All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Press Release
Mat á mötum skýrslan sýnir að við þurfum að efla frekar tengslin minni stefnu og upplýsinga. Þetta vísar í báðar áttir – stefnumótendur þurfa að nýta betur allar þær upplýsingar sem í boði eru; og á sama tíma ættu umhverfismöt að miða að því að vera í eins miklum tengslum við stefnumótun og hægt er.
Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA
Ráðherra ráðstefnan mun draga saman fulltrúa frá 53 löndum frá samevrópska svæðinu ásamt fulltrúum frá Bandaríkjunum, Kanada og Ísrael. Ráðstefnan beinir sjónum sínum að áskorunum er tengjast verndun vatns og tengdum vistkerfum, og hvernig á að færast nær grænu hagkerfi. Það er efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við ríkisstjórn Kasakstan.
EEA var beðið um að vinna skýrslu sem bar heitið ‚Umhverfi Evrópu – Mat á mötum‘ til stuðnings ráðstefnunni. Þessi skýrsla veitir yfirgripsmikið yfirlit yfir þær upplýsingaveitur sem í boði eru fyrir umhverfisupplýsingar á svæðinu sem tengist beint þeim málefnum sem ráðstefnan leggur áherslu á. Við gerð skýrslunnar litu sérfræðingar til fleiri en 1000 skýrslna, og var yfir helmingur þeirra skoðaður ítarlega. Þessi skýrsla sem unnin var með stuðningi stýrihóps UNECE á sviði umhverfismata er studd af röð svæðisbundna skýrslna sem einblína á ákveðin samevrópsk undirsvæði.
Prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóri EEA sagði: „Mat á mötum skýrslan sýnir að við þurfum að efla frekar tengslin minni stefnu og upplýsinga. Þetta vísar í báðar áttir – stefnumótendur þurfa að nýta betur allar þær upplýsingar sem í boði eru; og á sama tíma ættu umhverfismöt að miða að því að vera í eins miklum tengslum við stefnumótun og hægt er.
„Til að viðhalda samfélagslegri- og efnahagslegri þróun á samevrópska svæðinu þá þurfum við að gera hagkerfi okkar vistvænni – þetta þýðir að stjórna aðþrengdum auðlindum af jafnvægi án þess að stefna nauðsynlegri starfsemi vistkerfa í voða. Geta okkar sem samfélags til að leysa þetta verkefni byggir á því að við höfum aðgang að viðeigandi, trúverðugum og réttum umhverfisupplýsingum og mötum frá öllu svæðinu.“
Umhverfi Evrópu – Mat á mötum
Mat á mötum einblínir á málefni vatns og vatnstengdra vistkerfa, og á að gera hagkerfið vistvænna. Henni lýkur með fjölda ráðlegginga um hvernig á að auka þekkingargrunninn sem ákvörðunarferli byggja á, bæta matsverkfæri, og að tryggja betri deilingu upplýsinga innan samevrópska svæðisins og á heimsvísu.
Skýrslan skráir einnig þann hag sem fæst af ‚Reglulegu tilkynningaferli‘ umhverfismata, sem byggir á kerfi til deilingar upplýsinga á sviði umhverfismála (SEIS) sem var samstarfsverkefni framkvæmdastjórnar ESB, EEA og aðildarríkja EEA og samstarfsríkja þess. Slík nálgun myndi einfalda og bæta þau upplýsingakerfi og ferla sem fyrir eru og á sama tíma gera upplýsingar tiltækar fyrir stefnumótendur og almenning yfir allt svæðið. Á grundvelli niðurstaðna Mat á mötum þá er búist við því að ráðherrarnir í Astana muni ákveða að koma á fót reglulegu ferli umhverfismata og að þróa SEIS yfir allt svæðið.
Sjálfbær stjórnun vatns og vatnstengdra vistkerfa er gríðarlega mikilvægt á samevrópska svæðinu. Þurrkar hafa aukist undanfarin ár í Suður-Evrópu og Mið-Asíu, og á sama tíma eru flóð að valda manntjóni og efnahagslegum skaða í vaxandi mæli. Hreint vatn er einnig vandamál, þar sem áætlað er að 120 milljónir manna á svæðinu búi án aðgangs að öruggu drykkjarvatni eða hreinlætisaðstöðu.
Það er til gríðarlegt magn upplýsinga um ástand vatns, frá löndum á öllu svæðinu. Höfundar skýrslunnar rannsökuðu fleiri en 300 skýrslur í tengslum við vatn frá 48 löndum, sem gefnar hafa verið út á undanförnum 5 árum. Hins vegar þá vantar oft upplýsingar eða þær koma stefnumótun ekki við. Mörg möt eru í dag of bundin við umhverfisástand og tilhneigingar og þurfa að einblína meira á úrræði og stjórnun, sérstaklega hvað varðar vatnsskort, öfga viðburði og vatnavistkerfi.
‚Grænt hagkerfi‘ er ennþá hugtak í þróun. Í grunninn er það hugmyndin um að endurlífga hagkerfi þegar þau stíga fram úr nýgenginni efnahagskreppu og á sama tíma draga umtalsvert úr umhverfishættum og að taka á vandamálum í tengslum við vistfræðilegan skort. Á heimsvísu þá er það að gera grænna hagkerfi þungamiðju endurvakins átaks við að samtvinna umhverfisleg og samfélagsleg sjónarmið við almenna efnahagslega ákvarðanatöku, fram til og umfram Rio 2012 ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Upplýsingar um grænt hagkerfi eru almennt brotakenndar og ennþá talsvert takmarkaðar. Þrátt fyrir að til séu fjölmörg möt sem taka tillit til umhverfislegra áhrifa mismunandi atvinnugeira, þá er enn umtalsverður skortur á skýrslum sem meta á heildstæðan hátt árangur í átt að vistvænu hagkerfi yfir þessa geira.
„Umhverfi fyrir Evrópu“ (EfE) ferlið var sett í gang árið 1991 og er einstakur samevrópskur umræðuvettvangur til að takast á við umhverfivandamál og að stuðla að breiðri láréttri samvinnu á sviði umhverfismála, sem grunnur fyrir sjálfbæra þróun á svæðinu. Það er samvinna ríkja, milliríkjasamtaka, svæðisbundinna umhverfisstöðva og borgaralegs samfélags, þar með talið einkageirinn. Það styður samleitni umhverfisstefnu og nálgana, og aðstoðar á sama tíma lönd í Austur-Evrópu, Kákasus, Mið-Asíu og Suð-Austur Evrópu við að bæta frammistöðu þeirra í umhverfismálum.
Samevrópskar matskýrslur um ástand umhverfisins, unnar af EEA, í samvinnu við samstarfsaðila, fyrir EfE ráðstefnur 1995, 1998, 2003 og 2007 aðstoðuðu við að bera kennsl á meiriháttar ógnanir og áskoranir sem mættu þróun svæðisbundinna umhverfisstefna.
Eftirfarandi lönd eru aðilar að UNECE: Albanía, Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Kasakstan, Kirgistan, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Rússland, San Marínó, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tadsjikistan, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína, Bretland, Bandaríkin og Úsbekistan.
Skýrslan, ‚Umhverfi Evrópu – Mat á mötum‘ nær yfir: Albanía, Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Kasakstan, Kósóvó (borgaraleg stjórnsýsla Sameinuðu Þjóðanna, ályktun öryggisráðsins 1244), Kirgistan, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Rússland, San Marínó, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tadsjikistan, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína, Bretland, Bandaríkin og Úsbekistan.
Fyrir fyrirspurnir fjölmiðla:
|
UNECE Upplýsingaþjónusta Palais des Nations CH-1211 Geneva 10 Schweiz Sími:+41 (0) 22 917 44 44 info.ece@unece.org www.unece.org |
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/pressroom/newsreleases/samevropskt-mat-spyr-hvath-vitum or scan the QR code.
PDF generated on 22 Jan 2025, 03:45 PM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum