næsta
fyrri
atriði
Press Release Umferðarmengun er enn skaðleg heilsu manna víða í Evrópu — 26 Nov 2012
Samgöngur í Evrópu bera ábyrgð á loftmengunarefnum í skaðlegu magni og fjórðungi losunar gróðurhúsalofttegunda í ESB. Taka má á mörgum þeirra umhverfisvandamála sem hljótast af samgöngum með auknum aðgerðum til að uppfylla ný markmið ESB, samkvæmt nýjustu skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA).
Press Release Octet Stream Evrópski samgöngugeirinn þarf að sýna metnað til að standast markmið sín — 10 Nov 2011
Losun ýmissa mengunarvalda vegna samgangna dróst saman árið 2009. Þessi samdráttur kann þó að vera einungis tímabundin áhrif af efnahagssamdrættinum, samkvæmt nýrri ársskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) um losun frá samgöngutækjum. Mælikvarði um áhrif samgangna og umhverfismála (e. Transport and Environment Reporting mechanism, TERM) tekur áhrif samgangna á umhverfið til skoðunar. Í fyrsta lagi tekur skýrslan til skoðunar ítarleg magnbundin markmið, en þau voru sett fram af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í vegvísi um samgöngur 2011.
Press Release Octet Stream Eru samgöngur Evrópu að verða umhverfisvænni? Að hluta til. — 19 Apr 2010
Tækniframfarir hafa leitt til framleiðslu á minna mengandi farartækjum en áður var. Það sem dregur úr ávinningnum við þessa þróun er að fleiri og fleiri farþegar ferðast um lengri veg og samfara því hafa vöurflutningar vaxið að magni sem og flutningavegalengdir aukist. Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu, sem byggir á greiningu á langtímaþróun, kallar eftir skýrari framtíðarsýn á samgöngukerfi Evrópu fyrir árið 2050, og samræmdri stefnu innan Evrópu til að gera hana að veruleika.
Press Release Troff document Nauðsyn þess að beina samgöngustefnu í rétta átt — 27 Mar 2009
Samgöngur eiga hlutfallslega stóran þátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, slæmum loftgæðum og hljóðmengun í Evrópu, og enn eru óskilvirkustu aðferðirnar notaðar til að flytja fólk og vörur.
Press Release ESB hefur ekki tekist að draga úr losun frá samgöngutækjum: Þörf er á verulegum úrbótum og skýrum markmiðum — 18 Feb 2008
Flutningsgeirinn í ESB þarf að að leggja sitt að mörkum og beita hörðum aðgerðum til þess svo Evrópa geti náð markmiðum sínum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin var út af Umhverfisstofnun Evrópu.
Press Release Samgöngur og flutningar – aftur neðst á Kyoto listanum — 22 Feb 2007
Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og flutningum heldur áfram að vera helsti þrándur í götu þess að takast megi að ná loftlagsmarkmiðum Kyoto bókunarinnar (sem þó ætti að vera hægt), samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) sem kemur út í Kaupmannahöfn í dag.
Press Release EEA afhjúpar fyrsta stafræna kortið af breyttri ásýnd Evrópu — 17 Nov 2004
Fyrsta stafræna kortið af hinum fjölmörgu breytingum sem orðið hafa á landslagi Evrópu frá 1990 var afhjúpað í dag. Hér eftir eiga stefnumótendur hægara með að sjá hvaða áhrif ákvarðanir þeirra á sviði landbúnaðar og samgangna, og reyndar einnig á fleiri sviðum, hafa á takmarkaðar auðlindir landanna og á umhverfið almennt.

Permalinks

Skjalaaðgerðir