All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Reglugerðin um stofnun EES og Eionet mæla fyrir um virkt alþjóðlegt samstarf á grunnsviðum í starfsemi EES. Verkefni EES fela í sér að kynna upptöku evrópskra umhverfisupplýsinga inn í alþjóðleg umhverfis eftirlitskerfi, samstarf við svæðisbundna og alþjóðlega aðila og áætlanir svo sem Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), og samstarf við stofnanir í löndum utan ESB.
Alþjóðlegar skuldbindingar EES er hægt að setja í fjórar klasa:
Á meðan megináhersla Eionet er á aðildarríki EES, þá horfir EES reglugerðin sjálf fram á veginn með ákvæði um samstarf með ‘… þeim stofnunum í löndum sem ekki eru aðilar að Bandalaginu sem geta útvegað gögn, upplýsingar og sérfræðiþekkingu …’. Þetta ákvæði hefur gert löndum utan ESB kleift að taka þátt í starfsemi Eionet og síðan fá inngöngu sem aðili að Umhverfisstofnun Evrópu.
Eionet nær strangt til tekið eingöngu yfir aðildarríki EES. Hins vegar nær starfsemi Eionet í reynd yfir rótgróið samstarf með löndum á vestanverðum Balkanskaga ( Samstarfslönd Umhverfisstofnunar Evrópu).
Umhverfisstofnun Evrópur (EEA) er með langa afrekaskrá þegar kemur að þematengdri og þverfaglegri samvinnu, einnig út fyrir Eionet löndin. Sér í lagi er það í samvinnu við ýmsa svæðisbundna ferla og aðila sem ná yfir landsvæði sem eru nálæg eða eru með landafræðilegar eða stjórnmálalegar tengingar við ESB sem ná yfir landamæri þess og þar sem er vel skilgreind ESB stefna.
Megináherslan er á vinnu, í svæðisbundnu evrópsku samhengi og sem er grunnfjármögnuð af EES, er að leggja af mörkum umhverfisupplýsingar og mat samkvæmt samninga og ferla. Það fer eftir þörfum, en það sem Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) leggur af mörkum getur verið allt frá því að deila gögnum og upplýsingum til verkefna sem fela í sér mat, sem og að hlúa að tengslaneti og upplýsingasamstarfi.
3. Samband við alþjóðlegar stofnanir
EEA er með langa hefð fyrir að vinna með alþjóðlegum stofnunum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sér í lagi þeim sem fást við málefni umhverfisins og , svo semUmhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna á alþjóðastigi ogefnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópuá samevrópsku stigi. Þessi sambönd ná yfir bæði þemasvið (t.d. loftslagsbreytingar og líffræðilegan fjölbreytileika) og þverfaglegt samstarf. Í þematengdu samhengi, útvegar EEA gögn og sérfræðiþekkingu til að styðja aðildarríki ESB og EEA og samstarfslönd í aðild þeirra að alþjóðasamningum og matsáætlunum Sameinuðu þjóðanna sem nýlega hefur verið komið á fót. Í sinni þverfaglegu vinnu er megináhersla EEA á að deila þekkingu og kynna SEIS meginreglur til að efla stefnu um uppbyggingu þekkingar.
Í bæði þematengdri og þverfaglegri starfsemi er EEA beinn samstarfsaðili slíkra stofnana, útvegar sérfræðiþekkingu í ferlum sem eru í vinnslu, auk þess að styðja aðildarríki ESB og EEA og samstarfslönd við að uppfylla skyldur um gagnaskil, gerð mats, og (sam-) þróa afstöðu ESB . Vinna sem styður við aðildarríki ESB og EEA og samstarfslönd er innt af hendi í kringum meiriháttar stjórnmálalega ferla. Eitt slíkt dæmi er rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), þar sem EEA er í virku hlutverki í stuðningi við mælingar, gagnaskil og sannprófun (MRV) á útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
Eftir samþykkt á 2030 - Áætlun um sjálfbæra þróun, þar með talið á Sjálfbærum þróunarmarkmiðum, þarf ramminn fyrir eftirfylgni og endurskoðun á 2030 Áætluninni að vera gerður áþreifanlegri á lands-, svæðisbundnum og alþjóðlegum grundvelli. EEA mun hafa sérstöku hlutverki að gegna á svæðisvísu við eftirlit og endurskoðun. Þessi vinna verður framkvæmd í nánu samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríki ESB.
Það eru einnig viðvarandi skuldbindingar gagnvart hnattrænu kerfi jarðfjarkönnunarkerfa (e. Global Earth Observation System of Systems, GEOSS) jarðfjarkönnunarkerfahópsins og gagnvart verkefni Sameinuðu þjóðanna um Hnattræna landupplýsinga stjórnun.
EEA deilir sinni sérfræðiþekkingu, kunnáttu og nálgunum með ýmsum innlendum og svæðisbundnum aðilum utan Evrópu. Regluleg skoðanaskipti hafa átt sér stað við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna í nær 20 ár, á meðan skipst hefur verið á upplýsingum við Mið Asíu lönd undanfarin 15 ár. Að auki hefur EEA tengiliði og upplýsingaskipti við stofnanir og aðila, t.d. í Ástralíu, Kanada, Kína, Indlandi og Suður Kóreu, sem og svæðisbundna aðila í Afríku, Asíu og Suður Ameríku.
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/about-us/who/international-cooperation or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 02:55 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum