur tekið forystu með því að efla starf sitt á sviði tæknilegrar nýsköpunar í rafvæddum samgöngum. Slík breyting gæti umbreytt lífinu í borgarkjörnum.“
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/umferdarmengun-er-enn-skadleg-heilsu or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 12:11 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum