All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Article
Síðan fyrstu umhverfisverndarlögin voru tekin upp í Evrópu á áttunda áratug síðustu aldar, hafa opinber yfirvöld vaktað og skráð mismunandi þætti til að fá skilning á umhverfismálum og -leitni. Í sumum tilvikum hafa jafnvel hópar borgara, s.s. fuglaskoðarar, safnað gögnum til að styðja við verndun á landsvísu. Löggjöf ESB setur oft upp sérstakar færibreytur til að mæla framvindu í átt að markmiðum sem löggjöfin setur sér. Í dag vakta Evrópuríki og skýra frá umtalsverðu magni sambærilegra gagna, allt frá losun gróðurhúsalofttegunda til hlutfalls endurvinnslu hjá bæjarfélögum.
Þekking og skilningur á umhverfismálum hefur vaxið smátt og smátt samhliða auknum fjölda gagnastreyma um sérstök málefni. Með aukinni þekkingu jókst vitund okkar og skilningur á sterkum tengslum á milli þematengdra og geiraskiptra athugana. Þar af leiðandi hefur evrópsk stefnumiðun þróast úr löggjöf um sérstök málefni yfir í víðari kerfisbundin stefnumál.
Umhverfisstofnun Evrópu hefur að mestu leyti í gegnum Eionet kerfi sitt unnið með meira en 100 mismunandi gagnastreymi með allt að nokkur hundruð stofnunum í 39 löndum. Þessi sambærilegu og samhangandi gagnasett hafa hjálpað okkur að skilja viss lykilatriði sem hafa áhrif á stöðu umhverfisins í Evrópu.
Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á þekkingu okkar, eru athuganir og gagnastreymi enn að einhverju leyti sundurskipt þvert yfir umfjöllunarefni, tíma og rúm. Næstum öll möt sem við höfum birt á nýliðnum árum, þar með talin síðasta skýrslan um stöðu umhverfisins (SOER 2015 ), leggja áherslu á flókið og hnattrænt eðli helstu umhverfisógna og tengsl á milli þeirra. Það er ekki hægt að skilja loftmengun án þess að skoða hvað gerist á landi og í hafinu. Svipaðar takmarkanir eru fyrir hendi þegar við beinum sjónum okkar að svæði.
Til dæmis eru þúsundir vöktunarstöðva um alla Evrópu sem safna loftsýnum með vissu millibili, greina þau og tilkynna um þéttnistig helstu loftmengunarvalda. Þetta gagnastreymi er mikilvægt skref í átt að betri skilningi á gæðum andrúmsloftsins sem við öndum að okkur. Engu að síður er þetta takmarkað við tímasértækan lestur sem á aðeins við um nokkurra metra radíus í kringum vöktunarstöðina.
Loftgæðin á svæðum á milli vöktunarstöðvanna hafa verið hlutfallslega óþekkt þangað til nýlega. Gervihnattavöktun og aukin nákvæmni tölvulíkana af stórgögnum eru að breyta þessu – og það á ekki aðeins við um vöktun loftgæða.
Evrópusambandið hefur fjárfest í jarðskoðunum í gegnum Copernicus áætlunina, sem felur ekki aðeins í sér háskerpu gervihnattamyndir heldur einnig staðbundnar athuganir sem safnað er með nemum á jörðu niðri og ofan í jarðveginum, veðurloftbelgjum, baujum og nemum á miklu hafdýpi, svo dæmi séu tekin. Copernicus gervihnettir geta vaktað og sent frá sér jarðskoðunargögn á stórum skala, allt frá efnasamsetningu andrúmsloftsins til breytinga á gróðurþekju á meðan á vaxtartímabilinu stendur. Öll Copernicus-gögn og -upplýsingar eru aðgengileg á netinu og ókeypis.
Copernicus er skipulagt í kringum sex þjónustur: andrúmsloft, vistkerfi sjávar, land, loftslagsbreytingar, almannavarnir og öryggi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber ábyrgð á heildarsamræmingu, á meðan framkvæmd einstakra kjarnaþjónustu er á hendi allra helstu lykilgerenda á sviði jarðar-vöktunar í Evrópu. Síðan 2012 hefur Umhverfisstofnun Evrópu samræmt samevrópska og staðbundna hluta landvöktunarþjónustunnar, stutt við beitingu þeirra á hinum ýmsu vettvöngum, svo sem við landnotkunarskipulag, skógarstjórnun, vatnsstjórnun, náttúruvernd og landbúnað. EEA samræmir einnig staðbundna þætti Copernicus þvert á alla kjarnastarfsemi.
Það sem við getum mögulega náð með þessum gögnum er gríðarlegt. Með því að safna saman síauknu magni gagnasetta getum við betur skilið hvað gerist hvar, af hverju það gerist, hver verður fyrir áhrifum af því og hvernig. Ímyndaðu þér vöktun vatnsmagns á svæðum um alla Evrópu í jafn miklum smáatriðum og tíu sinnum tíu metrar, eða hvaða áhrif verða á uppskeru til skamms tíma og þegar tekið er tillit til langtíma áhrifa loftslagsbreytinga. Hægt væri að þróa Loftgæðavísi okkar með mínúturéttum gögnum enn frekar til að hann gefi nákvæmar loftgæðaspár með tilliti til breytinga á vindi eða annarra veðurmynstra.
Stórgögn — sem samanstanda af stóru gagnastreymi ítarlegra, rúmfræðilegra og tímalega afmarkaðra mælinga auk gagna frá almenningi — geta vissulega valdið nýjum áskorunum fyrir þá sem halda utan um gögn þegar kemur að UT-innviðum og vinnsluafli. Ennfremur leiðir aukið magn upplýsinga ekki sjálfvirkt til betri skilnings á umhverfinu eða innri tengsla umhverfisógna. Stjórnun stórgagna krefst jafn mikilla fjárfestinga í greiningargetu og í UT-innviðum.
Við hjá Umhverfisstofnun Evrópu erum bæði stuðningsaðilar og kjarnanotendur þjónustu Copernicus, og innleiðum upplýsingar frá þeim inn í möt okkar og þekkingargrunn. Og við höfum þegar byrjað að þróa matsgetu okkar, þar með talið að fjárfesta í skýja UT-þjónustu og -samvinnu til að koma til móts við stjórnun stórgagna. Markmið okkar er að deila þessari ítarlegu, nákvæmu og tímabæru þekkingu með yfirvöldum og borgurum um alla Evrópu og hjálpa til við að bæta heilbrigði Evrópubúa og umhverfi Evrópu.
Hans Bruyninckx
Framkvæmdastjóri EEA
Þessi ritstjórnargrein birtist í fréttabréfi EEA 2018/1, 15. mars 2018
Fyrir frekari upplýsingar um gervihnattamyndina af Amsterdam skaltu skoða viðkomandi síðu á vefsíðu Geimvísindastofnunar Evrópu.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/articles/umhverfi-evropu-orkan-i-gognum or scan the QR code.
PDF generated on 22 Nov 2024, 08:44 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum