All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Til að ná fram slíkum breytingum þurfa að eiga sér stað mun meira en umbætur hvað varðar skilvirkni. Þess í stað þurfa að eiga sér umtalsverðar langtímabreytingar á vinnubrögðum, stefnumótun og hugarfari, sem á móti mun kalla á nýja þekkingu. Það merkir að vinna þarf bug á þeirri skammsýni sem nú ríkir við pólitíska og efnahagslega stefnumótun og taka þess í stað upp hnattræn sjónarmið til langs tíma.
Ákall um grundvallarbreytingar í samfélagskerfum Evrópu endurspeglar þá viðurkenningu sem orðin er á bæði umfangi þeirra breytinga sem verða að vera til að ná fram sjálfbærni til langs tíma og þeim kerfisbundnu eignleikum sem felast í þeim áskorunum. Hnattræn þróun á borð við útbreiðslu vestrænna neyslumynstra og það álag á auðlindir sem henni fylgja valda auknu álagi á vistkerfi. Eingöngu er hægt að samræma áætlaðan vöxt efnahagskerfa á heimsvísu og umhverfisleg takmörk með grundvallarbreytingum í grunnkerfum framleiðslu og neyslu. Engu að síður standa meiriháttar fyrirstöður í vegi fyrir þessum breytingum, þar sem þau kerfi sem valda sem hvað mestum þrýstingi á umhverfið fela í sér flókin tengsl við ýmsan ábata og hagsmuni á borð við atvinnu, fjárfestingar, lífsstíl og gildi. Því getur íhlutun haft í för með sér flókin umskipti og óvissu og leitt til andófs þeirra sem bera af því kostnað.
Rannsóknir á þessu sviði fara ört vaxandi þar sem sjónum er beint að þeim alþjóðlegu öflum sem kalla eftir breytingum, einkennum og virkni meginstoða og þeim ferlum og stjórnvaldstækjum sem gætu hvatt til og leitt kerfisbreytingar. Í rannsóknarritum er áhersla lögð á mikilvægi, ekki bara framsækinna tæknilausna, heldur einnig nýrra verkferla og hegðunar sem renna stoðum undir viðhorfsbreytingar og nýtt gildismat. Flókið samband og óvissa sem felst í kerfisbreytingum leggur einnig áherslu á þörfina á vandaðri og fjölbreyttri stefnumótun sem og opnum og sveigjanlegum stjórnaháttum. Með því að viðurkenna að mikið af þeirri þekkingu sem krafist er til að takast á við flóknar áskoranir 21. aldarinnar sé dreifð um samfélagið, þurfa ríkisstjórnir oft að eiga samskipti við fyrirtæki og borgarana sem samstarfsaðila.
Í sjöundu umhverfisáætlun ESB er birt sú framtíðarsýn að árið 2050 munum við lifa góðu lífi innan þolmarka vistkerfa jarðar. Eins og þar kemur fram og í öðrum áætlunum ESB þarf framsæknar breytingar á framleiðslu og neyslu til að ná því fram. Í vegvísi að grænu hagkerfi (Roadmap to a Low-Carbon Economy) eru sett fram markmið til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda innan ESB um 80% fram til ársins 2050 og í áætluninni um hringhagkerfi (Circular Economy Strategy) er sett fram viðmið um umbætur í minnkun og stjórnun úrgangs fram til ársins 2030. Í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru sett fram heimsmarkmið þar litið er til bæði félagshagfræðilegra og umhverfislegra þátta sjálfbærni.
EEA sinnir verkefnum, stórum og smáum, er varða breytingu í átt að sjálfbærni og notar til þess margvísleg greiningartól. Meðal þessara verkefna er að:
Rannsóknarmiðstöð um mörk plánetna (Planetary Boundaries Research Network)
Rannsóknarmiðstöð um breytingar í átt að sjálfbærni (Sustainability Transitions Research Network)
Evrópska stefnumótunargreiningarkerfið (European Strategy and Policy Analysis System)
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/breytingar-i-att-ad-sjalfbaerni/intro or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 02:14 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum