All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Farþegafjöldi eykst stöðugt og vöruflutningar vaxa hraðar en efnahagskerfið. Skilvirkni vöruflutninga minnkar því þrátt fyrir tækniframfarir . Skýrslan 'Climate for transport change' hvetur þá er vinna að stefnumörkun aðila að setja þessum geira metnaðarfull en raunhæf markmið á meðan þarfir hans eru metnar af alvöru og hlutleysi.
„Ég er sannfærð um að við getum sett takmörk á aukna losun frá samgöngugeiranum“, segir prófessor Jacqueline McGlade, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu. „Óheftri aukningu á flutningum fylgja of margar aukaverkanir sem hafa áhrif á okkur öll, eins og hljóð- og loftmengun. Hún skaðar einnig líffræðilega fjölbreyttni í Evrópu.“
„Samgöngustefna ESB verður að bregðast við aukinni losun“, segir prófessor McGlade. „Ef flutningar, og þá sérstaklega landflutningar, hefðu fylgt þróuninni í öðrum atvinnugeirum gætum við hafa tekið forystu á alþjóðavettvangi með því að hafa náð takmörkum okkar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda sem sett voru með Kýótóbókuninni fyrir nokkrum árum síðan.“
Í skýrslunni, sem var kynnt í Brussel í dag fyrir Loftlagsbreytinganefnd Evrópuþingsins, kemur fram að losun frá flutningageiranum fer langt framúr þeim skilyrðum sem honum eru sett og hvatt er til samþættingar mili landnotkunnar og flutninga við skipulag þéttbýlis. Þegar litið er til vinnutaps innan ESB-15 landanna vegna umhverðaröngþveita skapast 80% kostnaðar við þau í borgum.
„Flutningageirinn hefur fengið lausan tauminn of lengi þegar kemur að baráttunni við hlýnun jarðar og kolefnislosun. Ríkisstjórnir og borgarar þurfa að hugsa samgöngustefnu sína alvarlega upp á nýtt, til aö vernda eigin heilsu sé ekki fyrir annað. Við getum ekki haldið áfram að veita lítið skilvirkum samgöngumátum forréttindi“, segir prófessor McGlade.
Þessi rannsókn sem náði til alls Evrópusambandsins leiðir í ljós að sjálfviljugar skuldbindingar bílaframleiðenda sem miðuðu að því að bæta skilvirkni bifreiða varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hafa ekki skilað nægilegum ávinningi. Að auki hefur nýtingarhlutfall á einkafarartækjum smámsaman verið að minnka. Um það bil 12 % allrar koltvísýringslosunar í ESB kemur frá eldsneyti sem farþegabílar brenna.
Alþjóðlegir flug- og sjóflutningar eru ekki meðtaldir í skuldbindingum Kýótóbókunarinnar, að hluta til vegna erfiðleikanna við að úthluta losunarheimildum til ákveðins lands.
Skýrslan 'Climate for a transport change' er árleg útgáfa frá Tilkynningarkerfi samgöngu- og umhverfismála Umhverfisstofnunnar Evrópu (TERM), sem vaktar árangur og skilvirkni viðleitni við að samþætta samgöngu- og umhverfisáætlanir.
Skýrslan á að ná til allra aðildarríkja EES.
ESB-27: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.
Aðildarríki EES: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Um Umhverfisstofnun Evrópu (EEA)
EEA hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Stofnunin að því að aðstoða við að ná mikilvægum og mælanlegum framförum í umhverfismálum í Evrópu með því að leggja fram , markvissar, viðeigandi og traustar upplýsingar tímanlega fyrir stefnumarkandi aðila og almenning.
Fyrirspurnum frá fjölmiðlum skal beint til
Òscar Romero Sanchez
Press Officer
Sími: +45 33 36 72 07
Farsími: +45 23 68 36 71
Netfang: Oscar.Romero@eea.europa.eu
Marion Hannerup
Head of Communications and Corporate Affairs
Sími: +45 33 36 71 60
Farsími: +45 51 33 22 4
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/esb-hefur-ekki-tekist-ad-draga-ur-losun-fra-samgongutekjum-feorf-er-a-verulegum-urbotum-og-skyrum-markmidum or scan the QR code.
PDF generated on 22 Dec 2024, 10:33 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum