All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
News
Hjá skoðunartæki loftgæða í evrópskum borgum frá Umhverfisstofnun Evrópu fá borgir einkunn frá hreinlegustu borginni og til menguðustu borgarnnar, á grundvelli meðalstigs fíngerðs ryks eða PM2.5, yfir síðustu tvö almanaksár.
Frá 2019 til 2020 voru efstu þrjár hreinlegustu borgirnar er varðar loftgæði í Evrópu Umeå í Svíðþjóð, Tamere í Finnlandi og Funchal í Portúgal. Menguðustu borgirnar voru Nowy Sacz í Póllandi, Cremona á Ítalíu og Slavonski Brod í Króatíu.
Af þeim 323 borgum sem tóku þátt hjá skoðunartækinu, þá voru loftgæði í 127 borgum flokkuð sem góð, sem þýðir að þau falla undir viðmið á grundvelli heilsu fyrir langtímaútsetningu við PM2.5 af 10 míkrógrömmum fyrir hvern rúmmetra af lofti (10 μg/m3).
Evrópusambandið hefur lagt fram árlegt takmörkunargildi fyrir PM2.5 af 25 μg/m3 undir stefnur til þess að skila hreinu lofti í Evrópu. Skoðunartækið gefur langtíma loftgæðum mjög lága einkunn þegar PM2.5 -stig er við eða yfir viðmiði, og eru fimm borgir sem eru í þessum flokki í Póllandi, Króatíu og á Ítalíu.
Fíngert ryk er sú loftmengun sem hefur mestu áhrif á heilsu með tilliti til ótímabærs dauða og sjúkdóma. Skoðunartækið veitir upplýsingar um langtíma loftgæði í hverju landi fyrir sig. Langtíma útsetning fyrir PM2.5 veldur hjarta- og öndunarfærasjúkdómum.
Á meðan það hefur verið skrásett bæting á loftgæðum Evrópu yfir síðasta áratug, þá komst árlegt loftgæðamat EEA að því að útsetning fyrir fíngerðu ryki var örsök um 417.000 ótímabærra dauðsfalla í 41 evrópskum löndum á árinu 2018.
Á meðan loftgæði hafa greinilega batnað á síðustu árum, þá er loftmengun þrálátlega mikil hjá mörgum löndum innan Evrópu. Þetta skoðunartæki loftgæða í borgum gerir borgarbúum kleift að sjá með eigin augum á auðveldan hátt hvernig gengur í borginni þeirra í samanburði við aðrar borgir er varðar loftmengun. Það veitir raunverulegar og staðbundnar upplýsingar sem geta veitt borgarbúum styrk gagnvart staðbundnum yfirvöldum þeirra til þess að ræða um málefnin. Þetta mun aðstoða okkur öll við að ná markmiðum ESB um enga mengun
Hans Brunyninckx, framkvæmdastjóri EEA
Skoðunartækið veitir gögn um stig fíngerðs ryks hjá yfir 300 löndum innan aðildarríkja EEA. Það notar gögn sem skráð eru hjá EEA af aðildarríkjunum sínum samkvæmt umhverfisgæðatilskipunum ESB. Gögn koma frá jarðmælingum á PM2.5 sem eru framkvæmdar hjá yfir 400 eftirlitsstöðvum sem teknar eru í þéttbýli og úthverfum innan borga. Þessar stöðvar sýna kjarngóða mynd á þeirri útsetningu fyrir loftmengun sem almenningur verður fyrir.
Lestur og frammistöður byggja á árlegu meðaltali á styrkleika PM2.5 yfir síðustu tvö almanaksár, með því að nota nýjustu gögn fyrir nýjasta árið og staðfest loftgæðagögn fyrir þarsíðasta ár. Taflan gefur evrópskum borgum einkunn samkvæmt meðaltalsstigum þeirra er varðar fíngert ryk yfir síðustu tvö almanaksár. EEA mun í framtíðinni skoða að taka inn aðra mikilvæga valda loftmengunar í nýja tækið.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur komið á fót leiðbeiningarreglum sem byggja á heilbrigði fyrir langtíma útsetningu fyrir fíngerðu ryki sem er 10 míkrógrömm fyrir hvern rúmmetra af lofti (10 μg/m3). Evrópusambandið hefur lagt fram árlegt takmörkunargildi fyrir 25 μg/m3 undir stefnur til þess að skila hreinu lofti í Evrópu.
Skoðunartækið gefur stigum loftgæða eftirfarandi einkunn:
Vinsamlegast athugið að ekki allar borgir eru taldar með. Gagnamengið inniheldur lönd sem eru hluti af Þéttbýlisendurskoðun Framkvæmdastjórnar ESB og sem hafa íbúafjölda sem er yfir 50.000. Borgir sem hafa ekki eftirlitsstöðvar í þéttbýli eða úthverfum eru ekki taldar með, og ekki heldur þær borgir þar sem gögn frá þessum eftirlitsstöðvum ná yfir minna en 75% af dögum almanaksársins.
Ef þú vilt vita hver loftgæði eru í þínu landi á þessari stundu, þá skaltu vinsamlegast heimsækja Efnisskrá evrópskra loftgæða. Efnisskráin kynnir upplýsingar um loftgæði yfir síðustu tvo daga og 24 klukkutíma spá, saman með ráðleggingum sem byggðar eru á heilbrigði fyrir skammtímaútsetningu fyrir loftmengun. Hún nær einnig yfir víðara svið loftmengunar, að meðtöldum efnisögnum, köfnunarefnistvíoxíði, brennisteinstvíoxíði og ósóni.
Frekari upplýsingar um áhrif loftmengunar á heilsu í Evrópu eru fáanlegar hér.
Sjá hér fyrir nýjustu árlegu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu um loftgæði í Evrópu.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/highlights/nytt-skodunartaeki-loftgaeda-i-evropskum or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 03:24 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum