næsta
fyrri
atriði

Press Release

Líffræðilegur fjölbreytileiki, loftlagsbreytingar og þú

Við reyðum okkur á auðlindir jarðar þegar kemur að því að afla fæðu, finna skjól og svala grunnþörfum okkar eins og t.d. hreint loft. Við erum hluti af þessum fjölbreytileika og við getum ekki án hans verið. Í Umhverfisteiknum sýnir venjulegt fólk okkur hvernig breytingar á umhverfi þess hafa ekki einungis áhrif á dýra- og plöntulíf, heldur einnig á afkomu þess og lifnaðarhætti.

Jacqueline McGlade, prófessor og forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu

Í Umhverfisteiknum 2010 birtast sex frásagnir af fólki og samband þess við umhverfið sem það býr við í dag.  Þessir ‘sjónarvottar’ leiða þig á slóðir sem eru bæði kunnuglegar og framandi og á meðan á ferðinni stendur munu þeir bjóða þér að skoða undirstöður lífsins hér á jörðu — vatn, jarðveg og loft. Þótt að athuganir þeirra séu persónulegar og staðbundnar er erindi þeirra almennt og alþjóðlegt.

Þetta eru ekki einfaldar dæmisögur. Þekking og reynsla venjulegra manna eins og veiðimanna, bænda, fjallgöngumanna og íþróttaáhugamanna veitir oft á tíðum ómengaðan aðgang að upplýsingum sem getur verið mikilvæg viðbót við gervihnattamyndir og rannsóknir. Þetta fólk talar tæpitungulaust. Það er auðvelt að hlusta á það.

"Við reyðum okkur á auðlindir jarðar þegar kemur að því að afla fæðu, finna skjól og svala grunnþörfum okkar eins og t.d. hreint loft. Við erum hluti af þessum fjölbreytileika og við getum ekki án hans verið. Í Umhverfisteiknum sýnir venjulegt fólk okkur hvernig breytingar á umhverfi þess hafa ekki einungis áhrif á dýra- og plöntulíf, heldur einnig á afkomu þess og lifnaðarhætti", segir Jacqueline McGlade, prófessor og forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu.

Líffræðilegur fjölbreytileiki og loftlagsbreytingar eru helstu umræðuefnin og fréttirnar halda áfram að skipta máli út árið 2010 – ár líffræðilegs fjölbreytileika hjá Sameinuðu þjóðunum – sérstaklega þann 22. maí, sem hefur verið tilnefndur Alþjóðlegur dagur líffræðilegs fjölbreytileika.

Í frásögnunum verður hægt að fylgjast með rennsli vatnsins frá uppsprettunni í Alpafjöllunum að götum Vínarborgar og fræðast um hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á ævaforna hringrás vatnsins í fjöllunum sem kemur til með að hafa afleiðingar fyrir tugi milljóna Evrópubúa.  Hlustum á leiðsögumann sem hefur alist upp í fjöllunum, þar sem hann segir okkur frá því hvernig sjálf uppbygging bergsins er að breytast í kjölfar hækkunar hitastigs og hvernig jökulkjarninn er farinn að molna.

Fræðumst um hreindýrahirði í afskektum slóðum norðurskauts þar sem veturnir eru ekki lengur gegnumgangandi kaldir. Ferðumst að Eyjahafi og hlustum á innfædda eins og Saim Erol — sem hefur stundað fiskiveiðar hér síðastliðin 20 ár — lýsa breytingum á svæðinu. Hvað gerir maður þegar maður dregur nýja fiskitegund úr vatninu? Hvaðan kemur hún? Ef enginn vill kaupa fiskinn, er hann þá verðlaus?

Umhverfisteikn 2010 koma út miðvikudaginn, 24. mars. 2010 og það verða umhverfis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Spánar, Elena Espinos sem og forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, Jacqueline McGlade sem hleypa blaðinu af stokkunum. Samhliða útgáfunni í Madrid verður opnuð ný heimasíða Umhverfisteikna: eea.europa.eu/signals

Athugasemdir til ritstjóra

Upplýsingar varðandi útgáfu: Madrid, Spánn

Dagsetning: Miðvikudagur, 24. mars 2010

Vettvangur: Ministerio de Medio Ambiente y Medio Rural y Marino

Tími: 12.00

Hvað eru Umhverfisteikn?

Umhverfisteikn, sem koma út á öllum 26 tungumálum aðildarríkja EES, er fréttatengdur máti til að efla samskipti milli hina margbreytilegu þjóðarbrota Evrópu.

Leyfilegt er að nota fréttir Umhverfisteikna endurgjaldlaust hvort sem það er á prenti eða á netinu. Vinsamlegast vísið til Umhverfistofnunar Evrópu og bendið lesendum á að frekari upplýsingar er hægt að nálgast á: eea.europa.eu/signals

Frekari upplýsingar

Fjölmiðlatengill:

Iben Stanhardt

Fjölmiðlafulltrúi

Tölvupóstur: iben.stanhardt@eea.europa.eu

Sími: +45 3336 7168

Farsími: +45 2336 1381

 

Permalinks

Geographic coverage

Skjalaaðgerðir