All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Í stuttu máli sagt skoðum við loftgæði utanhúss þaðan sem loftmengunarefni koma, í hve miklum mæli við komumst í snertingu við þau og hvernig þau hafa áhrif á okkur og umhverfið. Með tæknilegra orðalagi greinum við gögn um styrkleika í andrúmslofti og gögn um losun - það magn sem sleppt er út í andrúmsloftið. Við áætlum einnig áhrif mismunandi mengunarefna á íbúa.
Í þúsundum stöðva um alla Evrópu er haft eftirlit með loftgæðum í álfunni og fylgst með styrk mismunandi mengunarefna. Flestar stöðvanna senda gögn í AirBase, evrópska loftgæðagagnagrunninn sem USE rekur. AirBase inniheldur eftirlitsupplýsingar og gögn fyrir 38 þátttökulönd og geymir upplýsingar um meira en 100 loftmengandi efni. Ellefu þeirra lúta ákvæðum loftgæðalöggjafar Evrópusambandsins.
Þegar gögnin hafa verið tekin saman í löndunum athugum við hvort þau eru samhæfð og í samræmi við ákvæði laga ESB. Gögnin eru einnig yfirfarin frekar á ýmsum stigum þar sem gæði þeirra eru athuguð og tryggð, sem þýðir að náið samstarf er haft við löndin sem láta gögnin í té. Þá búum við til yfirlit og matsgerðir á borð við loftgæðaskýrsluna sem við munum birta um miðjan október.
Það eru jákvæð og neikvæð skilaboð. Góðu fréttirnar eru að á síðustu áratugum hefur ástandið batnað verulega hvað varðar snertingu almennings við nokkur loftmengandi efni. T.d. komast nú mun færri í snertingu við brennisteinstvísýring, koleinsýring, blý og bensen. Í löndum ESB komast innan við 2% borgarbúa í snertingu við þessi mengunarefni í styrk sem fer yfir lögleyfð mörk loftgæðastaðla sambandsins.
Á hinn bóginn, þó við höfum náð fram mestri lækkun á þessum mengunarefnum eru það ekki þau sem eru heilsu manna og umhverfi skaðlegust. Sérstaklega svifryk og óson við jörð, sem valda hlutfallslega miklu heilsutjóni og ótímabærum dauðsföllum, eru enn til staðar í andrúmsloftinu í miklu magni. Allt að þriðjungur borgarbúa í ESB kemst enn í snertingu við þessi efni í styrk sem er fyrir ofan þau mörk eða markgildi sem ESB hefur sett.
Allt í allt tökum við eftir hægri minnkun á styrk skaðlegustu mengunarefnanna, sem þýðir lítilsháttar framför í loftgæðum hvað snertir þessi efni. Hins vegar höfum við einnig veitt því athygli að á sumum stöðum hefur styrkur þessara efna aukist síðasta áratuginn. Það er sannarlega áhyggjuefni.
Mikið af þeim verður til við brennslu jarðefnaeldsneytis. Eldsneyti er brennt í mörgum atvinnugreinum, t.d. flutningum, orkuframleiðslu, iðnaði og húshitun. Landbúnaður er enn ein mikilvægt uppspretta.
Loftmengunarefni má losa beint út í andrúmsloftið (aðallosun) en þau myndast einnig við efnahvörf með þátttöku undanfaraefna.
Þar eru niðurstöðurnar einnig blandaðar. T.d. minnkaði losun aðal-svifryks í ESB um 14% síðastliðinn áratug. Verulega hefur dregið úr losun sumra undanfaraefna svifryks, t.d. brennisteinstvísýrings, sem hefur minnkað um helming. Lítið hefur dregið úr losun annarra undanfara. T.d. minnkaði ammoníakslosun sem aðallega kemur frá landbúnaði aðeins um 7%.
Við verðum einnig að hafa í huga að samdráttur í losun hefur ekki sjálfkrafa í för með sér svipaðan samdrátt í styrk. Samhengið milli losunar loftmengandi efna og loftgæða er flókið. Þar koma m.a. við sögu losunartoppar, umbreyting efna, viðbrögð við sólarljósi, frekari áhrif af völdum náttúrunnar og hvelaskiptingar jarðar sem og af veðri og landslagi. Minnka þarf losun verulega ef á að takast að auka loftgæði.
Við deilum þessari þekkingu með almenningi og stefnumótendum bæði í Evrópu og alþjóðlega. Við kynnum staðreyndir og upplýsingar um ástand og þróun gæða andrúmsloftsins, losun loftmengunarefna og algengi snertingar. Þessi þekking er síðan notuð til að bæta stefnumótun í málefnum lofts, sem miðar að því aðallega að vernda almenning og umhverfið gegn mikilli loftmengun. Ekki er hægt að móta árangursríka stefnu án þess að fylgjast með og skilja núverandi ástand og orsakir þess.
Við skoðum líka hvernig loftgæðalöggjöfinni er framfylgt á hverjum stað. Við höfum nýlokið verkefni í samstarfi við ýmsar borgir í Evrópu. Verkefnið auðveldaði okkur að greina ráðstafanir sem stjórnir borganna hafa talið árangursríkar, svo sem að tryggja að farið sé að nýjum lág-brennisteinsstöðlum fyrir flutning eldsneytis á hafnarsvæðum; banni við markaðssetningu, sölu og dreifingu á tjörukenndum kolum; eldsneytisummyndun í húshitun og uppbyggingu hitaveitna. Þetta verkefni sýndi að það er til gríðarlega mikil þekking og reynsla sem við getum lært af og deilt frekar.
Valentin Foltescu
Viðtal sem birtist í tölublaði nr. 2013/1 Fréttabréfs USE
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/loftmengun-thad-tharf-thekkingu-til or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 08:52 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum