All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Samfélög okkar standa frammi fyrir stórum áhættuþáttum í tengslum við umhverfið, þ.á m. loftslagsbreytingum, missi líffræðilegs fjölbreytileika og eyðingu náttúruauðlinda. Við sjáum líka að mörg umhverfisvandamálanna eru innbyrðis tengd og eiga sér rætur í félags- og efnahagskerfum okkar. Til dæmis hefur loftmengun ekki aðeins áhrif á heilsu manna, hún er einnig þáttur sem hefur áhrif á loftslagsbreytingar og viðnámsþrótt vistkerfa. Til að takast á við hana þurfum við að líta á fæðu okkar, flutninga- og orkukerfi, sem og alþjóðlegt eðli loftmengunar.
Það er ljóst að slíkar kerfislægar áskoranir útheimta fjölbreytt viðbrögð og langtímaskuldbindingu. Nokkrar áætlanir um að umbreyta Evrópu í átt að lág-kolefnissamfélagi eru nú þegar í gangi. Evrópusambandið ákvað, í tillögu sinni fyrir 7. Umhverfisaðgerðaáætlunina, langtímasýn sína fyrir árið 2050 á grunni lág-kolefnissamfélags. Með öðrum verkefnum, svo sem Evrópu 2020 og Loftslags- og Orkupakkanum, eru mörg markmið sett fyrir árið 2020, þ.m.t. um sjálfbæran hagvöxt, minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda og aukna orkunýtni og aukna notkun endurnýjanlegrar orku.
Við, starfsfólk Umhverfisstofnunar Evrópu, styðjum fullkomlega langtímamarkmið ESB og erum með næstu margra ára áætlun okkar (2014-2018) staðráðin í að gera okkar ítrasta til að þau náist.
Þökk sé umhverfisathugananeti okkar erum við í einstakri stöðu til að greina umhverfisáhrif þessara samfélagslegu og efnahagslegu umbreytinga. Starf okkar byggist á því að safna og meta gögn sem skilað er frá aðildarlöndum okkar og tengslanetum. Við skoðum einnig víðtækari kerfislægar áskoranir sem og þróun á alþjóðavísu og í Evrópu.
Út nýja skipulagstímabilið munum við halda áfram að styrkja þessa grunnþætti starfseminnar sem miða að því að miðla hágæðaþekkingu til hagsmunaaðila okkar. Við munum einnig efla frekar getu okkar til að greina ný vandamál og tengja þau við núverandi stefnuhorfur.
Ljóst er að þessum markmiðum verður aðeins náð með því að efla samvinnu, samræður og getu okkar til að skapa þekkingu í félagi við aðildarlönd okkar, hagsmunaaðila og stofnanasamstarfsaðila í gagnaöflun.
Með því að miðla þessari þekkingu til stefnumótenda og helstu hagsmunaaðila vonumst við til að geta leiðbeint um viðvarandi breytingar þannig að þær stuðli að umskiptum í átt til lágkolefnis-, náttúruauðlindanýtins og viðnámsgóðs samfélags.
Í Evrópu er eitt af þeim viðfangsefnum sem framundan eru að gera stefnuákvarðanir okkar æ árangursríkari og betur framkvæmdar. Annað viðfangsefni verður að forðast að festa okkur í ósjálfbærum samgöngu-, orku-, húsnæðis- og fæðukerfum til lengri tíma litið. Mat á mögulegum áhrifum mismunandi ummyndunarvalkosta mun gera okkur kleift að leiðrétta stefnuna eftir því sem þörf kallar á. Traustur þekkingargrunnur er nauðsynlegur fyrir bæði þessi viðfangsefni.
Sama á einnig við um stofnanir. Við munum þurfa að halda áfram að byggja á grundvelli reynslu undanfarinna tveggja áratuga og þegar þörf krefur, aðlaga hið innra skipulag þannig að það hæfi og bregðist við þörfum hagsmunaaðila okkar. Tækin sem við notum til að skapa og miðla þekkingu á umhverfismálum þarf einnig að verða stöðugt áreiðanlegri, sveigjanlegri og nýtískulegri til að tryggja að við séum ávallt tilbúin að veita þá þekkingu sem þarf þegar það þarf.
Hans BRUYNINCKX
framkvæmdastjóri
Ritstjórnargrein sem birtist í tölublaði nr. 2013/1 af Fréttabréfi EES í október 2013
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/ur-breytingum-i-umskipti or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 04:07 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum