All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Byggt á þeim framförum sem átt hafa sér stað fram að þessu þá er líklegt að ESB muni ná því takmarki. Notkun ESB á endurnýjanlegum orkugjöfum hélt áfram að vaxa milli ára, og náði 16% af orkunotkun árið 2014. Þessi hlutdeild er hærri en bráðabirgða framreikningar fyrir Evrópu gera ráð fyrir í tilskipuninni um endurnýjanlega orkugjafa þannig að við höldum áætlun í dag. Á landsvísu er myndin aðeins óskýrari, en mikill meirihluti aðildarríkja taka góðum framförum.
Aukin notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum hefur verið gagnleg á mörgum sviðum. Framfarir í átt að markmiðum ESB og markmiðum einstakra landa þýðir að endurnýjanlegir orkugjafar eru raunverulega að koma í stað jarðefnaeldsneytis og eru að stuðla að kerfislægri tilfærslu eða orkuskiptum í átt að hreinni orku. Þessi ánægjulega breyting undirbýr evrópsk fyrirtæki að fara yfir í nýja hnattræna orkugeira þar sem gert er ráð fyrir að verulegur vöxtur eigi sér stað. Við tökum einnig eftir auknum áhuga og stuðningi við hreina orkugjafa hjá borgurunum almennt — þáttur sem gæti stuðlað að hröðun núverandi orkuskipta. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun þá er enn mikið starf framundan til að orkuskipti geta átt sér stað.
Með Parísar samningnum féllst heimurinn á að færa sig yfir í átt að framtíð með lægri kolefnisnotkun. Evrópusambandið hefur þegar sett sér metnaðarfull veðurfarsmarkmið og til þess að ná langtímamarkmiðum okkar um að draga úr notkun kolefna verða endurnýjanlegir orkugjafar að geta fullnægt að minnsta kosti, 55 % til 75 % af orkuþörfum okkar árið 2050. Þetta er augljóslega erfitt, en ég hugsa að þetta sé framkvæmanlegt.
Endurnýjanlegir orkugjafar eru lykillinn að langtíma ráðstöfunum til að milda veðurfar og munu gegna auknu hlutverki við að bæta orkuöryggi ESB í heild. Samt mun þörf okkar fyrir jarðefnaeldsneyti sennilega vara áfram um einhvern tíma, jafnvel þótt við verðum ekki jafn háð því og áður. Auk áhættu sem tengist landfræðilegum og stjórnmálalegum aðstæðum, þá fylgir jarðefnaeldsneytinu utanaðkomandi kostnaður fyrir samfélagið, í mynd heilsu- og umhverfisskaða.
Enda þótt viðvarandi lágt olíuverð gæti haft áhrif á samkeppnihæfni varðandi kostnað vegna endurnýjanlegra orkugjafa, þá eru langtímahorfur varðandi endurnýjanlega orkugjafa bjartar. Tækni varðandi endurnýjanlega orkugjafa er í auknum mæli orðin samkeppnishæf að því er varðar kostnað. Á mörgum stöðum eru endurnýjanlegir orkugjafar nú þegar að sýna árangur í samkeppni við jarðefnaeldsneytistækni á markaðsverði. Auk þess, ef orkuverð myndi endurspegla betur þau umhverfisáhrif sem tengjast orkuframleiðslu og orkunotkun, eins og útblástur í andrúmsloftið, í veðurfarið og í vatn þá myndu endurnýjanlegir orkugjafar augljóslega sýna betri árangur í samkeppninni við hefðbundna tækni.
Eins og nýleg skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um notkun endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu sýnir, þá hefur ESB innt af hendi mikilvægt framlag til þróunar tækni á sviði endurnýjanlegrar orku á hnattræna vísu. Á tímabilinu 2005–2012, var Evrópa skráð með hæsta hlutfall fjárfestinga af öllum hnattrænum nýfjárfestingum í endurnýjanlegum orkugjöfum, og það var ekki fyrr en árið 2013 sem Kína fór fram úr Evrópu. Árið 2014, voru ESB-28 með mestu framleiðslugetu á ljósspennu (PV) raforku með sólarsellum sem búið var að setja upp og tengja – um það bil þrisvar sinnum framleiðslugetan í Kína – og með mestu framleiðslugetu á raforku með vindorku í öllum heiminum. Engu að síður hefur dregið úr hraða fjárfestinga í Evrópu nýlega, samtímis því sem hraðinn hefur færst í aukana annars staðar í heiminum.
Að því er varðar störf í endurnýjanlega orkugeiranum er ESB einn af lykilþáttakendunum. Árið 2014, var sambandið með annað hæsta atvinnustig meðal mannafla á þessu sviði, á eftir Brasilíu. Stærstu vinnuveitendur í ESB á sviði endurnýjanlegra orkugjafa eru vindorkuiðnaðurinn, sólarrafhlöðu-PV -iðnaðurinn og lífeldsneytisiðnaðurinn. Við höfum þolað fækkun starfa í sólarrafhlöðu- PV iðnaðinum eftir því sem samkeppni frá Kína heldur áfram að vaxa. Þrátt fyrir þetta þá heldur hlutdeild starfa í endurnýjanlega orkugeiranum meðal mannafla í ESB-28 áfram að vera meiri en í Kína.
Í fyrsta lagi þá tekur hnattræna landslagsmyndin varðandi endurnýjanlega orkugjafa hröðum breytingum. Vilji Evrópumenn halda forskoti sínu sem frumþátttakendur verða þeir að viðhalda sama stigi skuldbindinga sem þeir hafa gert. Sú staðreynd að fjármögnun rannsókna og þróunar í endurnýjanlegum orkugjöfum hefur nýlega staðnað, gefur í skyn að hugsanlega bíður Evrópa lægri hlut með tilliti til byltingarkenndra tækniframfara framtíðarinnar. Í þessu samhengi ráðleggur Alþjóðaorkumálastofnunin að núverandi framlög til rannsókna og þróunar verði þrefölduð til nýsköpunar á sviði hreinnar orku.
Þar að auki, þarf að endurbæta innri markað ESB til að gera hann afkastameiri og færan um að annast vaxandi magn ósamfelldra endurnýjanlegra orkugjafa. Ósamfelldir endurnýjanlegir orkugjafar eins og sólarrafhlöður PV og vindorka leiða rafmagn inn á flutningsnet þegar verðurfarslegar aðstæður gera þeim það kleift. Samkvæmt gildandi markaðsreglum þá geta þessir orkugjafar ekki fengið viðunandi verð og þarf að taka á þessu máli í framtíðinni. Umbætur á sviði afkasta, flutninga, tenging yfir landamæri, orkugeymslu og virkari aðkoma eftirspurnarstjórnenda skipta einnig miklu máli varðandi orkuskipti.
Við sendum frá okkur reglubundin möt á þeim framförum sem átt hafa sér stað í átt að markmiðum ESB, þar sem við styðjum þá aðila í Evrópu sem taka ákvarðanir. Skýrslurnar frá okkur gefa lýsingu á núverandi ástandiog gegnum hlutverki sem upplýsingamiðstöð fyrir aðildarríkin gegnum evrópska upplýsinga- og eftirlitsnetið á sviði umhverfismála (Eionet) á árlegum grundvelli, til að bera kennsl á og ræða málefni sem snerta endurnýjanlega orku.
Mihai Tomescu
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/endurnyjanleg-orka-lykill-ad-framtid or scan the QR code.
PDF generated on 23 Dec 2024, 03:28 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum