All official European Union website addresses are in the europa.eu domain.
See all EU institutions and bodiesGerðu eitthvað fyrir plánetuna okkar, prentaðu einungis þessa síðu ef þú þarft þess. Jafnvel lítil aðgerð getur haft gríðarleg áhrif ef milljónir manna gera hið sama!
Til að koma í veg fyrir alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa löndin, sem undirrituðu rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) samþykkt að takmarka alþjóðlega meðalhækkun á hitastigi frá tímum fyrir iðnvæðinguna við minna en 2 °C. Til að ná þessu markmiði ætti útstreymi á gróðurhúsalofttegundum í heiminum að ná hámarki eins fljótt og hægt er og minnka hratt þar á eftir. Minnka ætti alþjóðlegt útstreymi um 50 % frá því stigi sem það var árið 1990 fyrir árið 2050 og síðan ætti að koma á kolefnishlutleysi fyrir lok aldarinnar. Evrópusambandið styður við markmið UNFCCC og miðar að því að hafa minnkað útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 80 - 95% frá því stigi sem það var árið 1990 fyrir árið 2050. Þessi mikla minnkun tekur mið af því að minni minnkunar er krafist af þróunarríkjum.
Gróðurhúsalofttegundir streyma út bæði af náttúrulegum völdum og starfsemi manna. Mikilvægasta náttúrulega gróðurhúsalofttegundin í andrúmslofti er vatnsgufa. En starfsemi manna losar mikið magn annarra gróðurhúsalofttegunda og eykur þannig styrk þessara lofttegunda í andrúmslofti en það eykur gróðurhúsaáhrifin og veldur hækkun á loftslagi. Aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er:
Fjölmörg verkefni á vegum Evrópusambandsins miða að því að minnka útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Eftir að hafa náð markmiðum sínum samkvæmt Kyoto bókuninni fyrir tímabilið 2008 til 2012 samþykkti Evrópusambandið markmið um að minnka gróðurhúsalofttegundir um 20 % miðað við stig þeirra árið 1990 fyrir árið 2020. Til að ná markmiðinu — einu af aðalmarkmiðum stefnunnar Evrópa 2020 — var sett hámark á viðskiptakerfið með losunarheimildir ESB (ETS) í Evrópusambandinu auk innlendra markmiða um losun í atvinnugreinum, sem féllu ekki undir ETS, með ákvörðuninni um skipta byrðunum. Á sama tíma samþykkti Evrópusambandið löggjöf um að auka notkun á endurnýjanlegri orku, eins og vind-, sólar-, vatns- og lífmassaorku og að auka orkuskilvirkni margvíslegs búnaðar og heimilistækja. Evrópusambandið stefnir einnig að því að styðja við þróun á tækni til að fanga og geyma kolefni og fanga og geyma CO2 sem orkuver og stór mannvirki losa.
Sem hluti af rammasamningi um loftslags- og orkustefnur hefur Evrópusambandið skuldbundið sig til þess að minnka losun í Evrópusambandinu um að minnsta kosti 40 % frá því sem hún var árið 1990 fyrir árið 2030. Þetta er bindandi markmið. Evrópska orkusambandið, sem miðar að því að tryggja að Evrópa búi við örugga, ódýra og loftslagsvæna orku, vinnur að sama markmiði.
Með því að bjóða upp á upplýsingar um loftlagsbreytingar í Evrópu, styður EEA við framkvæmd á löggjöf gegn loftslagsbreytingum í Evrópu, mat á stefnum ESB og þróun á langtíma aðgerðum til að draga úr loftlagsbreytingum. Upplýsingar EEA — gögn, vísar, matsgerðir og spár — leggja áherslu á þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda, spár og stefnur og aðgerðir í Evrópu.
EEA vinnur náið með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (stjórnarsvið loftslagsaðgerða, stjórnarsvið sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar, Eurostat) ásamt sérfræðingum frá Evrópsku málefnamiðstöðvum um loftlagsbreytingar (ETC/ACM) og landsskrifstofum sínum (Eionet).
Helstu verkefni og vörur eru meðal annars árleg samantekt og útgáfa á Skrá Evrópusambandsins yfir gróðurhúsalofttegundir og árlegu matsgerðinni á framvindu Evrópusambandsins og Evrópulanda í átt að markmiðum sínum á sviði loftslags- og orkumála.
EEA er evrópska gagnamiðstöðin á sviði losunar gróðurhúsategunda. Hún heldur einnig úti gagnagrunni um stefnur og aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum.
Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar
Rammasamningur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar
Stjórnarsvið framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um loftslagsaðgerðir
Evrópsk málefnamiðstöð um lágmörkun loftmengunar og loftlagsbreytinga
For references, please go to https://eea.europa.eu./is/themes/climate/intro or scan the QR code.
PDF generated on 23 Nov 2024, 03:40 AM
Engineered by: Vefteymi EEA
Software updated on 26 September 2023 08:13 from version 23.8.18
Software version: EEA Plone KGS 23.9.14
Skjalaaðgerðir
Deila með öðrum