næsta
fyrri
atriði

Veðurspá fyrir umhverfismálin í Evrópu Fyrsta umhverfisspá fyrir ESB löndin

+Fréttatilkynning – birtist ekki fyrr en 24. Júní 1999 “Veðurspá” fyrir umhverfismálin í Evrópu
Fyrsta umhverfisspá fyrir ESB löndin
Umhverfi Evrópulandanna verður fyrir áframhaldandi álagi ef ekkert verður að gert

Í dag kemur út hjá Evrópsku umhverfisstofnuninni (EEA), sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, skýrsla um ástand og horfur í umhverfismálum í löndum ESB. Skýrslan nefnist Umhverfismál í Evrópusambandinu um aldamótin. Í henni er í fyrsta skipti sett fram mat á þróun umhverfisgæða í ESB í nálægri framtíð, þ.e. fram til ársins 20101.

Helstu niðurstöður sem fram koma í skýrslunni

Þótt stefnumörkun hafi átt sér stað í umhverfismálum ESB landanna í meira en aldarfjórðung og hún hafi gefið góða raun ef miðað er við eigin forsendur hennar, hefur ástand umhverfisins á svæðinu ekki batnað neitt að ráði á þessum tíma. Á sumum sviðum hefur að vísu orðið verulegur árangur (dæmi: ástand áa og fljóta, súrnun) en á öðrum sviðum hefur ástandinu beinlínis hrakað (dæmi: úrgangur). Í þessari skýrslu er sett fram greining á ástandinu, og lýst er núverandi og væntanlegri ósjálfbærri þróun í nokkrum geirum efnahagslífsins, þ.e. samgöngum, orkumálum, landbúnaði, heimilisneyslu og ferðamennsku. Þarna eru helstu ásteitingarsteinar í vegi framfara í umhverfismálum, jafnvel þótt tekið sé tillit til nýlegrar og væntanlegrar stefnumörkunar árið 1997.

Ef ekkert fleira verður gert í málunum, verður umhverfið í ESB löndunum undir verulegu álagi vegna margskonar starfsemi, sem gera má ráð fyrir að færist í aukana: samgöngur, iðnaður, afþreying. Jafnvel hegðunarmunstur einstaklinganna kann að breytast og hafa neikvæð áhrif á náttúruna. Vegna þess að allir þessir þættir tengjast, efla þeir hver annan.

  • Hagvöxtur í ESB löndunum2: Þrátt fyrir aukna vist-skilvirkni, (t.d. minni mengun miðað við verga landsframleiðslu), valda framleiðslan og neyslan því að meira verður níðst á náttúruauðlindum þegar á heildina er litið og meiri mengun og losun úrgangs á sér stað (gert er ráð fyrir að 10% aukningin sem varð á úrgangi milli áranna 1990-1996 haldi áfram). Þessi þróun er þegar farin að éta upp það sem áunnist hefur vegna stefnumörkunar undanfarinna ára (t.d. tilskipanir um loftgæði) og ekki verður hjá því komist að reka betur á eftir að umhverfissjónarmiðum verði komið að við stefnumótun á öllum sviðum.
  • Þótt orkunýting hafi batnað, mun samt orkuneysla ESB landanna (1995-2010) færast upp um 15% (vegna þess að heimilum fjölgar, fólk verður meira á ferðinni og samgöngugeirinn þenst út: 30% meiri akstur farþegabíla, 50% aukning í vöruflutningum). Við þetta verður einkanlega mikil aukning á losun koldíoxíðs, en það er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. Þá verður erfitt að spyrna við fótum og vinna gegn veðurfarsbreytingum (þeim markmiðum ESB að ná niður losun gróðurhúsalofttegunda um 8% milli 1990 og 2008-12 verður ekki náð með þeim ráðum sem fyrirhuguð voru fyrir Kyoto ráðstefnuna, því ekki er gert ráð fyrir nema 6% aukningu). Þótt hlutfall endurnýtanlegrar orku (nú 6%) hækki, er það samt of lítið (ekki er líklegt að markmiðinu, sem er 12% fyrir árið 2010, verði náð).
  • Ferðamennska eykst hröðum skrefum (gert er ráð fyrir 50% fjölgun ferðamanna á árunum 1996-2010) en við það verða samgöngur fyrirferðarmeiri og mikil aukning verður í orkunotkun. Þessi þróun ásamt útþenslu borganna, sem stöðugt heldur áfram (breytingar á landnotkun í sumum löndunum nema allt að 120 ha/dag) ógnar sveitum og viðkvæmum svæðum eins og t.d. ströndum, en 85% þeirra eru nú þegar í mikilli eða í meðallagi mikil hætta vegna margskonar álags.
  • Heildarframleiðsla kemískra efna eykst en samt fer ekki fram lágmarks áhættumat fyrir 75% þeirra efna sem framleidd eru í stórum stíl. Losun sumra kemískra efna (frá iðnaði, vegasamgöngum og landbúnaði) mun aukast (kadmíum, eir) en annarra minnka (blý).
  • Nokkuð miðar fram á við, en ekki nógu mikið, í því að taka tillit til umhverfismála við ákvarðanir og stefnumörkun í hinum ýmsu geirum efnahagslífsins. Miklar framfarir í iðnaði (umhverfisstjórnun og áætlanir um endurskoðun umhverfismála). Haldið er áfram með greiningu á afleiðingum umhverfisspjalla, og með að beita hagrænum aðgerðum (umhverfissköttum) en betur má ef duga skal. Mikið er hægt að gera til að hagnýta aðferðirnar og stefnumótunina við samþættingu umhverfismála jafnframt í öðrum geirum.

Hvað hefur áunnist á hinum ýmsu sviðum - hverjar eru horfurnar?

Mat á framförum síðastliðinna 5-10 ára og spár fram til 2010 (2050 fyrir loftslagsbreytingar og efni sem valda ósóneyðingu). Vísbendingar um álag sýna hve þættir eins og losun mengunarefna eða landnotkun, sem valda margháttuðum vanda, eru að breytast. Það sem fram kemur um ástand umhverfisins og afleiðingar umhverfisspjalla sýnir að þetta álag hefur áhrif á vistkerfið.

ÁLAG Hætta sem steðjar að umhverfinu ÁSTAND & AFLEIÐINGAR
Síðar Síðar
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi neikvæð þróun Gróðurhúsloftteg. og loftslagsbreytingar neikvæð þróun neikvæð þróun
jákvæð þróun nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi Ósóneyðing neikvæð þróun nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi neikvæð þróun Hættuleg efni nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi ?
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi Loftmengun yfir landamæri nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi Vatnsálag nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi
neikvæð þróun neikvæð þróun Jarðvegsrof neikvæð þróun ?
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi neikvæð þróun Úrgangur neikvæð þróun neikvæð þróun
neikvæð þróun neikvæð þróun Líffræðileg fjölbreytni nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi ?
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi Heilsufarsmál neikvæð þróun ?
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi Borgarsvæði nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi
neikvæð þróun neikvæð þróun Strandsvæði og hafsvæði neikvæð þróun ?

Skýringar:

jákvæð þróun jákvæð þróun
nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi nokkur jákvæð þróun en samt ófullnægjandi
neikvæð þróun neikvæð þróun
? óvíst (einungis til greining að hluta/sérfræðileg greining einungis til að hluta

Á töflunni sést að verulega hefur dregið úr ósóneyðandi efnum. Einnig hefur dregið úr losun efna sem valda súrnun og losun fosfórs í ár. Hins vegar hefur yfirleitt gengið illa að draga úr öðru umhverfisálagi. Einungis í sambandi við loftmengun er hægt að sjá að eitthvað að ráði hafi miðað áfram síðan á árinu 1990 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aftur á móti hefur tiltölulega lítið áunnist í því að minnka losun koldíoxíðs og úrgangs í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Allt bendir til að þessi þróun haldi áfram til 2010. Mengun mun halda áfram að aukast á efnum sem reynslan sýnir að erfitt er að gera eitthvað við, þ.e. gróðurhúsalofttegundum, kemískum efnum og úrgangi.

Í helstu geirum efnahagslífsins hefur dregið verulega úr mengandi losun í sambandi við orku, samgöngur og iðnað, en minna í landbúnaði. Orkunotkun og og koldíoxíð hafa aftur á móti annaðhvort haldist í hendur við aukna framleiðslu (samgöngur og landbúnaður) eða hafa einungis minnkað lítið eitt í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Ekkert bendir til að vist-skilvirkni aukist í þessum tveimur mikilvægu geirum fram til 2010.

Allt þetta álag á vistkerfin gerir það að verkum að spárnar fyrir árið 2010 verða ekki sérlega uppörvandi. Einkum er gert ráð fyrir að ástandið verði slæmt hvað varðar loftslagsbreytingar og úrgang. Búast má við nokkrum framförum hvað varðar loftmengun yfir landamæri (vistkerfum þar sem súrt úrfall fer yfir tvísýnismörk munu fækka úr 25% á árinu 1990 niður í 7% árið 2010), vatnsmengun (enn mun draga úr losun fosfórs og lífrænna efna) og ástand lofts í borgum (heldur áfram að skána).

Á hitt ber að líta að óvissuþættirnir eru margir. Vegna þess að gögn vantar á ýmsum sviðum (t.d. í sambandi við jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og varnarefni í grunnvatni) og vegna þess að óvissa ríkir um samfélagslega og efnahagslega framvindu, verður ekki auðvelt að spá neinu um það hvaða stefnu þróunin tekur. Það er sérstaklega erfitt að meta framtíðarhorfur í sambandi við ýmisleg knýjandi umhverfismál sem allur almenningur er farinn að hafa miklar áhyggjur af á seinni árum. Má þar nefna ákveðin heilsufarsmálefni (einkum tengd andrúmsloftinu: grunur leikur á að brennisteinsryk eigi þátt í að 40 000-150 000 borgarbúar láti lífið á ári hverju fyrir aldur fram), kemísk efni (t.d. dioxin) og erfðabreytt matvæli.

En margskonar jákvæð teikn eru á lofti í ýmsum löndum og þótt þau séu enn ekki áberandi stækka þau fljótt og ástæða er til að vekja athygli á þeim. Mikill áhugi er á hagnýtingu vindorku, reiðhjól koma í stað bíla í borgunum, á vissum svæðum er búið að úthýsa varnarefnum, lífrænir búskaparhættir breiðast mikið út, Mörg bæjar- eða sveitarfélög svo og fyrirtæki hafa kveðið upp úr um það að sjálfbærir hættir séu bæði framkvæmanlegir og arðbærir. Þessir aðilar gera ráð fyrir sjálfbærri þróun við gerð Agenda 21 framkvæmdaáætlana sinna,.

Síðast en ekki síst kemur fram í skýrslunni hvaða tækifæri bjóðast í sambandi við stækkun ESB og hvaða vandamálum ríkin standa frammi fyrir vegna hennar. Í sumum umsóknarlöndunum er efnahagslífið betur fært um að halda umhverfisvænni þróun gangandi og þar er líka meira um náttúrleg vistkerfi. Við inngönguna í Bandalagið er hætta á ferðum fyrir umhverfið og náttúruna ef hin nýju aðildarríki apa eftir þróunarmynstur ríkjanna fimmtán sem fyrir eru. Mikil efnahagsleg uppsveifla verður í nýju ríkjunum við inngönguna og þá ríður á að þau endurtaki ekki mistök Vestur-Evrópuríkjanna, sem vanræktu umhverfismálin í tuttugu ár svo að seint og um síðir, á milli 1960 og 1970, varð að grípa til harkalegra ráðstafana bæði í löndunum sjálfum og á vegum Bandalagsins. Kannske er réttara að orða það þannig að bæði ESB og umsóknarlöndin séu að ganga í gegnum breytingaskeið sem leiða muni til sjálfbærrar þróunar, eins og framkvæmdastjóri Evrópsku Umhverfisstofnunarinnar sagði er skýrslan var lögð fyrir Umhverfisráð ESB hinn 24. júní 1999.

Nánari upplýsingar veitir:
Ronan Uhel, verkefnisstjóri fyrir skýrslugerð um umhverfismál, Evrópska umhverfisstofnunin (sími: +45/33367130)

1Umhverfismál í Evrópusambandinu um aldamótin fjallar einkum um ástand umhverfismála í ESB löndunum 15.Einnig er fjallað um útvíkkun sambandsins og nær skýrslan því einnig til landanna 11 sem hyggja á inngöngu (Búlgaría, Lýðveldið Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía, Lýðveldið Slóvakía, Slóveía og Kýpur. Jafnframt er lítillega fjallað um EFTA löndin, en þau eru Ísland, Liechtenstein, Noregur of Sviss. Ískýrslunni er reynt að greina og meta ástandið allrasíðustu ára eftir því sem hægt er. Einnig er reynt að sjá fyrir hvert stefnir. Þá er borið saman annars vegar það sem skeð hefur og líklegt er að gerist í næstu framtíð og það svo borið saman við markmið ESB og alþjóðleg markmið. Þá er reiknað með væntanlegu álagi, þ.á.m. í sambandi við efnahagsmál og þróun á öðrum sviðum. Þessu starfi er ætlað að leiða fram í dagsljósið upplýsingar sem skipta máli fyrir alla sem taka ákvarðanir eða framkvæma ákvarðanir um umhverfismál og aðrar aðgerðir sem haft gætu áhrif á þessi mál.

2Skýrslan er byggð á svokölluðu “baseline scenario”, þ.e. grunnspá (útlitinu ef svo fer fram sem nú horfir í félagslegum og fjárhagslegum efnum) en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 45% hagvexti á árunum 1990-2010 og 50% aukning lokaneyslu milli 1995-2010.

Permalinks

Skjalaaðgerðir