All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Losun nánast allra mengunarvalda frá samgöngum dróst saman árið 2009, þar sem eftirspurn dróst saman. En þessi samdráttur stafar af efnahagssamdrættinum. Svo nú þurfum við að sjá meiri grundvallarbreytingu í samgöngukerfi Evrópu svo losunin aukist ekki, jafnvel á tímum mikils efnahagsvaxtar
Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA
„Losun nánast allra mengunarvalda frá samgöngum dróst saman árið 2009, þar sem eftirspurn dróst saman,“ sagði prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA. „En þessi samdráttur stafar af efnahagssamdrættinum. Svo nú þurfum við að sjá meiri grundvallarbreytingu í samgöngukerfi Evrópu svo losunin aukist ekki, jafnvel á tímum mikils efnahagsvaxtar. “
Skýrsla EEA um samgöngur og umhverfismál sýnir að nokkur árangur hefur náðst í skilvirkni. Til dæmis, voru nýir bílar árið 2010 um einum fimmta skilvirkari en árið 2000. Hins vegar býður aukin eftirspurn þessum tiltölulega hóflega árangri oft birginn, jafnvel þó að samdrátturinn hafi hægt á virkninni á sumum sviðum. Á milli áranna 1990 og 2009 jókst samgöngueftirspurnin um nálægt einn þriðja, sem leiddi til 27% aukningar á gróðurhúsalofttegundum frá samgöngum á sama tímabili.
Vegvísir framkvæmdastjórnarinnar, sem rammar inn stefnumörkun á Evrópu-, lands-, og staðbundna vísu, setur fram markmið til þess að takast á við umhverfismál sem tengjast samgöngum. Skýrslan sýnir að það eru veruleg tækifæri fyrir stjórnvöld til að takast á við þessi vandamál með samhangandi hætti, til dæmis með því að takast á við gæði andrúmslofts og loftslagsbreytingar í sameiningu.
Í fyrsta skipti hefur EEA þróað grunngildi til að leggja mat á þann árangur sem náðst hefur varðandi markmið samgöngugeirans í loftslagsmálum. Þau eru meðal annars markmið um losun gróðurhúsaloftstegunda, orkunotkun og hávaða. 12 mælistikur hafa verið þróaðar sem spanna breitt svið stefnumála.
Leggur grunninn að grænni samgöngum er nýjasta skýrslan í árlegri röð sem gefin er út af umhverfisstofnun Evrópu sem hluti af mælikvarða um áhrif samgangna og umhverfismála (TERM).
Hin árlega Evrópuskýrsla um gæði andrúmslofts 2011 veitir yfirlit og greiningu á gæðum andrúmslofts í Evrópu. Mat á stöðu og þróun loftgæða er byggt á mælingum andrúmslofts (1999-2009) í tengslum við losun af mannavöldum og þróun hennar (1990-2009).
TERM skýrslan inniheldur kafla um losun koltvísýrings (CO2) frá bílum. Á næstu vikum mun EEA senda frá sér uppfærð gögn um framvindu bílaframleiðanda í átt að CO2 markmiðum fyrir nýja bíla. Þetta verður birt á www.eea.europa.eu.
Árið 2011 mun TERM skýrslan fylgjast með framförum í átt að grunngildunum sem komið var á fót í þessari skýrslu í fyrsta sinn.
Gróðurhúsalosun samgöngutækja er skilgreint í Kyoto bókuninni sem losun frá brennslu og uppgufun eldsneytis við allar samgöngur, án tillits til geirans, þó ekki alþjóðlega flug- og sjóflutninga (alþjóðlegir eldsneytisgeymar). Markmiðið fyrir gróðurhúsalofttegundir í samgöngur í vegvísi framkvæmdastjórnarinnar er skilgreint sem losun talin samkvæmt Kyoto-bókuninni auk alþjóðlegs flugrekstrar (þó ekki alþjóðlegir sjóflutningar). Tölur eru í jafngildi CO2.
Vöruflutningar: Þetta felur í sér vegi (innanlands og alþjóðlegir landflutningar með þungaflutningabílum, þar á meðal millilandaflutningar utan skráningarríkis og gestaflutningar), járnbrautir og vatnaleiðir innanlands.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/evropski-samgoengugeirinn-tharf-ath-syna or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 01:48 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum