næsta
fyrri
atriði

News

Aðgerðir sem draga úr mengun myndu fækka hjartaáföllum og heilablóðfalli í Evrópu

Breyta tungumáli
News Útgefið 15 Feb 2024 Síðast breytt 15 Feb 2024
1 min read
Photo: © Sabatti Daniela, Well with Nature /EEA
Vísindalegar sannanir sýna að umhverfishættur eru mikill áhrifavaldur hjarta- og æðasjúkdóma, sem eru algengasta dánarorsökin í Evrópu. Greining Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), sem birt var í dag, gefur yfirlit yfir tengslin milli umhverfisins og hjarta- og æðasjúkdóma og leggur áherslu á að aðgerðir gegn mengun, miklum hita og öðrum umhverfishættum eru hagkvæmar leiðir til að fækka sjúkdómstilfellum, þar á meðal hjartaáföllum og heilablóðfalli.

Matsskýrsla EEA ‘Beating cardiovasular disease – the role of Europe‘s environment’ (sigrast á hjartasjúkdómum – hlutverk umhverfis Evrópu) tekur saman vísbendingar um umhverfisþætti sem eru áhrifavaldar á hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu og samsvarandi viðbrögð í stefnumótun ESB. Greiningin sýnir að minnkun mengunar og aðgerðir gegn og aðlögun að loftslagsbreytingum, auk baráttu gegn orkuskorti, geta fækkað tilfellum hjarta- og æðasjúkdóma verulega, ásamt dauðsföllum tengdum þeim í Evrópu.

Nýlegar rannsóknir benda til þess að a.m.k. 18 % allra dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu séu talin vera afleiðing af helstu umhverfisþáttum, m.a. útsetningu fyrir loftmengun, miklum hita, óbeinum reyk og blýi. Matsskýrsla EEA tekur þó fram að þessi tala sé líklega vanmetin þar sem hún tekur ekki tillit til váhrifa á vinnustöðum, hávaðamengunar eða annarra eiturefna en blýs. Enn fremur skortir frekari skilning á sumum þáttum, t.d. ljósmengun að nóttu til eða samanlögðum váhrifum ólíkra efna.

Matsskýrsla EEA leggur áherslu á að hægt sé að koma í veg fyrir umhverfisáhættu en að borgarar hafi takmarkaða möguleika á að vernda sig. Þetta þýðir að lög og reglugerðir, þ.m.t. þau sem Evrópusambandið setur, og skilvirk framkvæmd þeirra eru nauðsynleg til að fækka sjúkdómum af völdum umhverfisáhrifa fyrir alla borgara. Þrátt fyrir óvissu og skort á gögnum, sýna vísindalegar sannanir skýrt fram á að minnkun umhverfisáhrifa er hagkvæm leið til að fækka tilfellum hjarta- og æðasjúkdóma, samkvæmt matsskýrslu EEA.

Matsskýrsla EEA um umhverfisáhrif og hjarta- og æðasjúkdóma er hluti af vinnu stofnunarinnar við framkvæmd og eftirlit með aðgerðaáætlun ESB gegn mengun, sem er eitt af lykilverkefnum European Green Deal.

Permalinks

Geographic coverage

Temporal coverage

Topics

Tags

Filed under:
Filed under: burden of disease
Skjalaaðgerðir